Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Page 62

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Page 62
Helgarblað 23.–26. maí 201454 Menning Vegabréf Sigmundar Það versta við slys í eldhús- inu er að maður verður oftast að éta þau. Og þannig var með mig inni á víðkunnu veitinga- húsi í Ginza-hverfinu í Tókýó um árið. Ég hafði látið til leið- ast að stýfa hráan kolkrabba úr hnefa, af því einfaldlega að karlmenn þykjast sannfærð- ir um að klígjugirni sé þeim hvorki áunnin né meðfædd. En auðvitað fann ég smám saman hvað var að gerast innra með mér. Á að giska bragð- laust kvikindið virtist vera að lifna við í maga mínum. Og ég sem hafði einmitt ætlað mér að njóta þessa dýrðlega dags í lífi mínu til fulls og til enda. Við höfðum verið bornir á herð- um gestgjafa okkar um borgina stóru frá því árla morguns; full- trúar íslenskra fjölmiðla í boði verslunarráðs landanna – og takmarkið augljóslega að sýna okkur allt það hæsta úr mann- virkjum, menningu og mat á einum og sama degi. Undir dagslok vorum við minntir á sannindi þess að í Tókýó eru fleiri Michelín-stað- ir en nokkurs staðar annars staðar í heiminum – og hvergi á kringlunni hafa fleiri Michel- ín-stjörnur kviknað á einum og sama staðnum og í japönsku höfuðborginni á síðustu árum. Allt vissi það nú örugglega á gott. Ég sá því fyrir mér veislu lífs míns; stærstu unaðsstund tungu minnar og bragðlauka. Maki, nigiri, sashimi, chirashi – og hvað þetta allt saman heitir – myndi á næstu klukkutímum gæla við næmt og nautnasjúkt innkirtlakerfið með slíkum til- þrifum að enginn gengi samur upp frá borði. Og svona rétt til að hafa allan aðdragandann í samræmi við erindið var gengið í gegnum dásamaða fiskmark- aðinn í Tsukiji áður en komið var á veitingastaðinn sjálfan; útvalinn, íðilfagran og upp- sprengdan í verði. Þarna sátum við settlegir í kringum hringborð, hver öðr- um sannfærðari um að hafa himin höndum tekið – og haf- ið sömuleiðis, því hver fisk- rétturinn rak annan, krabbar og túnfiskur, vatnableikja og austversk fúga með óheyri- legu magni af shichimi og öðru heimadáðu kryddi yfir her- legheitin öll. Og svo, eins og til að þykjast meiri matmaður en aðrir, pantaði ég ólukkans kolkrabbann sem sat næsta stinnur ofan á undarlega deigu beði af okkurgulum hrognum á útflúruðum postulínsdiski. Segir ekki frekari sögum af setu minni á þessum stað. Enda brestur mig minni til þess að vita hvernig mér var komið upp á hótel – og skilinn þar eft- ir á skálinni, einn í örkumlan minni. Vaknaði, ef ég man rétt, undir miðnætti, í samanherptri og sjálfpínandi fósturstellingu, löðrandi í svita, líkhvítur og ná- kaldur … með þá kæfðu bæn á vörunum, með þá einu ósk í augunum, að mamma myndi koma. Í samanherptri og sjálfpínandi fósturstellingu Menningarbylting á netinu: Frítt og frjálst Metropolitan-safnið veitir aðgang að 400 þúsund meistaraverkum E f þig hefur einhvern tímann langað til þess að njóta verka gömlu meistaranna þá er tækifærið núna. Metropolit- an-listasafnið hefur veitt al- menningi aðgang að 400 þúsund meistaraverkum í hárri upplausn. Gestir á heimasíðu safnsins geta flokkað myndir eftir listamanni, miðli og tímabilum og halað niður þeim myndum sem þeir kjósa. Listaverkaeign Metropolitan- safnsins er ein sú viðamesta í ver- öldinni. Safnið á til að mynda 500 verk eftir Picasso, tugi verka eftir Mo- net, van Gogh og Degas. Málverk meistaranna eru þó ekki endilega það sem mörgum finnst áhugaverð- ast. Í safninu má til að mynda finna ljósmyndir af steinhleðslum Asteka, grískum styttum og kínverskri skrautskrift. Æ fleiri söfn opna aðgang Söfn hafa vanalega varist því að veita aðgang að verkum sínum og verndað eignarréttinn. Áhyggjur af tekjutapi, fölsunum og verðrýrnun frummynd- anna hafa ráðið för. Smithsonian- safnið hefur reyndar í nokkur ár veitt almenningi aðgang að meira en milljón