Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Page 48

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Page 48
Helgarblað 23.–26. maí 201440 Neytendur Seldu auglýsingu á einkabílinn þinn n Fátækir námsmenn gætu drýgt tekjur sínar n Bíl breytt í auglýsingaskilti Þ etta á bara að vera einföld og skemmtileg vinna í skipt- um fyrir það sem þú ert að fá hverju sinni,“ segir Ás- geir Orri Ásgeirsson, einn af forsvarsmönnum verkefnisins Seldu þig. Það gengur út að einstak- lingur getur selt fyrirtækjum aug- lýsingapláss á bíl sínum og fær í staðinn varning, fríðindi eða styrki. Seldu þig byrjaði sem verkefni í áfanga við Háskólann í Reykjavík fyrir nokkrum vikum en móttökurn- ar voru slíkar að nú stefna aðstand- endur þess á fara út í rekstur. Reynt verður að höfða til fátækra náms- manna sem gætu drýgt takmarkað- ar tekjur sínar með því að gerast ak- andi auglýsingar í nánustu framtíð. Fríðindi og varningur í stað peninga Hugmyndin varð til í áfanganum Nýsköpun og stofnun fyrirtækja í HR þar sem hópar nemenda fá þrjár vikur til að komast eins langt og þeir geta með nýsköpunarhugmynd sína. Hugmyndina fékk Ásgeir út frá vinnu sem hann var í hjá Cintamani þar sem hann keyrði á fyrirtækja- bíl milli fjölsóttra viðburða og gaf varning merktan fyrir tækinu. „Þá kviknaði þessi hugmynd, að gera eitthvað svipað nema á stærri skala. Að bjóða fyrirtækjum að merkja bíla hjá fólki gegn því að greiða því út í varningi, fríðindum eða styrkjum. Við sáum þetta fyrir okkur sem fýsilegan kost fyrir stór fyrirtæki að geta í raun greitt fyrir auglýsingaherferð með vörum fyrir- tækisins í stað þess að eyða reiðufé í auglýsingu sem skilar sér kannski ekki eins vel í sýnileika.“ Hópurinn hefur undanfarið fundað með fyrirtækjum og segir Ásgeir að mikill áhugi sé til staðar. Á næstunni leggi þau tilboð á borðið hjá þremur stórum fyrirtækjum. „Vonandi gengur það eftir og þá get- um við farið að herja á auglýsinga- markaðinn með þessum hætti. Það er löngu tímabært, það er ekkert því til fyrirstöðu að prófa þetta.“ Þurfa að uppfylla skilyrði En það er ekki nóg að láta merkja bílinn sinn einhverju fyrirtæki og hafa hann síðan bara inni í bílskúr. „Það eru skilmálar sem bæði við og fyrirtækin setjum. Það þarf að keyra bílana ákveðið mikið og á ákveðnum stöðum og kannski upp- fylla fleiri skilmála fyrir fyrirtækin eins og að afhenda vörur hér og þar eða mæta á einhverja viðburði og gefa varning frá fyrirtækinu.“ Og þó að verið sé að einhverju leyti að breyta hinum almenna borgara í auglýsingaskilti á ferð þá mun þetta líklega ekki standa hverj- um sem er til boða. Fólk getur sótt um að taka þátt en Ásgeir segir að það sé ekki sjálfsagt að fyrirtækin af- hendi vörumerki sín hverjum sem er án þess að þeir þurfi að passa upp á þau. „Það er mjög mikilvægt að fyrir- tæki treysti bæði okkur og einstak- lingnum til þess að koma fram fyr- ir þeirra hönd. Við komum til með að þurfa að sigta út hæfa einstak- linga og vera með stranga skilmála sem hver og einn þarf að uppfylla. Við munum fylgjast með ferðum viðkomandi og fá hann til að upp- lýsa hversu mikið hann er búinn að keyra í hverjum mánuði. Hann þarf að sjá til þess að auglýsing sé sýnileg.“ Fyrir þá blygðunarlausu Einhverjum gæti þótt þetta óþægi- leg hugmynd sem vakið gæti sið- ferðislegar spurningar um hvern- ig maður verðleggur sitt daglega líf. Ásgeir segir að sú spurning hafi vissulega komið upp við hug- myndavinnuna en segir að ekki þurfi að horfa á þetta á neikvæð- an hátt. „Við stílum inn á fólk sem skammast sín ekkert fyrir að hafa gaman af þessu og reynum að hafa létt yfir þessu. Við viljum að fólki finnist svalt að taka þátt í þessu, ekki að það þurfi að skammast sín. Sjáðu bara nafnið, Seldu þig. Við völdum viljandi ögrandi nafn til að vekja umtal og hafa þetta skemmti- legt. Hvort þetta fari fyrir brjóstið á einhverjum að setja eitthvert verð á sjálfan sig með svona auglýs- ingum, það þarf ekki að horfa á það þannig. Fyrst og fremst mun þetta koma til með að höfða til fá- tækra námsmanna sem athuganir okkar sýna að hafa mikinn áhuga á þessu.“ Ásgeir segir að þetta eigi að vera skemmtilegt í takt við hugmyndina og vinnuna. „Það á ekkert að vera leiðinlegt að vera að fá pening, styrki eða fríðindi í staðinn fyrir svona litla vinnu. Þú ert í rauninni bara að vinna í hvert sinn sem þú sest undir stýri.“ Fram undan er vinna við að klára að hrinda verkefninu í fram- kvæmd og svo opna fyrir umsókn- ir. „Við erum bara milliliður sem tengir fyrirtækin við einstaklinga og áhuginn er til staðar hjá öllum aðilum. Nú er bara að tengja.