Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2014, Side 36
Helgarblað 23.–26. maí 20144 Sumarsport Veldu rétta diskinn Ekki er hægt að nota hvaða frisbí disk sem er í frisbígolfi ef árangur á að nást. Hinn dæmi­ gerði lauflétti plastdiskur eða svifhringur er ekki hentugt tæki þegar kemur að þessu sporti. Til er ótrúlegt úrval ólíkra diska með mismunandi eigin­ leika. Sérstakir diskar eru til fyrir löng, meðallöng og stutt köst. Þeir eru fáanlegir með mismun­ andi eiginleikum og úr mismun­ andi plasti. Fyrir byrj­ anda er yfir­ leitt mælt með al­ hliðadisk eða „mid­ range“. Disk sem hægt er að nota í lengri sem styttri köst. Reynslan sýnir að þeir sem stunda sportið mikið eru fljót­ ir að bæta við sig diskum og eru gjarnan með þrjár til fjóra diska. Einn fyrir lengstu köstin, einn meðallöng köst og einn fyrir stutta spilið eða „púttin“. Þeir sem eru lengra komnir eru jafnvel með tíu diska eða fleiri sem allir hafa mismunandi eiginleika til að nota við ólíkar aðstæður. Á mörg­ um diskum er að finna fjögur sett af tölum. Fyrsta talan táknar hraða eða „speed“. Diski sem er merktur tölunni 13 er til dæm­ is ætlað að skera loftið betur en sá sem merktur er 4. Næsta tala táknar svif eða „glide“ og segir til um hversu vel diskurinn svíf­ ur. Sumir falla hratt þegar þeir missa hraðann en aðrir svífa vel og lengi. Þriðja talan táknar beygju eða „turn“. Hún segir til um hve mikið diskurinn beygir til hægri (fyrir rétthendan kast­ ara) þegar diskurinn er á mikl­ um hraða. Fjórða talan táknar svo fall eða „fade“ og segir hún til um hversu mikið diskurinn beygir til vinstri (fyrir rétthend­ an kastara) þegar diskurinn tapar hraða og lendir. Það getur tekið tíma að finna réttu disk­ ana fyrir hvern og einn. Því er tilvalið að fá að prófa ólíka diska og prófa hina ýmsu kasttækni. Tíu nýir vellir opnaðir í sumar n Vinsældir frisbígolfs aukast n Ódýr íþrótt sem hentar öllum F olf eða frisbígolf er íþrótt á mikilli uppleið hér á landi. Á undanförnum árum hafa folfvellir risið víðs vegar um landið en sumarið 2014 verða tíu nýir vellir teknir í gagnið. Þar af fimm á höfuðborgarsvæðinu og fimm víðs vegar um landið. Folf á uppleið „Ég hef sent erindi í nafni Frisbígolf­ sambands Íslands tvisvar á ári á öll sveitarfélög undanfarin ár. Núna er sú vinna að skila sér,“ segir Birgir Ómarsson, stofnandi og formað­ ur FÍS, Frisbígolfsambands Íslands. Birgir segir talsmenn sveitarfélaga um allt land hafa tekið vel í erindið en eftir hrun hafi fjármunir verið af skornum skammti. Nú hafi hins vegar ákveðin stífla brostið. „Núna eru sjö vellir til á landinu en eftir sumarið verða þeir orðnir 17 talsins. Það eru mörg sveitarfélög til viðbót­ ar orðin heit og ég á allt eins von á því að annar eins fjöldi valla verði opnað næsta sumar.“ Folf eða frisbígolf er eins og nafnið gefur til kynna ekki ósvipuð golfíþróttinni. Hún gengur út á að koma þar til gerðum frisbídiskum í sérstakar körfur í sem fæstum köst­ um. Ódýr kostur Birgir segir folf vera ódýran kost bæði fyrir iðkendur sem og sveitar­ félögin. „Það kostar um eina og hálfa milljón með öllu að setja upp níu holu völl. Til samanburðar kostar ein róla á leikvelli svipað. Strand­ blakvöllur kostar um fimm milljónir. Þetta er því ódýr lausn til að búa til jákvæða og skemmtilega afþreyingu sem allir geta stundað.“ En það er ekki einungis ódýrt að setja upp vellina. Því ekki þarf meira en einn frisbídisk til að geta stundað hana. „Þú getur keypt disk á 2.000 krónur og byrjað. Flest­ ir eru mjög fljótir að ná tökum þá þessu og eftir einn hring eru vinirn­ ir hættir að hlægja að þér. Síðan er auðvitað hægt að fara alla leið og kaupa endalaust af mismunandi diskum með ólíkum eiginleikum. Þess vegna hægt að gerast atvinnu­ maður ef fólk hefur áhuga á því.