Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Síða 4
Helgarblað 23.–26. maí 20144 Fréttir Allt fyrir útskriftarveisluna FAXAFEN 11 • 108 REykjAvík • 534-0534 J á, við erum að fjalla um mál­ ið,“ segir Páll Gunnar Páls­ son, forstjóri Samkeppnis­ eftirlitsins, aðspurður hvort stofnunin sé að skoða sam­ runa Konunglega kvikmyndafélags­ ins og fjölmiðlafyrirtækisins 365. „Við höfum kallað eftir gögnum um samrunann. En eðli málssins sam­ kvæmt þá erum við ekki búnir að komast að neinni niðurstöðu. Það þarf að rannsaka samrunann fyrst,“ segir Páll Gunnar. Páll Gunnar segir að engin sér­ stök ástæða sé fyrir því að þessi sam­ runi sé skoðaður sérstaklega. „Við höfum það hlutverk að fylgjast með samruna á mörkuðum, ekki síst á fjölmiðlamarkaðnum. Það hefur ekkert sérstakt komið upp. Við bara óskuðum eftir gögnum um þennan samruna.“ Gagnasöfnun Samkeppnis­ eftirlitsins um samrunann gengur þannig fyrir sig að kaupandi fyrir­ tækisins, 365, þarf að leggja fram gögn og sérstaka skýrslu um sam­ runann. Konunglega kvikmynda­ félagið kemur ekki, að minnsta kosti ekki með formlegum hætti, að söfn­ un gagnanna. Skammlífar stöðvar Í vikunni var greint frá kaupum 365 á Konunglega kvikmyndafélaginu sem Sigmar Vilhjálmsson hefur farið fyrir. Fyrirtækið stofnaði tvær sjón­ varpsstöðvar í byrjun mars á þessu ári, Bravó og Miklagarð, en þær voru skammlífar því í lok apríl var greint frá því að öllu starfsfólki fyrirtækisins hefði verið sagt upp störfum. Sigmar sagði þá að ekki væri vilji hjá hlut­ höfum til að skuldsetja fyrirtækið. Vildu afla nýs hlutafjár Í máli Sigmars á þeim tíma kom fram að til stæði að reyna að afla nýs hlutafjár inn í fyrirtækið. Af því varð þó ekki þar sem vilji var fyrir því í meirihluta stjórnar Konung­ lega kvikmyndafélagsins að selja það til 365. Í tilkynningu vegna samrun­ ans kom fram í máli Ara Edwald að reksturinn stæði ekki undir sér að svo stöddu. „Við teljum að stofn­ un þessara tveggja stöðva hafi að mörgu leyti verið áhugaverð tilraun og menn hafa prófað sig áfram með spennandi nýjungar. Það er hins vegar ljóst að þessi rekstur hefur ekki fjárhagslegan grundvöll við núver­ andi efnahagsaðstæður. Áhugi okk­ ar á þessu félagi byggir á því að við getum nýtt okkur tæknibúnað sem komið hefur verið upp og samþætt hluta af starfseminni við það sem við erum að gera.“ Samkeppniseftirlitið segir stopp Af samrunanum verður þó ekki að sinni þar Samkeppniseftirlitið hyggst rannsaka hann áður en af honum verður. Sigmar Vilhjálmsson segir aðspurður að dráttur á samrunan­ um geti þýtt að Konunglega kvik­ myndafélagið fari í greiðslustöðv­ un um mánaðamótin. Hann segir að það geti þýtt að launþegar sem eiga inni fjármuni hjá Konunglega kvikmyndafélaginu fái ekki greitt um mánaðamótin. „Við erum bara komnir aftur með fyrirtækið í fang­ ið. Við getum ekki gert neitt eins og er með félagið, ekki selt auglýsingar og annað slíkt, því við megum ekki breyta neinu.“ Samkeppniseftirlitið gefur sér 120 daga til að skoða samrunann áður en hann verður staðfestur eða honum synjað. Ef marka má Sigmar þá getur dráttur á samrunanum þýtt að fyrirtækið fari í þrot á næstu dögum. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Stöðva samrunann Samkeppniseftirlitið hef- ur tímabundið stöðvað samruna Konunglega kvikmyndafélagsins, sem Sigmar Vilhjálmsson hefur stýrt, og fjölmiðla- fyrirtækisins 365. Vinna upplýsingar um samrunann Fjölmiðlafyrirtækið 365, sem Ari Edwald stýrir, safnar nú saman gögnum um samruna þess og Konunglega kvikmyndafélagsins. „Við höfum kallað eftir gögnum um samrunann Ætlar að áfrýja fjársvikadómi Guðmundur Tryggvi reyndi að kúga útgerðarmann Þ að er frágengið. Þessu verður áfrýjað,“ segir Björn Jóhannes­ son, lögmaður Guðmund­ ar Tryggva Ásbergssonar 36 ára, sem fjölskipaður Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi á föstudag í síðustu viku í eins árs fangelsi – þar af eru níu mánuðir skilorðsbundnir ­ fyrir tilraun til fjárkúgunar, en hann sendi Kristjáni G. Jóhannssyni, útgerðarmanni á Ísa­ firði, bréf þar sem hann krafðist þess að fá hundrað milljónir frá honum. Í bréfinu kom fram að bréfrit­ ari væri að skrifa fyrir hönd nokkurra ónafngreindra einstaklinga sem væru „að safna fé frá auðmönnum sem hafi hagnast á auðlindum landsins, á kostnað Íslendinga“. Þá er Kristjáni og fjölskyldu hans hótað lífláti og líkams­ meiðingum í bréfinu. Það náðist á myndband er Guð­ mundur póstlagði bréfið en hann sagðist hafa póstlagt það af „einskærri kurteisi“, enda hafi hann fundið það á framrúðu bíls síns. Taldi hann að ein­ hver væri að koma á sig sök. Guðmundur segist í samtali við DV standa við málsvörn sína, um að hann sé hafður fyrir rangri sök. Sagð­ ist hann ekki vilja tjá sig um hver það gæti verið sem væri að koma á hann sök: „Ég ætla ekkert að vera að tjá mig um þetta,“ segir Guðmundur. Guðmundur var um skeið sjálfur efnaður og átti 460 fermetra einbýl­ ishús í Garðabæ, sem er metið á 122 milljónir tæpar. Hann er ekki leng­ ur eigandi hússins en á undan Guð­ mundi hafði faðir hans, Ásberg Krist­ ján Pétursson, átt húsið. Ásberg var einnig sterkefnaður og var í áttunda sæti á lista skattakónga í Reykjavík árið 2000. n Framsókn bætir við sig Samkvæmt skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir akureyska blaðið Viku­ dag er Framsóknarflokkinn nú þriðja stærsta framboðið á Akureyri og myndi ná tveim­ ur mönnum inn í bæjarstjórn. Sjálfstæðismenn eru stærsta framboðið með rétt rúmlega tuttugu prósenta fylgi. Sam­ kvæmt könnuninni er fylgi L­ listans hrunið frá síðustu kosn­ ingum en þá fékk flokkurinn fjörutíu prósenta fylgi, en er nú með tuttugu prósent. Fylgi Bjartrar framtíðar dalar frá síð­ ustu skoðanakönnun og er nú um þrettán prósent. Endurskoðar hlunnindi Biskupsritari sendi út fréttatil­ kynningu á fimmtudag vegna umfjöllunar Kastljóss um hlunnindi presta. Í tilkynn­ ingunni kemur fram að Agnes M. Sigurðardóttir, biskup ís­ lensku þjóðkirkjunnar, ætli að kalla saman ráðgjafahóp til að fjalla um hlunnindi kirkjujarða og prestsetra. Hyggst biskup í kjölfar vinnu hópsins leggja til­ lögur sínar fyrir stofnanir kirkj­ unnar. „Ýmsar breytingar og lagfæringar hafa verið gerðar á gildandi reglum en á sumum sviðum er þörf á að skýra reglurnar og jafnvel móta nýjar sem betur falla að því þjóðfélagi sem við nú búum í,“ segir í til­ kynningu biskupsritara. Samruninn við 365 stöðvaður n Samkeppniseftirlitið vill gögn n Sigmar segir greiðslustöðvun mögulega

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.