Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Page 11
Helgarblað 23.–26. maí 2014 Fréttir 11 Diplómanám og skýjaforritun Til að mæta mikilli eftirspurn eftir forriturum sem hafa kunnáttu í fram- og bakendaforritun fyrir skýjalausnir höfum við þróað nýja námsbraut sem byrjar í haust. Námið býr nemendur undir alþjóðleg próf. Hægt er að taka námsbrautina með vinnu þar sem um kvöld- og helgarnám er að ræða. Helstu námsgreinar Fyrri önn: Kynning á forritun - 36 stundir Viðmótshönnun - 12 stundir Gagnagrunnsfræði - 36 stundir Forritun með C# - 66 stundir Gluggaforritun / APP-forritun - 60 stundir Gagnagrunnsforritun - 36 stundir Lokaverkefni - 36 stundir Seinni önn: Bakendaforritun skýjalausna - 44 stundir Framendaforritun skýjalausna - 60 stundir Lokaverkefni - 20 stundir Lengd námskeiðs: 2 annir - 406 kennslustundir - kennt þrisvar í viku Verð: 599.000 kr. (allt innif.) - hægt er að dreifa greiðslum Næsta námskeið: Kvöldnámskeið hefst 1. sept. og lýkur 28. maí 2015 FORRITUNAR- BRAUT NTV Hörmuleg útreið Framsóknarflokksins mun veikja stöðu Sigmundar H alldór Ásgrímsson, fyrrver- andi forsætisráðherra, sagði af sér embætti eftir að Fram- sóknarflokkurinn beið af- hroð í sveitarstjórnarkosn- ingum þann 27. maí árið 2006. Þá breyttust valdahlutföll ríkisstjórnar- innar og Geir H. Haarde, þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, varð forsætisráðherra en Halldór hætti al- farið þátttöku í stjórnmálum. Í þess- um kosningum hafði flokkurinn boð- ið fram í 23 sveitarfélögum, fengið í heildina um 11,7 prósent atkvæða og 6.1 prósents fylgi í Reykjavík. Í komandi sveitarstjórnarkosn- ingum sem fram fara þann 31. maí er útlit fyrir að Framsóknarflokk- urinn fái enn verri útreið en hann fékk árið 2006, ekki síst í Reykjavík þar sem Framsókn og flugvallarvinir mælast með aðeins 3,1 prósents fylgi samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Ís- lands. Gangi slíkar hrakspár eftir í borginni verður heildarfylgið grát- lega lítið, enda býr stærstur hluti kjósenda í höfuðborginni. Sjálfstæðisflokkurinn einnig veikur Vilji Sigmundur fara að dæmi forvera síns getur hann gefið eftir forsætis- ráðuneytið til Bjarna Benediktssonar. Engar líkur eru þó á að hann dragi sig út úr stjórnmálum í bili. Nærtækara væri að hann tæki við embætti fjár- málaráðherra og fylgdi sem slíkur eftir skuldaniðurfellingunum út kjör- tímabilið. Hér verður þó að að hafa í huga að Sjálfstæðisflokkurinn mun lík- lega einnig bíða stórkostlegan ósigur í borginni, en samkvæmt fyrrnefndri könnun mælist fylgi flokksins þar 21,5 prósent. Til samanburðar má nefna að flokkurinn fékk 33,6 pró- senta fylgi árið 2010 og þótti það rass- skelling. Forsætisráðherra í bobba Líkt og DV hefur áður greint frá gæt- ir nokkurrar óþolinmæði og pirrings gagnvart Sigmundi Davíð á meðal sjálfstæðismanna. Athygli vakti þegar ríkisstjórnin sleppti því tvívegis að funda í mars vegna utanlandsferða Sigmundar sem ekki kærði sig um að Bjarni stýrði fundum sem forsætis- ráðherra í fjarveru sinni. Nokkru áður hafði framganga Sigmundar í viðtali við Gísla Martein Baldursson í sjónvarpsþættinum Sunnudags- morgunn vakið þjóðarathygli. Eftir síðustu þingkosningar taldi Bjarni Benediktsson sig eiga heimt- ingu á stjórnarmyndunarumboðinu frekar en Sigmundur, en Bjarni er enn sem komið er eini formaður Sjálfstæðisflokksins í sögunni sem ekki hefur gegnt embætti forsætis- ráðherra. Vel má vera að þetta breyt- ist síðar á kjörtímabilinu, ekki síst í ljósi vanefnda Sigmundar sem hef- ur ekki getað staðið við fyrirheit sín um að sækja 240 milljarða til er- lendra hrægamma og færa skuldug- um heimilum. Nokkrir þingmenn sem DV hefur rætt við telja nær óhjá- kvæmilegt að Bjarni verði forsætis- ráðherra síðar á kjörtímabilinu. n Jóhann Páll Jóhannsson johannp@dv.is Stjórnarherrarnir Óljóst er hvort Sigmundur Davíð mun gegna embætti forsætis- ráðherra út kjörtímabilið. Mynd PreSSPhotoS.biz „Vilji Sigmundur fara að dæmi for- vera síns getur hann gefið eftir forsætisráðuneytið til Bjarna Benediktssonar. hverfandi Sveinbjörg Birna Björnsdóttir er oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík sem mælist með sáralítið fylgi. Mynd Sigtryggur Ari „Við vísum því á bug“ Formaður samninganefndar flugfreyja hafnar ásökunum SA Þ etta eru fullkomlega löglegar aðgerðir,“ segir Sturla Óskar Bragason, formaður samn- inganefndar flugfreyja, í sam- tali við DV. Eins og DV hefur greint frá sendi lögfræðingur Samtaka atvinnu- lífsins (SA) Flugfreyjufélagi Íslands bréf í gær, fimmtudag, þar sem varað var við því að fyrirhuguð vinnustöðv- un flugfreyja Icelandair væri ólög- mæt og varðaði „skaðabótaskyldu auk sekta í ríkissjóð“. „Við vísum því á bug,“ segir Sturla aðspurður um ásakanir SA. Hann vill þó ekki tjá sig frekar um mál- ið. Flugfreyjur Icelandair hafa boð- að til vinnustöðvunar þriðjudaginn 27. maí á milli klukkan 6.00 og 24.00 náist samningar ekki fyrir þann tíma. Aðgerðirnar voru samþykktar af 96,2 prósentum félagsmanna. Í bréfi lög- fræðings SA var enn fremur skorað á félagið að „draga tafarlaust til baka hvatningu félagsmanna sinna um ólögmæta verkfallsframkvæmd“. Flugfreyjur sem DV hefur rætt við segja óánægjuna innan stéttarinnar almenna og að mikill þungi liggi að baki aðgerðunum. Flugfreyjur hafi tekið á sig skerðingar og aukið vinnu- álag á erfiðum tímum. Nú þegar vel árar hjá fyrirtækinu vilji starfsmenn fá sína launaleiðréttingu. Bendir starfsfólk meðal annars á að á með- an laun þeirra hafi dregist saman hafi laun forsvarsmanna ICE Group, móðurfélags Icelandair, hækkað um allt að 211 prósent. n jonbjarki@dv.is Útlit fyrir afhroð í höfuðborginni Vinnustöðvun boðuð Flugfreyjur ætla ekki að vinna þriðjudaginn 27. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.