“ n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is „Við stílum inn á fólk sem skamm- ast sín ekkert fyrir að hafa gaman af þessu. Notaðir hjólkoppar á 2.500 krónur n Valdi koppasali hefur áratugalanga reynslu af sölu hjólkoppa n Á þúsundir hjólkoppa M argir ökumenn þekkja ef til vill hversu svekkjandi það getur verið að missa hjól- kopp undan bílnum sínum. Erfitt getur reynst að fá eins kopp undir bílinn. Lausleg athugun blaða- manns, sem glataði hjólkoppi í vetur, leiddi í ljós að algengt verð fyrir stak- an kopp er fimm til sjö þúsund krón- ur. Sett kosta oft á bilinu 10 til 20 þús- und krónur. Þorvaldur Norðdahl, eða Valdi koppasali, hefur í fjörutíu ár selt not- aða hjólkoppa. Hann býr í Hólmi, rétt utan Reykjavíkur og hefur í fór- um sínum þúsundir – jafnvel tug- þúsundir notaðra hjólkoppa. Þegar blaðamaður í koppaleit kíkti við hjá Valda í liðinni viku var hann hinn hressasti en viðurkenndi að viðskipt- in mættu vera meiri. Hann ætti orðið ógrynni af koppum, sem hann hefur fundið í vegköntum eða verið gefið. Valdi selur notaðan hjólkopp á 2.500 krónur og því má ljóst vera að sparnaðurinn, fyrir þann sem vantar hjólkopp, getur verið umtalsverður. Valdi, sem er lítið gefinn fyrir korta- viðskipti, átti úrval notaðra hjól- koppa af þeirri tegund sem blaða- mann vantaði – kopp undir nokkurra ára gamlan Subaru Impreza. Blaða- maður gat valið úr allnokkrum kopp- um sömu tegundar – koppa sem voru raunar í mun betra ástandi en þeir þrír sem enn voru til staðar á bílnum. Valdi segist mælast til þess að fólk hringi á undan sér, svo hann geti haft vöruna tilbúna þegar viðskiptavinir koma. Frí ásetning er innifalin í við- skiptunum. n baldur@dv.is Valdi koppasali Þeir sem vilja finna Hólm – þar sem Valdi býr – þurfa að taka fyrstu beygju til hægri eftir að ekið er yfir Hólmsá, rétt austan afleggjarans til Heiðmerkur. Þar rekur mað- ur fljótlega augun í skilti. Vel merktur Valdi mælir með því að fólk hringi á undan komu sinni. Fyrsta auglýsingin Hér má sjá Seldu þig hópinn með fyrsta bílnum sem merktur var veitingastaðnum Chuck Norris Grill. Þessi auglýsing varð til í verkefnavinnunni í HR. Sá sem á bílinn er tengdur aðstandendum Seldu þig en mun fá frítt að borða út á auglýsinguna. Gerðu það sjálfur Sparaðu tugþúsundir á ári Við erum alltaf að leita nýrra leiða til að spara fé og draga úr útgjöldum heimilisins. Eitt slíkt ráð er að sleppa heimsóknum á hárgreiðslustofur og klippa hár sitt sjálfur en það gæti spar- að þér tugi þúsunda á ári. Þetta hentar þó vissulega ekki öllum en ef þú gerir það sjálfur, eða færð einhvern vin eða fjöl- skyldumeðlim sem þú treystir í verkið, þá gæti árangurinn komið þér á óvart. Þetta gæti vissulega reynst strembið fyrir konur sem oft eru með meira hár sem vanda- samt getur reynst að klippa, en þó ekki ómögulegt. En ef sambýlisfólk getur komið sér saman um að klippa herrann heima fyrir þá getur konan áfram sótt hárgreiðslustofu sína hjá fagmönnum án þess að fá samviskubit yfir útgjöldun- um. Það er ákveðinn upphafskostnað- ur sem þessu fylgir en menn þurfa þá að fjárfesta í sæmi- legri rak- vél. Hægt er að fá fín- ar vélar á um tíu þús- und krón- ur en þær eru fljótar að borga sig upp séu þær notað- ar reglulega. Svo heppilega vill til að um þessar mundir eru snyrtilega rakaðar hliðar vin- sælar. Einfalt ætti því að reynast flestum að raka upp vangana og að aftan. Ef þú gerir þetta sjálf- ur skaltu gæta þess að halda línunni á hliðunum og út frá því merkja hversu hátt þú mátt fara að aftan með því að leggja lausu höndina á hvirfilinn og raka upp að henni. Síðan má snyrta það sem eftir situr að ofan með heimilisskærunum eða þeim skærum sem oft fylgja rakvélun- um. Ef þú hefur fylgst með fag- mönnum klippa þig í gegnum tíðina ættir þú spjara þig með skærin. Passaðu bara fingurna! Ef þú, eða einhver þér ná- kominn treystir sér í að breyta baðherberginu tímabundið í rakarastofu með reglulegu millibili getur þú sparað þér allt að sextíu þúsund krónum á ári, farir þú mánaðarlega í klippingu á hárgreiðslustofu og greiðir fimm þúsund krónur fyr- ir skiptið. Það munar um það. Þar að auki getur þú farið eins oft í klippingu og þér sýnist og talið eitt þúsund króna seðl- ana sem sparast í hvert skipti. Fyrir karlmennina í þessu til- felli skal þó gæta þess að betri helmingurinn á heimilinu leyfi sér ekki dýrari meðhöndl- un á stofu á móti því þá gæti sparnaðurinn verið fljótur verða að engu. Engin ábyrgð er þó tekin á útkomunni fyrst um sinn meðan menn eru að finna rétta „touch“-ið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.