Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Blaðsíða 8
Helgarblað 23.–26. maí 20148 Fréttir Fannst á annarri eyju Ásta Jóhannsdóttir, íslensk stúlka sem ættingjar lýstu eftir í Indó- nesíu á fimmtudag, er komin fram. Hún hafði síðast sést á Gili Trawangan-eyju nærri Balí við strendur Indónesíu, en ekki hafði spurst til hennar í 36 tíma og olli það ættingjum áhyggjum. Sam- kvæmt heimildum DV fannst hún á annarri eyju í dag við eftir- grennslan lögreglu. Frænka Ástu lýsti eftir henni á Facebook og sagðist treysta á sam- félagsmiðla í málinu. „Vorum að snúa bílnum“ Húsbíll Sjálfstæðisflokksins náðist á mynd í fatlaðrastæði V ið vorum að leggja í annað stæði,“ segir Lára Janus- dóttir, kosningastjóri Sjálf- stæðisflokksins í Hafnarfirði, aðspurð um mynd af húsbíl Sjálf- stæðisflokksins sem gengið hefur um samfélagsmiðilinn Facebook. Þar sést bíllinn í stæði fyrir fatlaða fyrir utan Bónus í Vallahverfi í Hafnarfirði en Lára segir bílnum alls ekki hafa verið lagt í það stæði. Lára segir ætlunina hafa verið að leggja bílnum tveimur stæðum til hliðar við stæðið fyrir fatlaða. „Við vorum bara að bíða tækifær- is til að leggja í stæðið. Við tókum einmitt eftir þeim aðila sem tók þessa mynd og hugsuðum með okkur að núna hlyti eitthvað að koma,“ segir Lára. „Það var bíll að fara úr stæðinu. Þetta var kannski ein mínúta þar sem við vorum að snúa bílnum og færa hann í rétt stæði,“ segir Lára og þvertekur fyrir það að einhver úr hópi þeirra sem standa að framboði Sjálfstæðis- flokksins í Hafnarfirði myndi leggja í stæði fyrir fatlaða án þess að hafa til þess réttindi. „Að sjálfsögðu ekki,“ svarar Lára. „Það er mikil umferð þarna og maður þarf að koma sér fyrir og þá fer maður þarna inn á þegar maður er að koma sér fyrir.“ Á Facebook-síðu Sjálfstæð- isflokksins í Hafnarfirði má sjá mynd þar sem sést hvar bílnum er lagt tveimur stæðum við hliðina á þessu stæði fyrir fatlaða við Bónus í Vallahverfi í Hafnarfirði. n birgir@dv.is Ókeypis í sund Á laugardaginn er öllum boðið ókeypis í sund í Varmárlaug. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Mosfellsbæjar. Búið er að byggja nýja vaðlaug við laugina og endurgera heitan pott. Þá hefur göngusvæði í kringum laugina fengið andlitslyftingu, að því er fram kemur á sama stað. Af þessu tilefni er Mosfell- ingum og öðrum landsmönn- um boðið frítt í sund. Þrjú ár fyrir nauðgun Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur á hend- ur Gintaras Bloviesciu. Árið 2013 var hann dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun sem átti sér stað aðfaranótt 22. apríl árið áður. Þyngdi Hæsti- réttur ekki dóminn í héraði. Fram kemur í dómnum að hann hafi beitt konuna ofbeldi og hótun- um, tók hann hana kverkataki og þrýsti henni niður á rúm sitt. Leit- aði konan til lögreglu með mikla áverka á hálsi sem og marbletti víða á líkama. Hún er sögð þjást af áfallastreituröskun eftir árásina. „Að sjálfsögðu hef ég skoðun“ Hörður Arnarson segir það hlutverk ríkisins að ákveða hverjir eigi Landsvirkjun É g hef enga sérstaka skoðun á þessu. Þetta er bara mál eigandans. Að sjálfsögðu hef ég persónulega skoðun á þessu en það er bara með fyrir