Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Síða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Síða 58
Helgarblað 23.–26. maí 201446 Sport K nattspyrnuunnendur munu sitja límdir við sjónvarps- skjáinn klukkan 18.45 á laugardag þegar flautað verður til leiks í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Eins og al- kunna er mætast þar nágrannarnir og erkifjendurnir Atletico Madrid og Real Madrid. DV skoðar hér leið liðanna í úrslitin, metur möguleika beggja liða og loks spáir Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, í spilin fyrir leikinn. Real líklegra Flestir spá því að Real Madrid muni bera sigur úr býtum gegn erkifjend- um sínum. Þannig er til að mynda stuðullinn á sigur Real á Lengj- unni 1,80 en 3,15 á sigur Atletico. Reynslan sýnir þó að enginn skyldi afskrifa lið Atletico enda hefur ekk- ert lið í heiminum komið jafn mikið á óvart í vetur. Um liðna helgi tryggði félagið sér Spánarmeistaratitilinn, þann fyrsta frá 1996, og þykir það í raun ótrúlegt afrek að félaginu hafi tekist að skáka bæði Real Madrid og Barcelona sem bæði hafa varið margfalt hærri fjárhæðum til leik- mannakaupa á undanförnum árum. Lykilmenn tæpir Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid, þykir hafa unnið kraftaverk með lið sitt. Fá lið eru jafn skipulögð og vinnusöm, en í liðinu eru einnig einstaklingar sem geta unnið leiki upp á eigin spýtur. Blikur eru þó á lofti því óvíst er hvort markahæsti leikmaður liðsins í vetur, Diego Costa, geti tekið þátt vegna meiðsla. Costa, sem skorað hefur 36 mörk á tímabilinu, þar af átta í Meistara- deildinni, glímir við meiðsli aftan á læri og mun það væntanlega ekki koma í ljós fyrr en á leikdag hvort hann verði með. Sömu sögu er að segja af Tyrkjanum Arda Turan sem meiddist gegn Barcelona um liðna helgi en þó er útlitið bjartara hvað hann varðar. Búist er við því að Cristiano Ronaldo og Gareth Bale verði búnir að jafna sig af meiðsl- um og verði með á laugardaginn. Þá er út- lit fyrir að varnarjaxlinn Pepe verði klár í slaginn. Sá eini sem bókað er að missi af leiknum er Xabi Alonso, leikmaður Real Madrid, sem tekur út leikbann. Naumur sigur Real Yfirvofandi fjarvera Diego Costa gæti skipt sköpum, segir Kristján Guðmundsson Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, spáði því á síðum DV, áður en undanúrslitin hófust, að Real Madrid og Atletico Madrid myndu mætast í úrslitaleiknum. Kristján segir að þó að Atletico- liðið sé vel skipulagt muni möguleikar þess gegn Real velta mikið á þátt- töku Diegos Costa. „Þeir munu finna leið til að spila án hans, en hann skiptir liðið miklu máli. Þeir reyndu að láta hann spila gegn Barcelona en hann varð að fara út af. Hvað sem verður þá held ég að hann verði ekki fullfrískur á laugardaginn,“ segir Kristján. Aðspurður hvernig hann telji að leikurinn endi segist Kristján spá 2–1 sigri Real. „Þetta er titillinn sem stjórn Real Madrid hefur verið að sækjast eftir undanfarin ár og ég held að þeir klári þetta. Atletico er búið að vinna deildina og þetta er líka spurn- ing um það hversu mikla list það lið hefur á dessertinum,“ segir Kristján. Leikir Atletico Madrid hafa oft verið lokaðir og tiltölulega fá mörk verið skoruð. Kristján býst við að sú verði einnig raunin á laugar- dag. „Sigur Real gæti orðið stærri ef Atletico opnar sig en ég býst ekki við því. Líkurnar á að Atletico vinni leik- inn aukast eftir því sem staðan er 0–0 lengur, en mig grunar samt að Real klári þetta. Carlo Ancelotti veit alveg hvernig á að vinna þessa deild.“ n Óvinir Grunnt hefur verið á því góða milli þessara tveggja, Pepe og Diego Costa. Það mun ekkert breytast á laugardag. Báðir hafa glímt við meiðsli en það væri betra fyrir knattspyrnuna ef þeir verða klárir í slaginn. n Atletico Madrid og Real Madrid mætast í úrslitum Meistaradeildarinnar á laugardag Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Vissir þú … … að Carlo Ancelotti, stjóri Real, er einn sex stjóra sem bæði hafa unnið Meist- aradeildina sem leikmaður og þjálfari. … að í 199 leikjum þessara liða hefur Real Madrid unnið 52,8%, Atletico 24,1% en 23,1% leikja hafa endað með jafntefli. … í þessum leikjum hefur Real Madrid skorað 342 mörk á móti 252 mörkum Atletico. … Real Madrid hefur skorað 3,08 mörk að meðaltali í leik í vetur gegn 2,08 mörkum Atletico. Atletico hefur þó að- eins fengið á sig 0,5 mörk að meðaltali í leik gegn 0,75 mörkum Real. … að Atletico Madrid hefur unnið fjóra af síðustu fimm úrslitaleikjum sínum gegn Real Madrid, alla í spænska bikarnum. … að Cristiano Ronaldo er markahæsti leikmaður Real Madrid í Meistara- deildinni með 16 mörk en Diego Costa er markahæstur hjá Atletico með 8 mörk. … að Atletico Madrid hefur fengið lang- flest spjöldin í Meistaradeildinni í vetur, eða 27. Real Madrid hefur fengið 19. … að Atletico Madrid er 46,1 prósent leiktímans með boltann að meðaltali í leikjum sínum í Meistaradeildinni en Real Madrid 51,6 prósent. Munu berjast til síðasta blóðdropa Leið Atletico í úrslit Atletico Madrid dróst í G-riðil í riðla- keppninni ásamt Zenit í Pétursborg, Porto og FH-bönunum í Austria Vín. Atletico vann riðilinn mjög sannfærandi, fékk 16 stig af 18 mögulegum og gerði aðeins eitt jafntefli. Í 16-liða úrslitum dróst Atletico gegn Milan þar sem liðið vann 5–1 samanlagt. Í 8-liða úrslitum lagði Atletico spænska stórveldið Barcelona að velli, 2–1 samanlagt. Í undanúrslitum mætti Atletico Chelsea þar sem 3–1 samanlagður sigur vannst. Leið Real í úrslit Real Madrid dróst í B-riðil í riðlakeppn- inni ásamt Galatasaray, Juventus og FC Kaupmannahöfn. Líkt og Atletico vann Real sannfærandi sigur og fékk 16 stig af 18 mögulegum. Í 16-liða úrslitum vann Real sannfærandi 9–2 sigur á Schalke í tveimur leikjum. Í 8-liða úrslitum vann liðið annað þýskt lið, Borussia Dort- mund, samtals 3–2 og í undanúrslitum mætti Real þriðja þýska liðinu, Bayern München, þar sem liðið vann 5–0 sigur í tveimur leikjum. Spennandi leikur Kristján á ekki von á öðru en úrslitaleikurinn verði spennandi. MyNd SigtRygguR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.