Peningamál - 05.11.2014, Qupperneq 6

Peningamál - 05.11.2014, Qupperneq 6
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 4 6 EFNAHAGSHORFUR OG HELSTU ÓVISSUÞÆTTIR meira á undanförnum árum en áður var talið eða um 20% frá árinu 2006 í stað 17% í fyrri tölum (mynd I-2). Eins og spáð var í ágúst tóku viðskiptakjör að batna á öðrum ársfjórðungi eftir samfellda rýrnun frá ársbyrjun 2011. Talið er að þau batni um 1% í ár sem er meira en spáð var í ágúst. Horfur fyrir næstu þrjú ár eru hins vegar heldur lakari en þá var gert ráð fyrir. Endurskoðun Hagstofunnar á tölum um útflutning á síðasta ári hefur leitt í ljós töluvert meiri vöxt en samkvæmt fyrri áætlun. Hægari vöxtur í ár endurspeglar því að einhverju leyti neikvæð grunnáhrif frá fyrra ári. Í takt við lakari alþjóðlegar hagvaxtarhorfur er spáð heldur hægari vexti útflutnings en í ágúst; gert er ráð fyrir að útflutningur vaxi um tæplega 3% að meðaltali á ári sem er svipað vexti innflutn- ings helstu viðskiptalanda (mynd I-3). Afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum reyndist ríflega 8% af landsframleiðslu í fyrra eða um 1 prósentu meiri en gert hafði verið ráð fyrir í ágúst (mynd I-4). Talið er að afgangurinn minnki í um 3½% af landsframleiðslu árið 2017. Afgangur á viðskiptajöfnuði reyndist einnig töluvert meiri í fyrra en áður hafði verið talið og hafa horfur fyrir næstu ár batnað töluvert. Nánar er fjallað um viðskiptakjör í kafla II og útflutning og ytri jöfnuð í kafla IV. Horfur á kröftugum vexti innlendrar eftirspurnar á næstu misserum Eftir hóflegan vöxt einkaneyslu á síðasta ári var vöxtur hennar á fyrri hluta ársins kröftugur, studdur af hækkun raunlauna, bata á vinnumarkaði og batnandi eiginfjárstöðu heimila. Mældist árs- vöxtur einkaneyslu 4% á fyrri hluta ársins sem er í ágætu samræmi við ágústspá Peningamála. Horfur eru á svipuðum vexti út árið og eins og í ágúst er spáð yfir 4% vexti á þessu ári og því næsta. Á árinu 2016 hægir nokkuð á vexti einkaneyslu þegar dregur úr eftirspurnaráhrifum skuldalækkunaraðgerða stjórnvalda. Eftir því sem eftirspurn hefur tekið við sér og slakinn minnkað hafa innlend fyrirtæki þurft að leggja út í aukin fjárfestingarútgjöld. Vöxtur fjárfestingar reyndist þó minni á fyrri hluta ársins en spáð var í ágúst og ný könnun Seðlabankans um áform innlendra fyrirtækja bendir til þess að fjárfestingarumsvif verði heldur minni í ár en áður var áætlað. Aðrar vísbendingar eins og innflutningur á fjárfestingarvöru og væntingar stjórnenda um efnahagshorfur og eigin afkomu gætu hins vegar bent til þess að fjárfesting sé vanmetin í sögulegum tölum og mati á horfum fyrir næstu fjórðunga. Gert er ráð fyrir tæplega 18% aukningu fjárfestingar í ár og svipuðum vexti á næstu tveimur árum. Skýrist hann af þróttmiklum vexti almennrar atvinnuvegafjárfestingar og töluverðum umsvifum í orkufrekum iðnaði, sérstaklega á næstu tveimur árum. Einnig eru horfur á ágætum vexti íbúðafjárfestingar. Gangi spáin eftir verður hlutfall fjárfestingar af landsframleiðslu í lok spátímans nálægt sögulegu meðaltali. Á heildina litið er talið að vöxtur þjóðarútgjalda á þessu og næstu tveimur árum verði um og yfir 5% á ári (mynd I-5). Nokkuð hægir á vextinum árið 2017 þegar gert er ráð fyrir að framkvæmdum við upp- byggingu í orkufrekum iðnaði ljúki að miklu leyti. Nánari umfjöllun um innlenda eftirspurn einkageirans og hins opinbera er að finna í kafla IV. 1. Grunnspá Seðlabankans 2014-2017. Brotalínur sýna spá frá PM 2014/3. Heimildir: Hagstofa Íslands, Macrobond, Seðlabanki Íslands. Mynd I-3 Útflutningur vöru og þjónustu 2008-20171 Breyting frá fyrra ári (%) Útflutningur vöru og þjónustu PM 2014/4 Innflutningur helstu viðskiptalanda Íslands PM 2014/4 -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 12 ‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08 1. Grunnspá Seðlabankans 2014-2017. Brotalínur sýna spá frá PM 2014/3. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-4 Viðskiptajöfnuður 2008-20171 % af VLF Jöfnuður á vöru- og þjónustuviðskiptum PM 2014/4 Undirliggjandi viðskiptajöfnuður PM 2014/4 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 ‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08 1. Grunnspá Seðlabankans 2014-2017. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-5 Þjóðarútgjöld 2008-20171 Breyting frá fyrra ári (%) PM 2014/4 PM 2014/3 -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 ‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.