Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Síða 22
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéttASkot 512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AðAlnÚmeR RitStjóRn áSkRiFtARSími AUglýSingAR Sandkorn 22 Umræða Helgarblað 23.–26. maí 2014 Svo liðu 18 ár Afturkall til fortíðar Soffía Sveinsdóttir fann ástina aftur. – DV S á vilji Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks­ ins, að selja 10 til 20 pró­ senta hlut í Landsvirkjun til íslenskra lífeyrissjóða hljómar eins og endurómur úr fortíðinni. Ekki úr fyrndinni reyndar heldur úr nær­ fortíðinni frá því fyrir hrunið 2008. Þá var sala á Landsvirkjun, að hluta eða öllu leyti, markmið og draum­ ur ýmissa manna í Sjálfstæðis­ flokknum. Eftir að búið verður að taka þá prinsippákvörðun – ég segi prinsipp af því hún snýst um að íslenska rík­ ið verði ekki áfram eini eigandi Landsvirkjunar – geta stjórnend­ ur lífeyrissjóðanna „vílað og dílað“ með eignarhlutina í Landsvirkjun eins og þeim sýnist eins og geng­ ur með fyrirtæki sem komin eru á markað. Orðrétt sagði Bjarni á árs­ fundi Landsvirkjunar í vikunni: „Í því sambandi mætti hugsa sér að Landsvirkjun gæti verið ákjósanleg eign fyrir lífeyrissjóði til lengri tíma í dreifðu eignasafni.“ Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor kom inn á þennan sama vilja margra í Sjálfstæðisflokknum til að „styrkja einkaeignarréttinn“ í grein sem hann skrifaði í bandaríska blað­ ið Wall Street Journal árið 2004. Þá sagði hann meðal annars: „Enn er margt eftir ógert. Heilbrigðis­ og menntakerfið er rekið af hinu opin­ bera, og einnig byggingar þess, nokkrir fjölmiðlar, og Landsvirkj­ un. Fólk sem stendur nærri Davíð Oddssyni telur að tvö af forgangs­ málunum séu að lækka tekjuskatt á einstaklinga og að styrkja einka­ eignarréttinn, bæði hvað varðar fjármagn og eins náttúruauðlindir.“ Að þessu markmiði var stefnt á Ís­ landi fyrir efnahagshrunið en svo komið hrunið og það breytti öllu. Afar líklegt er hins vegar að horft hefði verið til þess að selja Lands­ virkjun, að hluta eða öllu leyti, með tíð og tíma. Þegar búið var að einkavæða allt annað var horft til orkugeirans líka. Á landsfundi Sjálfstæðisflokks­ ins árið 2005 var til dæmis samþykkt ályktun þess efnis að einkavæða orkugeirann að hluta til eða öllu leyti. Geir H. Haarde, þáverandi for­ maður flokksins, hafði þá haldið þessu fram í ræðu á fundinum að hann sæi fram á að selja Landsvirkj­ un til langtímafjárfesta og lífeyris­ sjóða með tíð og tíma. Sama hljóð var í strokknum á landsfundi Sjálf­ stæðisflokksins í apríl árið 2007 þar sem Geir sagði að stefna bæri að einkavæðingu Landsvirkjunar og annarra orkufyrirtækja. Í lok apríl seldi íslenska ríkið svo 15 prósenta hlut sinn í HS Orku á Reykjanesi sem var upphafið að einkavæðingu þess fyrirtækis og voru nokkrir helstu fjárfestar landsins þar í fyrirsvari. Hvað gerðist eftir að íslenska ríkið tók þá prinsippákvörðun að „ styrkja einkaeignarréttinn“ með því að selja hlut sinn í HS Orku til Geysis Green Energy árið 2007 og eftir að sveitarfélög á Suðurnesjum gerðu slíkt hið sama? Kanadamað­ urinn Ross Beaty endaði á kaupa meirihluta í félaginu og hefur síðan selt hluta til íslenskra lífeyrissjóða. Eftir að ríkið er búið að selja hluti sína í orkufyrirtækjum eru fyrirtæk­ in komin á markað. Þau eru orðin háð markaðslögmálum og þeir sem stýra þeim geta tekið ákvarðanir sem byggja á eiginhagsmunum og sókn eftir því að ákveðnir einstak­ lingar hagnist á þessum eignum. Sala á hluta Landsvirkjunar væri bara byrjunin á enn frekari sölu rík­ isins á fyrirtækinu. Eitt skref í þessa einkavæðingarátt leiðir af sér það næsta og næsta og næsta … Og ef Landsvirkjun verður seld hvað er þá orðið eftir af ríkisfyrirtækjum sem þjóna mikilvægu hlutverki í samfé­ laginu? Útspil Bjarna að brydda upp á einkavæðingu Landsvirkjunar er líka þeim mun einkennilegra þegar litið er til þess að mikil meirihluti þjóðarinnar hefur engan áhuga á að einkavæða fyrirtækið. Í könnun­ um sem gerðar hafa verið um áhuga þjóðarinnar