Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Síða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Síða 56
Helgarblað 23.–26. maí 201448 Lífsstíll Eyjafjallajökull á toppi vinsældalistans E yjafjallajökull er líklega fræg­ asta eldfjall Íslands á síðari tímum. Hann skaust upp á stjörnuhimin með hinu eftir­ minnilega gosi 2010 sem stöðvaði flugferð um alla Evrópu og fékk fréttaþuli heimsins til að remb­ ast við íslenskan framburð öllum til skemmtunar. Öskjubarmur Eyjafjallajökuls er í 1.580–1.660 metra hæð og á honum eru nokkur kennileiti eða kollar. Þeir heita Goðasteinn, Guðnasteinn og Hámundur sem er hæstur. Nokkur ágreiningur hefur lengi verið um það hver tindanna beri hvaða nafn og ekki óalgengt að sjá bæði nöfnin á kortum. Almennt virðist því þó vera trúað að vestasti kollurinn sé Goða­ steinn, þá komi nafnlaus kollur, þá Guðnasteinn og svo sé Hámundur fyrir austan hann. Vinsælustu leiðirnar Tvær leiðir á Eyjafjallajökul hafa lengið notið vinsælda meðal göngu­ manna. Annars vegar er það leið sem liggur frá bænum Seljavöllum undir Eyjafjöllum, upp Lambafellsheiði og stystu leið upp á öskjubarminn öðru hvorum megin við kollinn sem al­ mennt er kallaður Guðnasteinn og er þá stutt á Hámund. Hins vegar er svokölluð Skerjaleið. Þá hefst gangan við Þórsmerkurleið rétt við Grýtutind og haldið upp Ak­ staðaheiði og Litluheiði meðfram svokölluðum Skerjum sem eru röð tinda og hryggja sem liggja upp í jökulinn langleiðina upp. Þegar þessi leið er farin er komið upp á brún öskj­ unnar við Goðastein. Þaðan blasir askjan við sé bjart yfir. Þá sést vel að hún er skeifulaga og snýr opið í norð­ ur og er varðað tveimur tindum eða kollum sem heita Fremri­Skoltur og Innri­Skoltur. Niður rásina milli þeirra skríður Gígjökull sem oft var í fréttum meðan gosið stóð yfir 2010 en þar kom hlaupvatn fram og breytti mjög ásýnd jökulsins og umhverfi hans. Skömmu austar skríður Steins­ holtsjökull fram og eru þeir mestir skriðjökla úr Eyjafjallajökli. Loks má nefna að af Hamragarða­ heiði í vestri er mjög greið leið á jökul­ inn þótt hún sé nokkuð lengri en þær sem hafa verið nefndar. Þaðan fara menn gjarnan akandi upp að Goða­ steini og stundum kjósa skíðamenn að ganga þá leið þótt fjallaskíða­ garpar leiti á Eyjafjallajökul í vaxandi mæli og virðast þá fara sömu leiðir og göngumenn. Tískubylgjur í fjallgöngum Málum er þannig háttað í þeim menningarafkima sem myndast hef­ ur í kringum fjallgöngur og útivist að þar rísa tískubylgjur og hníga milli ára. Þeir sem tileinkað hafa sér þenn­ an lífsstíl eiga sér alltaf eitthvert tak­ mark eða stuttan lista af takmörkum. Á þeim lista eru fjöll sem enn er eftir að ganga á, leiðir sem enn eru ófarnar eða þarf að fara aftur og önnur óleyst mál. Leitin að nýjum tindum og nýjum leiðum stendur alltaf yfir og undan­ farin ár hafa ýmsir tindar í Öræfasveit sem áður voru frekar fáfarnir kom­ ist í tísku. Heitustu tindarnir þar um þessar mundir eru líklega Sveinstind­ ur í Öræfajökli og Birnudalstindur við Kálfafellsdal. Allir fjallgöngu­ menn og gönguhópar sem vilja láta taka sig alvarlega sækjast eftir þess­ um áfangastöðum. Ekki er alltaf sjálf­ gefið að takist að leysa verkefnið því það getur þurft að bíða af þolinmæði eftir góðu veðri og hættulausum að­ stæðum og áður en maður veit af er vorið liðið og best að bíða næsta árs. Að þvera jökul er góð skemmtun Fyrir fáum árum fór að fréttast af hóp­ um sem voru að fara þvert yfir jökul­ inn. Gengið var upp eftir Skerjaleið að Goðasteini og síðan eftir barmi öskjunnar og alla leið á Hámund sem hæstur er á suðausturbarminum. Þaðan var svo haldið niður að Selja­ völlum. Þetta er 19 kílómetra ganga sem krefst nokkurrar aðgátar, sér­ staklega á ferðinni eftir öskjubarmin­ um þar sem stórar jaðarsprungur eru nærri leið göngumanna. En þetta er stórkostlega falleg leið og mikil upp­ lifun, því útsýni er einkar fjölbreytt og stórbrotið til suðurs og norðurs. Um síðustu helgi má segja að þessi nýja leið hafi svo skotist á topp­ inn á vinsældalista fjallamanna þegar óvenju margir voru á ferðinni. Þar var stór hópur frá Ferðafélagi Íslands undir stjórn Hjalta Björnssonar, þar var vaskur hópur frá TKS (Trimm­ klúbbi Seltjarnarness) undir leiðsögn Leifs Arnar Svavarssonar Everest­fara og þar var svonefndur Everest­hópur