Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Qupperneq 34
2 Sumarsport Helgarblað 23.–26. maí 2014 Byrjaði sjö ára að kasta flugu n Arnar Tómas er forfallinn veiðimaður n Búinn að veiða hátt í 200 fiska í vor É g er nánast búinn að fara hvern dag síðan í byrjun apríl,“ segir Arnar Tómas Birgisson veiðimaður. Arnar, sem er 19 ára, byrjaði sex ára að veiða og hefur, merkilegt nokk, kastað flugu frá sjö ára aldri. Þúsundir Íslendinga veiða sér í soðið á sumrin. Um er að ræða vinsælt fjölskyldusport, sem hæfir jafnt börnum sem fullorðnum, eins og Arnar er sjálfur dæmi um. Hann segir að öll fjölskyldan sé á kafi í veiði og að þannig hafi áhuginn kviknað snemma. Hann hafi reynd- ar veitt maríulaxinn á maðk en frá sjö ára aldri hafi hann byrjað að kasta flugu, sem getur jafnvel vafist fyrir fullorðnum. „Maður var kannski ekkert flinkur til að byrja með en þetta kom smám saman. Ég tel mig vera mjög flinkan kastara í dag,“ segir þessi ungi veiðimaður. 80 fiskar úr Elliðavatni í vor Arnar er með mikla veiðidellu, ef marka má ástundunina. Hann hefur nánast ekki misst úr dag það sem af er sumri auk þess sem hann hefur nýlega hafið störf í Veiði- portinu. Það má því segja að hann lifi og hrærist í veiði, í það minnsta á þessum árstíma. Og veiði í vor hefur gengið óvenju vel, að sögn Arnars. „Þetta er eitt af betri vorunum. Ég er kom- inn með 80 fiska úr Elliðavatninu,“ segir hann og bætir við að hann hafi fengið um 100 annars staðar. Flesta hefur hann veitt á Zpey-stöngina sína, sem er fyrir línu númer sex. Um er að ræða ellefu feta stöng sem hann heldur mikið upp á. Arnar segist sleppa öllum stór- um fiski en hirða töluvert af bleikju. Hann viðurkennir að frystirinn sé að verða fullur af fiski. Hann ör- væntir þó ekki þar sem öll fjöl- skylda hans sé óð í fisk, eins og hann orðar það. Eftirminnilegt í Fnjóská Spurður um eftirminnilegustu veiðiferðina segir Arnar frá fiski sem hann veiddi í Fnjóská, sum- arið 2011. Veðrið hafi verið með eindæmum gott og aðstæður allar hinar bestu. Þar setti hann í stór- an lax, á meðan pabbi hans sat uppi í bíl og hlustaði á klassíska tónlist. „Ég réð ekkert við hann,“ segir Arnar um rimmuna. Honum tókst þó að landa fiskinum, mæla hann, og taka af honum mynd, til sönnunar. Fiskurinn reyndist 16,5 pund. „Þetta var æðislegt. Um- hverfið var frábært og veðrið svo fallegt. Þetta var næststærsti fisk- ur sem ég hef veitt.“ Þann stærsta á ferlinum fékk hann þegar hann var við veiðar í Staðarhólsá og Hvolsá. Þar landaði hann 20,7 punda laxi – sannkölluðum dreka. Arnar hefur alla tíð hnýtt sjálf- ur sínar flugur. Hann segist leika sér mikið með ýmiss konar afbrigði og segist óhræddur við að prófa nýja hluti. Hann veiddi einmitt sinn fyrsta flugufisk, sjö ára, á flugu sem hann hnýtti sjálfur. „Það er lík- lega ljótasta fluga sem ég hef séð,“ segir hann og hlær. Fiskurinn, sjó- birtingur, var veiddur í Ytri-Rangá á veiðistað sem heitir Geldinga- foss. Það er ef til vill ekki algengt að ungt fólk, innan við tvítugt, stundi fluguveiðar af jafn miklu kappi og Arnar. Hann viðurkennir aðspurð- ur að hann eigi ekki marga veiðifé- laga á sínu reki, þó þeir séu nokkr- ir. „Það er oftast þannig að fæstir á mínum aldri hafa áhuga á veiði.“ En hvað fær hann út úr því að veiða? „Ég fer í veiði til þess að slaka á. Ég vil ekki læti við bakkann og mikinn umgang. Það er ofboðs- lega gott að veiða ef maður er pirr- aður eða reiður. Við bakkann tekst mér að slaka á.