á einkavæðingu Lands­ virkjunar hafa á bilinu 15 til 20 pró­ sent lýst sig fylgjandi því. Einkavæð­ ing fyrirtækisins er enda risastórt mál. Þá hafa tveir samráðherrar Bjarna, þau Sigmundur Davíð Gunn­ laugsson og Eygló Harðardóttir, lýst því yfir að ekki standi til að selja fyrir­ tækið. Bjarni virðist því vera einn um það í ráðherraliðinu, að minnsta kosti miðað við fyrirliggjandi upp­ lýsingar, að stefna að einkavæðingu Landsvirkjunar. Vilji fjármálaráð­ herrans til þess er hins vegar aug­ ljóslega fyrir hendi, líkt og hjá fyrir­ rennara hans á formannsstóli. Hrunið kældi hugmyndir um einkavæðingu Landsvirkjunar tímabundið, líkt og ýmislegt ann­ að í samfélaginu, en nú eru þær aft­ ur farnar að gera vart við sig. Hvað verður um þessar hugmyndir nú? n Rislágur Sigmundur Framsóknarmenn hafa logandi áhyggjur vegna stöðu flokksins í Reykjavík þar sem kraftaverk eitt gæti komið að einum fulltrúa, ef miðað er við kannanir. Þá er ástandið erfitt í fleiri sveitarfélög­ um. Þeir svartsýnustu gera ráð fyrir fylgishruni á landsvísu og að flokkurinn fengi jafnvel innan við 10 prósenta fylgi í stað 24 prósenta í þingkosningunum. Í því sam­ hengi er rifjað upp að Halldór Ás- grímsson hætti sem formaður eftir afhroðið í sveitarstjórnarkosning­ um 2006. Verði niðurstaðan nú það stórtap sem spáð er verður ris­ ið á Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni lágt og pólitísk vigt hans lítil. Eygló foringjaefni Ráðherrar Framsóknarflokksins eru með ýmsum brag og þykja sumir ekki líklegir til langra póli­ tískra lífdaga. Eygló Harðardóttir velferðarráðherra stendur upp úr sökum yfirveg­ unar og stefnu­ festu. Hún þykir líklegasti arftaki Sigmundar Dav- íðs Gunnlaugs- sonar forsætisráðherra þegar sól hans hnígur til viðar. Eygló er ófeimin við að segja skoðan­ ir sínar þótt þær komi við kaunin á samstarfsmönnum. Síðasta út­ spil hennar var þegar hún þvertók fyrir að Bjarni Benediktsson fjár­ málaráðherra fengi að einkavæða Landsvirkjun. Lára slær í gegn Lára Ómarsdóttir, þáttagerðar­ maður á Ríkisútvarpinu, hefur átt marga góða spretti undanfarin ár. Aldrei hefur þó sól hennar risið eins hátt og í ferða­ þáttunum sem hún gerði ásamt föður sínum, Ómari Ragnars- syni. Feðginin hafa farið á kostum um allt land og gefið þjóðinni innsýn í perlur á sviði mannlífs og náttúru. Það var sérlega vel til fundið hjá Láru að koma við á Uppsölum í Arnarfirði, með Ómari, og rifja upp gerð eins frægasta sjónvarpsþáttar sögunnar þar sem Gísli á Uppsölum birtist þjóðinni. Stuð á Jóni Mikið stuð er á Jóni Ásgeiri Jóhann- essyni athafnamanni og eiginkonu hans, Ingibjörgu Pálmadóttur, stjórnarformanni 365. Í vikubyrjun gleypti 365 sjón­ varpsstöðvar Sig- mars Vilhjálms- sonar í einum munnbita. Daginn eftir var tilkynnt að fyrirtækið væri að hefja útgáfu glanstímarits. Var viðtal við Ingi­ björgu af þessu tilefni í Frétta­ blaðinu. Með glanstímaritinu eru hjónin augljóslega að fara í samkeppni við Birtíng Hreins Loftssonar sem gefur út Nýtt Líf. Það skondna er að Birtíngur er að nokkru leyti í eigu 365. Sama umræðan Sama umræðan um einkavæðingu Landsvirkjunar er nú komin upp og í aðdraganda hrunsins 2008. Bjarni Benediktsson lýsti vilja sínum til slíkrar einkavæðingar í vikunni, rétt eins og Geir Haarde gerði fyrir hrun. MynD SIGtRyGGuR ARI Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Leiðari „Þegar búið var að einkavæða allt annað var horft til orku- geirans líka. É g hef fyrir því djúpa sannfær­ ingu að almennt vilji fólk að orkulindir og orkufyrirtækin séu í eigu almennings. Enda hníga öll rök til þess. Það gera ör­ yggissjónarmið og efnahags­ og umhverfisrök að sama skapi. Blekkja almenning Þau sem vilja einkavæða horfa einnig á efnahags­ og fjár­ málahagsmuni. Nema hvað hags­ munirnir eru ekki samfélagsins heldur peningabudda fámenns forréttindahóps. Áhuga­ og þrýsti­ hópurinn fyrir einkavæðingu veit sem er að þarna er gróða að sækja. En ef almenningur er mótfall­ inn einkavæðingu, hvernig stend­ ur þá á því að stjórnmálamenn sem ganga þvert gegn