Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Qupperneq 20
20 Fréttir Erlent Helgarblað 23.–26. maí 2014 H in gríðarstóra Berlaymont- bygging í Brussel hefur í áratugi verið eitt helsta kennileiti borgarinnar. Fyrsti áfangi þessa 240 þús- und fermetra og átján hæða glerhýsis var reistur árið 1963, en margsinnis hefur þurft að bæta við fleiri eining- um með útþenslu Evrópusambands- ins (ESB). Nú eiga þar sæti fulltrúar allra 28 ríkja Evrópusambandsins, sem kallast framkvæmdastjórar í daglegu tali, en síðast gekk Króatía í sambandið 1. júlí 2013. Hver og einn þessara fram- kvæmdastjóra er kosinn á Evrópu- þinginu, eftir tilnefningum sem að- ildarríkin sammælast um, og gerður ábyrgur fyrir málaflokki, svo sem landbúnaðar- eða sjávarútvegs- málum eða utanríkisstefnu sam- bandsins. Barist er um þessar stöð- ur í valdakerfi Evrópusambandsins, enda eru þær oft taldar vera þær mikilvægustu í mótun Evrópulög- gjafar. Allir þessir einstaklingar eiga sæti í framkvæmdastjórn ESB sem stýrt er af einum forseta, eins konar verkstjóra. José Manuel á förum Portúgalinn José Manuel Barroso hefur gegnt þessu valdamikla emb- ætti frá árinu 2004, en nú bend- ir flest til þess að tími hans sé á enda runninn. Gríðarlegt fylgis- tap Evrópuflokks fólksins (EPP), þar sem kristilegir demókratar eru burðarstoðin, hefur orðið til þess að Barroso nýtur ekki trausts leng- ur meðal eigin flokksmanna. Eitt helsta baráttumál EPP-flokksins, um að herða mun frekar efnahagslegan samruna Evrópu, meðal annars með því að setja aðildarríkjum sam- bandsins skýr viðmið í ríkisrekstri og veita framkvæmdastjórninni eftir- litshlutverk í því sambandi, hefur einfaldlega ekki hlotið náð í augum kjósenda. Enginn veit hvað fram- tíð Barrosos ber í skauti sér, en þó er talið víst að hann verði ekki í einum af áhrifastöðum Evrópusambands- ins í sumarlok. Sá flokkur sem fær flest atkvæði í kosningum til Evrópuþingsins ræð- ur oftast förinni þegar velja á forseta framkvæmdastjórnarinnar. Þetta er þó alls ekki algilt, heldur er talað um sigurvegara kosninganna í víð- um skilningi. Ef marka má skoðana- kannanir fyrir þessar þingkosningar mun EPP-flokkurinn, sem er hægra megin við miðju á vettvangi stjórn- málanna, missa allt að þriðjung sinna þingsæta en samt sem áður halda naumlega stöðu sinni sem stærsti flokkur Evrópuþingsins. Bandalag frjálslyndra og demókrata (ALDE) missir sömuleiðis spón úr aski sínum, en hann er sá flokkur sem hingað til hefur kennt sig einna helst við frjáls viðskipti og lýðræði. Horft til austurs Í evrópskum stjórnmálum blæs til austurs. Kjósendur vilja frekar flokka með félagslegar áherslur sem telja að betra sé að auka fjár- festingar í Evrópu til að örva hag- kerfið og skapa störf, frekar en að gera kröfur um aðhald eins og leið- togar ESB hafa gert frá upphafi kjör- tímabilsins árið 2009. Þetta á sér- staklega við um ríki sem hafa orðið harkalega fyrir barðinu á slíkum aðhaldsreglum, eins og Grikkland, Ítalía og Portúgal. Bæði Flokkur evrópskra jafnaðar- manna (S&D) og Evrópski vinstri- flokkurinn/Norrænir vinstri-grænir (GUE/NGL) fá aukinn meðbyr, en samt sem áður þarf kraftaverk til að þeir fái meirihluta á Evrópuþinginu. Ekki bætir úr skák að stuðningur við Evrópska græningjaflokkinn/ frelsisfylkinguna hefur minnkað (Greens/EFA), sem hefur hingað til verið helsta samstarfsfólk vinstri afl- anna. Upprisa Evrópuandstæðinga Þrátt fyrir að þessir hefðbundnu evrópsku flokkar muni hafa yfir- burðaþingstyrk eftir sem áður, er nú helst horft til þess hvað og hvers vegna þjóðernissinnaðir flokkar fái aukinn stuðning og hvaða áhrif þeir muni hafa. Háværasti flokkurinn á Evrópuþinginu hefur án efa verið Evrópski frelsis- og lýðræðisflokk- urinn (EFD), sem Breski sjálfstæð- isflokkurinn (UKIP) tilheyrir, og talar helst gegn Evrópusamvinnu og þá einna helst að verja pening- um í slíkt samstarf. Hann ber höfuð og herðar yfir Evrópuflokk íhalds- manna og umbótasinna (ECR), sem margir telja að sé merki um hreint vantraust á David Cameron, for- sætisráðherra Bretlands. Camer- on hafi ekki talað fyrir hagsmunum Bretlands innan ESB, sem útskýri mikið fylgistap ECR-flokksins yfir til EFD og UKIP. Þetta kemur þó mörg- um á óvart, þar sem Cameron hefur verið einn helsti talsmaður niður- skurðar og aðhalds í gerð fjárhags- áætlunar ESB fram til ársins 2020 og hótaði að beita neitunarvaldi á leið- togafundi ESB árið 2013 ef kollegar hans yrðu ekki við afarkostum Breta. Samkomulag náðist um 960 milljarða evra fjárlagaþak