ljósmyndum, en þær eru í lágri upplausn og hafa því minna að- dráttarafl. Telja má að verkefni leitarvélaris- ans Google, Google Art Project, hafi haft þessi víðtæku áhrif á aðgengi al- mennings að list. Æ fleiri söfn opna nú dyr sínar. Myndirnar frá Metropolitan eru ætlaðar nemendum, kennurum, fræðimönnum og þeim sem vilja ein- faldlega kynna sér list. Nota má verkin til einkanota, en alls ekki til kynningar. Til verkefnisins var stofnað árið 2011 í samstarfi við 17 alþjóðleg söfn, þeirra á meðal Tate Gallery, Metropolitan Museum of Art, New York City og Uffizi í Flórens. Notendur geta ferðast um söfn- in með notkun Google Street View- tækninni, eða halað niður myndum af listaverkum og búið sér til sitt eig- ið safn. Við upphaf verkefnisins valdi hvert safn eitt verk sem mátti hala niður í gígapixlum. Árið 2012 hafði verkefnið öðlast svo miklar vinsældir að 151 listasafn í 40 löndum var orðið þátttakandi. Í dag eru meira en 32 þúsund listaverk að- gengileg frá 46 listasöfnum og stofnun- um. Meira að segja má skoða listeign Hvíta hússins þar sem kennir margra grasa. Þá opnar verkefnið sýn á list og menningu fjarlægra landa. Skoða má verk Listasafnsins í Hong Kong og Doha, safn íslamsks listasafns. Verk- efnið er á 18 tungumálum. Heimsókn á listasafn úr sófanum heima Þessi breyting er kennd við byltingu og sögð merki um aukið lýðræði í heimi menningar og lista. Sér- fræðingar og prófessorar hafa ekki lengur einkaaðgang að þekkingu og dreifingu listar. Augljóst er að almennt aðgengi að listum og menningu eykst. Hver sem er getur heimsótt listasöfn heims- ins úr sófanum heima að því tilskildu að hann sé með internettengingu. Þá geta kennarar og nemendur nýtt sér aukið aðgengi og fræðst um list sem annars var þeim óaðgengileg. Framtakið hefur einnig hlotið gagnrýni. Gagnrýnin hefur helst snúið að því að sú list sem stillt sé fram sé of einhliða. Til að súmmera þetta upp, þá sé list eftir vestræna karla í brennid- epli. Verkefnið er þó í sífelldri mót- un. Gagnrýnin verður hluti af því og þannig komast önnur listaverk, á jaðr- inum æ frekar að miðjunni. Shakespeare, Hitchcock og íslenskunám Eitt best heppnaða framtakið á vefn- um er vefsíðan Open Culture. Þeirri síðu er stýrt af Dan Colman, lekt- or hjá Stanford-háskóla. Síðan er hugsuð sem miðlæg efnisveita þar sem almenningur getur fundið kvik- myndir, bækur, listaverk, tónlist og ýmiss konar ókeypis námskeið sér til fræðslu og upplyftingar. Á síðunni má til að mynda lesa fræga fyrirlestra Michels Foucault og Bertrands Russell, lesa sögur Neils Gaiman og Alice Munro og ótal fleiri, hlaða niður skáldverkum Shakespe- ares, Aristóteles og Jane Austen. Þá má horfa á klassískar Hitchcock-myndir, japanskar mynd- ir, Óskarsverðlaunamyndir og klass- ískar film noir-myndir. Viltu læra í Harvard? Ekkert mál Ýmislegt annað má finna sér til dundurs, kynna sér metnaðarfulla leslista rithöfunda eins og Ernests Hemingway, læra arabísku, kín- versku og já, íslensku. Á síðunni er börnum einnig veitt sérstök athygli í verkefni sem kall- ast K-12. Þar er að finna stórt rafrænt bókasafn með bókum fyrir börn víðs vegar úr veröldinni. Menntun er reyndar órjúfanleg- ur hluti þessarar opnu menningar- byltingar og á síðunni má nálg- ast ókeypis námsefni frá stærstu og virtustu háskólum heims; Stanford, Yale, MIT, Harvard, Berkeley, Oxford og fleirum. n Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Kínversk skrautskrift Falleg kínversk blekverk. 500 verk eftir Picasso Eitt verka Picassos í eigu Metropolitan. Hér situr 25 ára elskhugi Picassos, Marie-Thérèse Walter, við borð að lesa. Verk eftir Manet og Rembrandt Það er örlítið þolinmæðisverk að hala niður myndum af síðunni en vel þess virði. Þessi verk eru meðal þeirra sem má hala niður, verk eftir Manet og sjálfsmynd eftir Rembrandt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.