“ Hægt er að panta hina sér­ smíðuðu diska sem þarf í sportið á netinu en Frisbígolfbúðin í Hafnar­ firði hefur verið helsti dreifingar­ aðilinn hér á landi. Hægt að er finna nánari upplýsingar á frisbigolf.is. Áralöng vinna að baki Birgir og samstarfsfólk hans hjá FSÍ, sem var stofnað árið 2005, hafa unnið óeigingjarnt starf undanfarin ár við að kynna íþróttina og breiða út boðskapinn. „Fyrstu völlunum var komið upp á Úlfljótsvatni og á Akur­ eyri. Þeir eru á svæði skátanna. Síðan kom völlurinn í Gufunesinu í Grafar­ voginum. En þetta fór almennilega á flug, myndi ég segja, þegar völlurinn á Miklatúni var settur upp.“ Birgir segir að danskir og finnskir folfarar sem komu hingað til lands hafi átt þátt í því. „Þeir sögðu okkur að vinsældirnar hefðu fyrst orðið verulegar þegar vellirnir fóru að rísa í almenningsgörðum miðsvæðis. Í dag eru 130 vellir í Svíþjóð og í Finn­ landi er verið að opna um það bil þrjá velli á viku yfir sumartímann.“ Í sumar verða meðlimir FÍS með kynningar við nýju vellina en allar nánari upplýsingar er hægt að nálg­ ast inn á vefsíðunni folf.is. n Nýir folfvellir (opnunartími) n Reykjavík - Fossvogur (seinnipart júlí) n Reykjavík - Laugardalur(seinnipart júlí) n Reykjavík - Breiðholt (seinnipart júlí) n Mosfellsbær - Ævintýragarðurinn (í næstu viku) n Hafnarfjörður (snemma í júní) n Hrísey (snemma í júní) n Akureyri - Hamrakotstún (miðjan júlí) n Húsavík (miðjan júlí) n Flúðir (fyrri part júní) n Apavatn (júní) Ásgeir Jónsson asgeir@dv.is Birgir Ómarsson Formaður FÍS á vinsælasta folfvelli landsins á Klambratúni. Ánægður með að fá heimavöll Steindi Jr. er meðlimur í Liger Woods Þ að er gaman að fá loksins heimavöll,“ segir Steinþór H. Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr. En hann er mikill áhugamaður um folf. Um helgina rís folfvöllur í Mosfellsbæ, heimabæ Steinda. Steindi er meðlimur í folfkeppn­ isliðinu Liger Woods sem saman stendur af vel völdum mönnum. Á meðal meðlima má nefna rapp­ arana Ágúst Bent, 7berg og Didda Fel ásamt íþróttafréttamannin­ um Hauki Harðarsyni. „Það eru eintómir Ligerar í hópnum,“ seg­ ir Steindi en „Liger“ er skírskotun í afkvæmi tígrisdýrs og ljóns og hinn heimsfræga golfara Tiger Woods. „Það voru ekki margir í þessu þegar við byrjuðum. Mig hefur alltaf langað til að verða bestur í einhverri íþrótt og þess vegna líst mér ekkert á hvað þetta er orðið vinsælt. Allt of margir góðir leikmenn að verða til. Ef ég verð ekki Íslandsmeistari í sumar er ég hættur. Þá ætla ég að færa mig yfir í bogfimi. Hef heyrt að það séu mjög fáir, slappir gaur­ ar í því.“ Ef Steindi nær ekki árangri í bogfimi segist hann hafa keilu sem varaplan. „Ég þrái að vera bestur.“ Steindi segir íþróttina vera að­ gengilega fyrir alla. Iðkendur séu fljótir að ná upp góðri færni en sportið megi þó alls ekki van­ meta. „Það hefur verið nokkuð um meiðsli í Liger­liðinu. Diddi Fel fékk til dæmis disk í legginn um daginn. Hann haltraði og allt. Varð fyrir „folfbeldi“ eins og það er kallað í bransanum.“ n asgeir@dv.is Disknum kastað Íþróttin er ekki ósvipuð golf-íþróttinni. Liger Woods Sportið er ekki hættulaust og meðlimir liðsins hafa orðið fyrir „folfbeldi“. 30 nýir leið- sögumenn Þann 13. maí útskrifuðust 30 nýir leiðsögumenn úr Símenntun Háskólans á Akureyri. Frá þessu segir á vef Ferðamálastofu. Samtök ferða­ þjónustunnar ákváðu að beita sér fyrir því að heildstæðu leið­ sögunámi yrði komið á í sam­ starfi við Símenntun Háskólans á Akureyri og Leiðsöguskólann í MK. Haustið 2013 hófu síðan 26 nemar leiðsögunámið við Símenntun Háskólans á Akur­ eyri en 10 svæðisleiðsögu­ menn bættust í hópinn um áramót til að bæta við sig full­ um réttindum. Í námi eru nem­ endur fræddir um leiðsögu­ tækni, helstu ferðamannastaði, íslenskt samfélag, jarðfræði landsins, sögu og menningu, gróður og náttúruvernd, at­ vinnuvegi, bókmenntir og listir auk þjálfunar í erlendu kjör­ máli svo nokkuð sé nefnt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.