Peningamál - 05.11.2014, Qupperneq 5

Peningamál - 05.11.2014, Qupperneq 5
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 4 5 Hægt hefur á innlendum og erlendum efnahagsbata og verðbólga hjaðnað Alþjóðlegur hagvöxtur hefur reynst heldur hægari en spáð var í Peningamálum í ágúst. Áfram er þó gert ráð fyrir hægfara bata en horfur eru lakari og óvissa hefur aukist. Þótt viðsnúningur hafi orðið í viðskiptakjörum á öðrum ársfjórðungi þessa árs eftir þriggja ára samfellda rýrnun hafa horfur fyrir viðskiptakjör og útflutning heldur versnað. Áfram er þó útlit fyrir kröftugan vöxt innlendrar eftirspurnar þótt horfur séu á hægari vexti fjárfestingar en spáð var í ágúst. Hagvaxtarhorfur fyrir árið í ár hafa einnig verið endurskoðaðar og er nú spáð 2,9% hagvexti í stað 3,4% í ágúst. Talið er að hagvöxtur aukist á ný á næsta ári og verði 3,5% en verði aftur orðinn minni en 3% árið 2016 þegar dregur úr eftirspurnaráhrifum skuldalækkunaraðgerða stjórnvalda og hægir á vexti fjárfestingar í orkufrekum iðnaði. Gangi spáin eftir verður hagvöxtur að meðaltali rétt undir 3% á spátímanum sem er lítillega yfir meðalhagvexti síðustu þrjátíu ára og vel yfir spáðum meðalhagvexti í helstu viðskiptalöndum. Bati á vinnumarkaði heldur áfram með fjölgun starfa og heildarvinnustunda og er talið að atvinnuleysi samkvæmt Vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar verði komið niður í 4% á seinni hluta spátímans. Því er talið að slakinn í þjóðarbúinu hverfi fljótlega og snúist í lítils háttar spennu sem tekur síðan að minnka á ný þegar líður að lokum spátímans. Horfur eru á að verðbólga verði undir markmiði fram á næsta ár og minni en spáð var í ágúst en þokist síðan upp og verði svipuð og í ágústspánni til loka spátímans. Gangi spáin eftir verður verðbólga á bilinu 2-3% á meginhluta spátímans. I Efnahagshorfur og helstu óvissuþættir Grunnspá Seðlabankans1 Áframhaldandi hægfara bati en veikari en spáð var í ágúst ... Alþjóðlegur hagvöxtur reyndist minni á fyrri hluta ársins en áður hafði verið gert ráð fyrir og telur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn nú að heims- hagvöxtur verði einungis 3,3% í ár sem er hátt í ½ prósentu minni vöxtur en sjóðurinn spáði fyrr á þessu ári. Lakari hagvöxtur það sem af er ári er m.a. rakinn til tímabundinna þátta eins og slæms veðurs í upphafi árs í Bandaríkjunum og er áfram spáð vaxandi hagvexti á komandi misserum. Batinn verður þó hægur, sérstaklega á evrusvæð- inu sem er mikilvægasti útflutningsmarkaður Íslendinga. Heilt á litið eru horfur um hagvöxt í helstu viðskiptalöndum Íslands lakari á seinni hluta ársins og til næstu þriggja ára en þær voru í ágúst (mynd I-1). Stafar það fyrst og fremst af verri hagvaxtarhorfum fyrir evrusvæðið og nýmarkaðsríki en horfur eru betri fyrir Bretland, Bandaríkin og Norðurlöndin. Gert er ráð fyrir að hagvöxtur í helstu viðskiptalöndum Íslands verði 1,8% í ár og rúmlega 2% á ári næstu þrjú ár. Óvissa um alþjóðlegar efnahagshorfur hefur einnig aukist, þótt hún sé nokkru minni en hún var fyrir ári síðan. Nánar er fjallað um alþjóðleg efnahagsmál í kafla II og um óvissu um alþjóðlegar efnahagshorfur síðar í þessum kafla. ... og því lakari horfur um viðskiptakjör og útflutning Hagstofa Íslands birti í september þjóðhagsreikninga fyrir annan fjórðung þessa árs og endurskoðun á sögulegum tölum sem tekur m.a. tillit til nýrra reglna um gerð þjóðhagsreikninga (sjá rammagrein 1). Samkvæmt endurskoðuðum tölum rýrnuðu viðskiptakjör nokkru 1. Grunnspá Seðlabankans 2014-2017. Brotalínur sýna spá frá PM 2014/3. Heimildir: Hagstofa Íslands, Macrobond, OECD, Seðlabanki Íslands. Mynd I-1 Alþjóðlegur hagvöxtur 2008-20171 Breyting frá fyrra ári (%) Bandaríkin PM 2014/4 Evrusvæðið PM 2014/4 Helstu viðskiptalönd Íslands PM 2014/4 -5 -4 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 ‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08 1. Grunnspá Seðlabankans 2014-2017. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-2 Viðskiptakjör vöru og þjónustu 2008-20171 Vísitala, 2005 = 100 PM 2014/4 PM 2014/3 82 84 86 88 90 92 94 96 98 ‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08 1. Greiningin í þessum Peningamálum byggist á gögnum sem lágu fyrir í byrjun nóvember.

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.