á vegum Útivistar. Samtals í þessum þremur hópum voru nærri 60 manns á ferð. Margir smærri hópar voru svo á ferð á jöklinum ýmist á skíðum eða gangandi. Það segir sína sögu að um kvöldmatarleytið á sunnudag biðu fjórar rútur eftir hópum á stæðinu við Seljavelli. Tveimur vikum fyrr fór vænn hópur frá Fjallafélaginu undir stjórn Haraldar Arnar Ólafssonar þessa leið svo ljóst er að allir sem vettlingi geta valdið eru að fara þessa skemmtilegu leið á þessu vori og því óhætt að full­ yrða að Eyjafjallajökull sé á toppi vin­ sældalistans vorið 2014. n Í tísku að þvera jökulinn Fagnað Kátir göngugarpar á Hámundi fagna áfangasigri. Stórfenglegt umhverfi Hópur á leiðinni upp á Guðnastein en í baksýn sést Hámundur, hæsti tindur jökulsins, þéttskipaður göngumönnum. Fyrstur á Eyjafjallajökul Samkvæmt skráðum heimildum var Sveinn Pálsson læknir fyrstur til þess að ganga á Eyjafjallajökul þann 16. ágúst árið 1793. Sveinn dvaldi á Hlíðarenda í Fljótshlíð og beið lengi eftir góðu veðri til uppgöngunnar. Loksins þegar veður virtist gott fór Sveinn ríð­ andi yfir Markarfljót og síðan fótgangandi upp að þeim steini sem blasir við úr Fljótshlíð og kallaður er Goðasteinn. Sveinn og fylgdarmaður hans gengu upp í þoku en treystu á að geta rakið för sín til baka ef þyrfti. Þegar þeir komu upp stóð efsti hluti jökulsins upp úr þokunni og var heiðskírt efra en þokan lá sem haf í öllum dölum upp í miðjar hlíðar. Sveinn segist í ferðabók sinni hafa höggvið: P 1793 í steininn vestast og má því ætla að þar sé enn fangamark þessa mikla frumkvöðuls og fjallagarps. Hrútur drepur þrælana Rútur bjó á Hrútafelli undir Eyjafjöllum. Við hann er kennd­ ur Rútshellir sem er mikill hellir í drangi við bæinn en þar hafð­ ist Rútur oft við til öryggis en hann átti í sífelldum ófriði við héraðsbúa. Þræla hafði hann og var þeim illur húsbóndi svo þeir bundust fastmælum um að drepa hann og hugðust leggja hann spjóti gegnum gat í hellin­ um inn í svefnklefann. Rútur kom að þrælum þar sem þeir hjuggu gatið og reiddist mjög. Hann elti þá alla uppi og drap og felldi Bjarna við Bjarnastein, Högna við Högna­ klett, Sebba við Sebbastein, Ingimund við Ingimund og Guðna við Guðnastein. Gengið á góða spá Erfitt að skipuleggja með löngum fyrirvara F erðafélag Íslands fitjaði upp á nýju verkefni um síðustu ára­ mót. Það nefnist: Gengið á góða spá og er undir stjórn hjónanna Páls Ásgeirs Ásgeirssonar og Rósu Sigrúnar Jónsdóttur sem eru meðal reynslumestu fararstjóra félagsins. Eins og nafnið gefur til kynna er ekki auðvelt að skipuleggja ferðir af þessu tagi með löngum fyrirvara. Þær eru ákveðnar 3–4 dögum áður en haldið skal af stað og auglýstar á heimasíðu Ferðafélags Íslands, fi.is. Einnig eru þær kynntar á Facebook­ síðu Ferðafélagsins og hópum sem þar hafa bækistöðvar. Þeir sem eru á póstlista Ferðafé­ lagsins fá svo sendingu einu sinni í viku þar sem sagt er frá því sem efst er á baugi og þar á meðal gönguferðum. Þegar þetta er ritað hafa verið farnar fimm gönguferðir undir yfir­ skriftinni: Gengið á góða spá. Rósa Sigrún Jónsdóttir, annar umsjónar­ manna verkefnisins, sagði að fjöldinn í ferðunum hefði verið á bilinu frá 25–60 manns. Oftast hafa orðið fyrir valinu léttar gönguleiðir við allra hæfi og mikil áhersla lögð á rólega yfirferð, fræðslu, sögustundir, ljóðalestur og áhersluna á að njóta en ekki þjóta. „Þetta sést ágætlega á því að þegar ferðinni lýkur sýnir GPS­tækið oft­ ast að hópurinn hefur verið kyrr í jafn langan tíma og hann var á hreyfingu,“ segir Rósa Sigrún. „Þá finnst okkur vera gott jafnvægi í ferðalaginu.“ Rósa Sigrún sagði enn fremur að þau hjón hygðust boða til ferða und­ ir þessum merkjum þar sem farið væri í rútu að áhugaverðu fjalli í hæfi­ legri fjarlægð frá Reykjavík til þess að ganga á fjallið. Þá gæfist tækifæri til að endurvekja hinn gamla ferðafé­ lagsanda með rútubílasöng og sögu­ stundum. Rósa Sigrún sagði í samtali við DV að nú, þegar vor er í lofti, hefðu þau áhuga á að fjölga kvöldgöngum und­ ir merkjum góðrar veð­ urspár. Áhugasamir eru hvattir til þess að fylgjast með heimasíðu Ferðafé­ lags Íslands. n Mikilfengleg náttúra Gengið á góða spá við Austur engjahver í Krýsuvík. Glaðir þátttakendur Stilla sér upp á Bæjarfjalli í Krýsuvík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.