þessum al­ mannavilja fá brautargengi í kosn­ ingum? Ég hygg að það sem fyrst og fremst skorti sé upplýst um­ ræða; bæði í aðdraganda kosninga þar sem stjórnmálamenn geri um­ búðalaust grein fyrir stefnumark­ miðum sínum og síðan að þeir séu reiðubúnir að starfa fyrir opnum tjöldum. Á undangengnu kjörtímabili var tekist á um eignarhlut almennings í HS Orku sem er í vörslu Orku­ veitunnar. Sala á bréfum var sveip­ uð leyndarhjúpi. Undirritaður hafði sig í frammi um að opna al­ menningi sýn inn í þessa gerninga en fáir fjölmiðlar sýndu því áhuga. DV var þó sem oftar undantekn­ ingin sem sannaði regluna. Landsvirkjun nú, HS Orku-klúðrið þá Nú hefur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra opnað á þann möguleika að selja hluta Lands­ virkjunar. Ýmsir hafa tekið undir með honum, aðrir mótmælt. Sem betur fer eru margir sem aldrei láta þrönga eiginhagsmuni – hvorki peningalega né pólitíska – setja sig út af laginu. Á vinstri væng stjórnmálanna vorum við allmörg sem mótmælt­ um harðlega hvernig síðasta ríkis­ stjórn klúðraði málefnum Hita­ veitu Suðurnesja. HS Orka varð viðvarandi umræðuefni á pólitísk­ um fundum aðstandenda síðustu ríkisstjórnar. Þar kom í ljós hver voru reiðu­ búin að standa fast á grunngildum félagshyggjustjórnmála og mynda varnarmúr gegn innrás gróðaafla sem seildust eftir eignarhaldi á innviðum samfélagsins. Hvers vegna Dögun? Ástæða þess að ég gekk til liðs við Dögun og varð við áskorun um að gerast oddviti framboðs Dögunar í Reykjavík var sú að ég þóttist finna þar samherja sem var svipað inn­ anbrjósts og mér, fólk sem stend­ ur gegn einkavæðingu og sölu al­ mannaeigna; fólk sem vill ekkert leynimakk, fólk sem vill beint lýð­ ræði, fólk sem vill í alvöru styrkja velferðarkerfið og rétta hlut lág­ tekjufólks; fólk sem berst fyrir raunhæfum lausnum í húsnæðis­ málum, fólk sem vill mannréttindi fyrir alla. Í stuttu máli, í Dögun er fólk sem vill efla veg félagslegs rétt­ lætis og er tilbúið að standa og falla með skoðunum sínum. Samkvæmt skoðanakönnunum bendir margt til þess að við gætum fallið í komandi kosningum. Þar er þó ekkert gefið og margt getur gerst á tíu dögum til kosninga. Það er einfaldlega komið undir kjós­ endum, hverjum og einum hvað hann eða hún vill og hvað hann eða hún gerir í kjörklefanum. En ef kjósendur telja mikilvægt að hafa málsvara þeirra sjónar­ miða og baráttumarkmiða sem ég nefndi þá vita þeir hvar þeir hafa okkur. Loforð og sanngirni Mann langar til að vera sanngjarn gagnvart pólitískum andstæðing­ um sínum. Það er þó ekki þar með sagt að maður láti ósagt þegar þeir fara rangt með eða bjaga sannleik­ ann. Núverandi stjórnmálaflokkar eiga vitaskuld ekki að komast upp með lofa upp í ermi sér sömu lof­ orðum og þeir efndu ekki eftir síð­ ustu kosningar. Þar nefni ég hús­ næðismál og beint lýðræði auk opinnar stjórnsýslu sem ég áður vék að. Ekki var staðið við fyrirheit um byggingu félagslegs húsnæðis. Nú er neyðin hins vegar orðin svo al­ ger að ekki verður undan því vikist að gera stórátak í byggingu íbúðar­ húsnæðis á vegum Félagsíbúða og á meðan verið er að hrinda slík­ um áformum í framkvæmd höfum við í Dögun sett fram tillögur um neyðarúrræði. Lýðræðið og flugvöllurinn Að lokum vil ég nefna lýðræðið. Varla getur það gengið að dásama beint lýðræði en ætla síðan að hundsa vilja yfirgnæfandi meirihluta borgarbúa eins og sýnt er að verði gert varðandi flugvöll­ inn í Vatnsmýrinni ef stjórnar­ meirihlutinn heldur. Í þessu efni vill Dögun virða lýðræðið. Dögun vill að saman fari orð og efndir. Dögun vill standa vaktina fyrir al­ menning. n Að standa vaktina fyrir almenning Ég varð veikur Þorsteinn Jakobsson hneig niður í fjallgöngu. – DV Fyrir feita flotta og frábæra Páll Guðmundsson hjá Ferðafélaginu lýsir Biggest Winner-átakinu. – DV Annað kom á daginn Juan Carlos var sagt upp. – DV Þorleifur Gunnlaugsson oddviti Dögunar í Reykjavík Kjallari „Dögun vill að saman fari orð og efndir. Dögun vill standa vaktina fyrir almenning.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.