Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Qupperneq 6
Helgarblað 23.–26. maí 20146 Fréttir Hugo Boss söluaðilar: Reykjavík: Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100 Gullúrið–úra og skartgripaverslunv Mjódd s: 587-4100 Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665 Meba Kringlunni s: 553-1199 Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Úra- o skartgripaversl n Heide Glæsibæ - s: 581 36 5 Rennur beint til barnanna Styrktarforeldrar og barnaþorpsvinir gáfu 243 milljónir til SOS Barnaþorpa F ramlög styrktarforeldra og barnaþorpsvina á Íslandi námu tæpum 243 milljónum króna árið 2013 og munu framlögin renna óskipt úr landi. 85 prósentum þeirra er varið beint í framfærslu barna en 15 pró- sent fara í umsýslu og eftirlit með barnaþorpunum. Þetta kemur fram í ársreikningi SOS Barnaþorpanna á Íslandi fyr- ir árið 2013. Þar segir enn frem- ur að 78,5 milljónir króna hafi verið teknar frá til annarra verk- efna, svo sem neyðaraðstoðar á Filippseyjum og á Malí, sólarorku- væðingar barnaþorps í Benín og fjölskyldueflingar í Gíneu. Heildarframlög og tekjur SOS Barnaþorpa námu um það bil 384 milljónum króna og er það aukn- ing um rúm 9 prósent frá því árið 2012. Framlög hins opinbera voru tæpar 39 milljónir. Í fréttatilkynningu frá samtök- unum kemur fram að af hverju 1.000 króna framlagi til SOS Barnaþorpanna fari 873 krónur beint til hjálparstarfs sem fátækir njóta góðs af. SOS Barnaþorpin eru með sex starfsmenn á Íslandi sem afla styrkja fyrir hjálparstarf samtak- anna í rúmlega 100 löndum í Mið- og Suður-Ameríku, Afríku, Asíu og Austur-Evrópu. Einn mikilvægasti þátturinn í starfi SOS Barnaþorpa eru styrktarforeldrar sem greiða fasta mánaðarlega upphæð til styrktarbarns og leiða það í gegn- um æskuárin. n johannp@dv.is Lífeyrissjóður vill útgerðina n Viðræður um kaup á vinnslu á Suðureyri n Samkeppniseftirlið fylgist með Í slenskur lífeyrissjóður er í við- ræðum við forsvarsmenn út- gerðarinnar Íslandssögu á Suður- eyri. Þetta staðfestir Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri Ís- landssögu: „Við skulum orða það þannig að við eigum í viðræðum en það er ekki komin niðurstaða í þær.“ Óðinn segir að frumkvæðið hafi komið frá útgerðinni sjálfri. Íslandssaga stendur ekki mjög vel rekstrarlega í kjölfar hrunsins og var eiginfjárstaða fyrirtækisins neikvæð um rúmar 200 milljónir í lok árs 2012. Fyrirtækið er önnur af tveimur útgerðum á Suðureyri, hin heitir Klofningur. 65 manns störfuðu hjá fyrirtækinu árið 2012, sem er um- talsvert í eins litlum bæ. Óðinn segist á þessu stigi málsins ekki vilja ræða um viðræðurnar um söluna á fyrir- tækinu. Félagið á kvóta „Við eigum kvóta en ekki nógu mik- inn. Verðmætin í fyrirtækinu liggja í afnotaréttinum af aflaheimildun- um,“ segir Óðinn aðspurður um eign- ir félagsins. Íslandssaga var með ríf- lega 2,2 milljarða tekjur árið 2012 en var, eins og áður segir, með neikvæða eiginfjárstöðu árið 2012. Íslandssögu veitir því ekki af nýju hlutafé frá fjár- sterkum aðila. Útgerðarmenn hafa í auknum mæli orðið varir við áhuga lífeyris- sjóða á fjárfestingu í útgerðarfyrir- tækjum. Lífeyrissjóðirnir eru með háa ávöxtunarkröfu, þrjú prósent, og þá skortir fjárfestingarkosti á Íslandi vegna gjaldeyrishaftanna. Sjóðirnir eru því viljugir til að nýta sér þau fjárfestingartækifæri sem bjóðast. Í einhverjum tilfellum kemur frum- kvæðið svo frá útgerðarmönnum en fjárfestingarþörf sjóðanna er auðvit- að þekkt. Lífeyrissjóðirnir hafa meðal annars verið stórtækir á hlutabréfa- markaði, keypt upp fasteignir eins og hús Íslenskrar erfðagreiningar og sendiráð Bandaríkjanna og Bret- lands, keypt Skeljung og smásölu- samstæðuna Kaupás og horfa nú í í síauknum mæli til fjárfestingar í sjávar útvegsfyrirtækjum sem ekki eru skráð á markað. Þá voru sagðar fréttir af því í fyrra að Skúli Mogensen, aðaleigandi MP banka, hefði verið