tæki eins og Landsvirkjun að það er eig- andinn sem mótar stefnuna um eignarhaldið,“ segir Hörður Arnar- son, forstjóri Landsvirkjunar, að- spurður hvað honum finnist um þau ummæli Bjarna Benediktssonar, for- manns Sjálfstæðisflokksins og fjár- málaráðherra, að samstaða ætti að geta náðst um að selja hluta Lands- virkjunar til lífeyrissjóða. Ekkert ákveðið Ummæli Bjarna hafa vakið mikil viðbrögð í samfélaginu enda er einkavæðing á Landsvirkjun langt í frá óumdeild hugmynd. Hörður seg- ir að hann telji að Bjarni hafi ekki ver- ið að meina að Landsvirkjun yrði seld bráðlega heldur að hann hafi verið að kalla eftir umræðu um málið. „Þetta er eitthvað sem þarf að skoða mjög vel því þetta er svo flókið mál. Eins og ég skildi Bjarna þá er þetta fyrst og fremst atriði sem hann vildi skoða. Það er ekki samstaða um þetta í dag, það er alveg ljóst, og ég held að hann geri sér grein fyrir því.“ Í kjölfarið á þessum viðbrögðum sagði Bjarni að engar ákvarðanir hefðu verið teknar um sölu á hlut rík- isins í Landsvirkjun. Sagði Bjarni að hann teldi það afvegaleiðingu á um- ræðunni að tala um einkavæðingu Landsvirkjunar þegar verið væri að ræða um að selja hluta fyrirtækisins. „Það er mik ill mis skiln ing ur og þar er verið að af vega leiða mik il væga um- ræðu,“ sagði Bjarni í samtali við mbl. is á fimmtudaginn. Hefur komið fram áður Hörður segir að orð Bjarna ættu ekki að hafa komið mikið á óvart þar sem hann hafi sagt þetta áður. Umræðan um einkavæðingu Landsvirkjun- ar, sölu á hluta af hlutabréfum fyrir- tækisins, hefur komið fram nokkrum sinnum áður, sérstaklega fyrir um það bil tíu árum og fram að hruninu 2008. Geir H. Haarde viðraði með- al annars þessa hugmynd, sem og Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Friðrik Sophusson og fleiri. Hörður segir að umræðan um einkavæðingu Landsvirkjunar sé sannarlega ekki óumdeild og telur hann að hún sé „vandrötuð“. Erlend fordæmi Hörður er samt alls ekki á því að um- ræðan um hugsanlega sölu á hluta Landsvirkjunar eigi ekki að fara fram. Nefnir Hörður það sem dæmi að í ná- grannaríkjum Íslands séu dæmi um ágætt samstarf ríkis og einka aðila í rekstri fyrirtækja. Hörður nefnir Noreg sem dæmi. „Maður getur horft til Noregs en þar er bæði til: Annars vegar Statkraft, sem er í hundrað pró- senta eigu ríkisins, og svo Statoil sem er kannski svona þeirra helsta fyrir- tæki og það er í 75 prósenta eigu rík- isins. Bæði eignaformin geta gefist mjög vel. Það er hægt að reka fyrir- tæki vel í opinberri eigu og svo er eins hægt að gera það á blandaðan hátt, án þess að missa tökin á fyrirtækinu,“ segir Hörður. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Mikil viðbrögð Mikil viðbrögð hafa verið vegna ummæla Bjarna Benedikts- sonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðis- flokksins, um einkavæð- ingu hluta Landsvirkjunar. Mynd SIgtryggur ArI Bendir á noreg Hörður Arnarson bendir á að í Noregi hafi gengið vel að reka Statoil, fyrirtæki sem er í eigu norska ríkisins að meirihluta og svo einkaaðila. „Þetta er eitthvað sem þarf að skoða mjög vel því þetta er svo flókið mál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.