“ n Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Svona á að veiða í Elliðavatni Arnar gefur handhöfum Veiðikortsins góð ráð Á vefsíðu Veiðikortsins má finna grein um Arnar þar sem hann miðlar af þekkingu sinni um Elliðavatn. Eins og kemur fram hér í DV hefur hann veitt um 80 fiska í vatninu í vor – meðal annars þennan á myndinni. Hér má sjá brot úr greininni en þar má einnig finna nákvæmar veiði- staðalýsingar um nokkra gjöfula staði í vatninu. „Í Elliðavatni er fiskurinn mjög taum- styggur og best hefur reynst að vera með 4 til 6 punda taum, helst grannan og best að hafa hann langan. Ég persónulega nota 11 feta langan taum og jafnvel lengri auk þess sem ég nota yfirleitt „dropper“ með (kúluhaus í neðri flugu og létta púpu í efri ). Báðar flugurnar eru mjög smáar.“ Hann kýs helst að nota litlar flugur með smá hvítu í sem svipar til Burton og síðan dökkbrúnar með koparvír. „Næsta mál er varðandi inndráttinn, en það er eiginlega aðalatriðið að mínu mati. Löturhægur og stuttur inndráttur er málið, rétt til að taka slakann af línunni. Ef fiskur er í bullandi yfirborðstöku þá virkar vel að draga aðeins hraðar inn og lengri drætti. Einnig vil ég mæla með að menn kasti eins langt og hægt er til að veiða eins stórt svæði og hægt er.“ Nánar á veidikortid.is „Ég fer í veiði til þess að slaka á Í Fnjóská Þennan fallega lax veiddi Arnar fyrir norðan, á meðan pabbi hans svaf vært, undir klassískri tónlist, í bíl sínum. Þetta er næst stærsti fiskur sem hann hefur veitt. Ánægðir feðgar Arnar ásamt föður sínum eftir vel heppnaða veiði í Hlíðarvatni á Mýrum. Fyrsti flugufiskurinn Arnar sjö ára með fallegan punda silung. Fluguna hnýtti hann sjálfur og hann á hana enn. Fallegur urriði Arnar Tómas hefur veitt hátt í 200 fiska í vor, helm- inginn úr Elliðavatni. Hér er einn vænn úr vatninu. Hreystibraut í Vesturbænum Nýlega var reist svokölluð hreystibraut við Hagaskóla. Frá þessu er greint á vef ÍTR. Verk- efnið er partur af Betra hverfi sem Reykjavíkurborg hefur staðið fyrir en það voru íbúar sem völdu hvað skyldi gera í rafrænni kosn- ingu. Brautin er í anda þrauta- brautanna sem sést hafa í hinum geysivinsælu þáttum Skólahreysti. Undir brautinni er síðan gervigras ofan á sandi til að minnka líkur á því að börn slasi sig. Í brautinni er gert ráð fyrir því að notendur geta klifrað hangið, gert upphífingar, dýfur og fleira. Sumaropnun í Nauthólsvík Fimmtudaginn 15. maí hófst formlega sumaropnun á Yl- ströndinni í Nauthólsvík. Yfir sumartímann er opið alla virka daga frá klukkan 10.00 til klukk- an 19.00. Sumaropnunartími er til 15. ágúst en Ylströndin hefur á góðviðrisdögum verið eitt vin- sælasta útivistarsvæði borgar- innar. Í tilefni af sumaropnuninni afhenti Landvernd Ylströndinni Bláfánann í 9. sinn. Bláfáninn er veittur þeim smábátahöfnum og baðströndum sem uppfylla ákveðin skilyrði um umhverfis- stjórnun, vatnsgæði, öryggismál og umhverfisfræðslu. Fáninn er vel þekktur víða erlendis og trekkir að ferðamenn enda tákn um að vel sé gert í umhverfis- og öryggismálum. Þétt sjósunds- dagskrá Á vefsíðu Sjósundfélags Reykja- víkur, sjosund.is er að finna mikl- ar upplýsingar. Þar er meðal annars að finna lista yfir viðburði í sumar. Þar sem meðlimir hittast víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu og víðar til þess að stinga sér til sunds. Má nefna Bessastaða- sund 5. júlí og Viðeyjarsund 22. ágúst. Félagið stóð nýlega fyr- ir fræðslukvöldi þar sem Héð- inn Valdimarsson haffræðingur fræddi meðlimi um hafstrauma og hættur í hafinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.