á verðlagi ársins 2011 fram til ársins 2020, sem fól í sér 3,3 prósenta niðurskurð frá fyrri fjárhagsætlun ESB 2007–2013. Þetta var sögulegt samkomulag, því þetta var í fyrsta skipti sem leið- togar ESB sættust á að skera niður heildarútgjöld ESB frá stofnun sam- bandsins. Endurskoðuð fjárlög Þessi harða afstaða Camerons féll í grýttan jarðveg innan Evrópuþings- ins sem hótaði sömuleiðis að beita sér gegn ákvörðun leiðtogaráðsins, þá einkum S&D-flokkurinn sem fór með forsæti Evrópuþingsins. Sættir náðust loksins eftir mánaða langar samningaviðræður milli Evrópu- þingsins og ráðherraráðs ESB, en niðurstaðan var engu að síður hag- stæð Bretum. Langtíma niðurskurði yrði haldið til streitu. En Cameron vann ekki hylli kjósenda sem vildu ganga mun lengra og gerðu kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðild Bretlands að ESB og að afskipti ESB yrðu tak- mörkuð verulega. Þegar framkvæmdastjórn ESB lagði fram endurskoðaða tillögu að fjárlögum árið 2012 óskaði hún eftir 1.033 milljörðum evra. Samkvæmt samkomulaginu mun ESB því hafa 73 milljörðum evra minna úr að moða og hefur framkvæmdastjórnin sagt ómögulegt að sambandið geti staðið við allar fjárhagslegar skuldbindingar, en í samkomulagi Evrópuþingsins og ráðherraráðsins var gert ráð fyrir auknum sveigjan- leika í fjárlögunum svo hægt væri að flytja fé milli ára og fjármagnsliða. Þar að auki var ákveðið að endur- meta stöðu fjárlaga árið 2016. Einu fjárlagaliðirnir sem munu hækka, fram til ársins 2020 miðað við fyrri fjárlög, eru framlög til vísinda, rann- sókna, menntamála, íþrótta og ung- mennastarfs. Þetta samkomulag er lýsandi dæmi fyrir stjórnarhætti ráðherra- ráðsins og leiðtogaráðs ESB annars vegar, sem tala fyrir hagsmun- um einstakra aðildarríkja, og svo Evrópuþingsins hins vegar, sem tal- ar fyrir heildarhagsmunum ESB. Himinn og haf getur þar af leiðandi skilið afstöðu fólks að í kosningum til Evrópuþingsins annars vegar og í einstökum aðildarríkjum hins vegar. Bretland er þar gott dæmi, því UKIP- flokkurinn hefur ekki notið sömu vinsælda í innanlandsmálum og Evrópumálum. Þjóðernissinnar í sókn En EFD-stjórnmálafylkingin er ekki ein á uppsiglingu, heldur er Evrópska frelsisbandalagið (EAF) það einnig sem hefur enn sterkari þjóðernis- legar áherslur og vill helst setja tak- mörk við frjálsum ferðum fólks og vinnuafls innan ESB, sem hefur hingað til verið eitt helsta grunngildi ESB og þungamiðja í þróun evrópsks markaðssvæðis. Flokkar eins og nýnasistahreyfingin Gullin dögun í Grikklandi eru á meðal aðila í þess- um stjórnmálasamtökum sem og Front National í Frakklandi, sem er þekkt fyrir andúð á útlendingum. Þar að auki lítur út fyrir að nýjum framboðum muni vegna óvenjulega vel í kosningunum í þetta sinn í all- flestum ríkjum, sem eru skilgreind sem óháð þessum stóru stjórn- málafylkingum. Þar ber að nefna einna helst Fimm stjörnu-hreyfingu ítalska skemmtikraftsins Beppe Grillo, sem hefur mælst með meira en 20 prósenta fylgi, til jafns á við Forza Italia, sem er flokkur Silvios Berlusconis, fyrrverandi forsætis- ráðherra Ítalíu. Þetta gæfi Fimm stjörnu-hreyfingunni einni saman um tuttugu þingsæti. „Við mun- um segja Merkel að það þurfi að endurskoða alla sáttmála Evrópu- sambandsins,“ sagði Grillo á blaða- mannafundi 4. apríl og vísaði þar til Þýskalandskanslarans. Fyrsti liður kosninga til Evrópu- þingsins hófst í gær, 22. maí, og lýkur á sunnudag, 25. maí. Úrslit þessara kosninga ættu að verða ljós fljótlega eftir að síðustu kjör- staðir loka á sunnudag. Þrátt fyr- ir gríðarlega fylgisaukningu öfga- flokka til hægri og vinstri, er afar ólíklegt að þeir muni gegna áhrifa- stöðum innan ESB næstu fimm árin. Ástæðan er sú að þeir verða áfram í minnihluta og njóta ekki sama stuðnings heima fyrir og þeir gera í Evrópukosningunum, en rík- isstjórnir aðildarríkjanna tilnefna framkvæmdastjóra ESB og munu þá Róbert Hlynur Baldursson skrifar frá Brussel Kosningar til Evrópuþingsins hófust í gær, 22. maí, og lýkur á sunnudag 25. maí. Öfgaflokkar til hægri og vinstri gætu allt að tvöfaldað fylgi sitt, en þó verða gömlu valdaflokkarnir áfram í meirihluta með kristilega demókrata, stjórnmálafylkingu Angelu Merkel Þýska- landskanslara, og jafnaðarmenn, stjórnmálafylkingu François Hollande, í broddi fylkingar. Róbert Hlynur Baldursson skoðar hvaða fólk berst um völd í Brussel. VALKOSTIR EVRÓPUBÚA „Við þurfum nýja vaxtar áætlun, en hún verður að vera án skulda­ söfnunar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.