í viðræðum við líf- eyrissjóði um hugsanleg kaup á Ís- landsbanka. Af því varð þó ekki. Fjárfest á Patreksfirði Nú í mars keypti fjárfestingarfélagið Kjölfesta, sem er í eigu lífeyrissjóða, til dæmis tæplega þriðjungshlut í út- gerðinni Odda á Patreksfirði. Um þau kaup sagði Kolbrún Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Kjölfestu, að fyrirtækið horfði í auknum mæli til fjárfestinga í sjávarútvegi. „Með þessu erum við að fjár festa í sjáv ar út vegi, einni af und- ir stöðuat vinnu grein um þjóðar inn ar. Til gang ur Kjöl festu er að mynda dreift eigna safn með því að fjár festa í óskráðum fé lög um og styðja þannig um leið sókn og framþróun ís lensks at vinnu lífs.“ Lífeyrissjóðirnir eru í dag orðnir langstærstu fjárfestar landsins en sem dæmi um umfang viðskipta þeirra þá hafa þeir átt um og yfir helming allra skráðra hlutabréfa á markaði. Þetta umfang mun bara aukast eftir því sem fleiri fyrirtæki fara í hlutabréfaútboð. Vill forðast hringamyndun Þessi staða, ótrúlegt vald lífeyrissjóð- anna í viðskiptalífinu, hefur verið ber- sýnileg og kunnug í nokkurn tíma og má segja að samþjöppun eignarhalds í efnahagslífinu aukist ár frá ári eftir því sem gjaldeyrishöftin eru lengur til staðar. Samkeppniseftirlitið fylgist með þessari þróun og sagði Gunnar Páll Pálsson, forstjóri stofnunarinnar, til dæmis í viðtali við DV í fyrra að sjóðirnir væru í „vanda“ stadd- ir út af fjárfestingarþörf þeirra. „Það sem við erum að velta fyrir okkur er með hvaða hætti við getum forð- ast hringamyndun á Íslandi, sam- drátt á eignarhaldi á fyrirtækjum. Í sinni ljótustu mynd getur slíkur sam- dráttur leitt til þess að fyrirtæki inn- an ákveðinna geira fari að eiga nær alfarið í viðskiptum innbyrðis. Frá hruninu höfum við horft mikið á bankana í þessu samhengi og má segja að sömu sjónarmið eigi við að hluta um lífeyrissjóðina.“ Ef marka má fréttir liðinna mánaða má ætla að lífeyrissjóðir muni stór- auka sókn sína inn í útgerðarfyrirtæki landsins. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Við skulum orða það þannig að við eigum í viðræðum. Viðræður um aðkomu Framkvæmdastjóri Íslandssögu á Suðureyri segir viðræður í gangi um kaup lífeyrissjóða á hluta í fyrirtækinu. Vannæring Fátækt er eitt stærsta vanda- málið sem mannkynið stendur frammi fyrir. Mynd ReuteRs Davíð sver af sér hrunið Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir í viðtali við afmælisútgáfu Viðskipta- blaðsins að það sé tóm vitleysa að aðgerðir ríkisstjórna hans hafi leitt til minna reglugerðar- legs aðhalds yfir bönkunum, sem í kjölfarið orsakaði efna- hagshrunið. Er Sjálfstæðisflokkurinn komst til valda árið 1991 hafi flokksmenn verið á því máli að svigrúm atvinnulífsins þyrfti að vera meira. „Síðar var því haldið fram af einhverjum í sökudólgaleit að þessar aðgerð- ir hefðu leitt til þess að íslensku bankarnir hefðu búið við minna reglugerðarlegt aðhald en annars staðar og það hafi leitt til hrunsins. Það er hins vegar tóm endaleysa,“ segir Davíð. Sá skilningur er nokkuð fjarri því sem segir í skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis um efnahagshrunið, þar sem van- máttur eftirlitsaðila, skortur á lagaheimildum þeirra og fjársvelti eru sagðir veigamiklir þættir í hruninu. Halda skal til haga að Davíð hefur einnig sagt að rann- sóknarskýrslan sé „ hrákasmíð“ og hefur hann óspart nýtt aðstöðu sína sem ritstjóri Morgunblaðsins til að draga úr trúverðug leika hennar. Davíð segir að í raun sé það EES-samningurinn sem hafi leitt til þess að eftirlit með bönk- unum minnkaði og það hafi verið í samræmi við „breytingar á ytra umhverfi atvinnulífsins“ sem samningurinn hafi kveðið á um. „Hvað varðar bankana þá reyndum við að hafa reglurnar þrengri hér en víðari, en auð- vitað urðu þær að rúmast innan þeirra marka sem EES-samn- ingurinn setti okkur.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.