Peningamál - 05.11.2014, Page 12

Peningamál - 05.11.2014, Page 12
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 4 12 Meiri hætta á að verðbólgu sé vanspáð á seinni hluta spátímans en að henni sé ofspáð Óvissuþættirnir sem lýst er hér að ofan undirstrika að verðbólguhorfur til næstu þriggja ára gætu auðveldlega breyst frá því sem gert er ráð fyrir í grunnspánni. Verði gengi krónunnar t.d. lægra eða launahækk- anir meiri en í grunnspánni er líklegt að hærri vexti Seðlabankans þurfi til þess að halda verðbólgu við markmið en gert er ráð fyrir í grunn spánni.4 Hið sama á við ef slakinn í þjóðarbúinu er ofmetinn eða umsvif í orkufrekum iðnaði verða meiri á komandi árum en gert er ráð fyrir í grunnspánni. Vegna þess að langtímaverðbólguvæntingar skortir enn trausta kjölfestu geta frávikin orðið meiri en ella. Verðbólga gæti hins vegar reynst minni en spáð er ef slakinn er vanmetinn, ef krafturinn í innlendri eftirspurn reynist minni en gert er ráð fyrir eða ef alþjóðlegar efnahagshorfur reynast lakari. Hið sama á við ef hægari alþjóðlegur hagvöxtur hefur einnig í för með sér meiri lækkanir alþjóðlegs hrávöru- og olíuverðs, a.m.k. að svo miklu leyti sem gengi krónunnar gæfi ekki eftir. Mynd I-19 endurspeglar ofangreinda óvissuþætti verðbólgu- spárinnar með því að sýna verðbólguhorfur samkvæmt grunnspá ásamt mati á óvissubili spárinnar, þ.e. mati á bili verðbólgu sem taldar eru 50-90% líkur á að verðbólga verði innan næstu þrjú ár (sjá viðauka 3 í Peningamálum 2005/1 þar sem aðferðafræðinni í þessum útreikningum er lýst). Talið er að óvissan sé í meginatriðum svipuð og lýst er í ágústspá bankans en lögun líkindadreifingarinnar hefur aðeins breyst. Nú eru taldar meiri líkur á að verðbólgu sé ofspáð til skemmri tíma en enn eru heldur meiri líkur á að verðbólgu sé vanspáð á seinni hluta spátímans en að henni sé ofspáð. Taldar eru um helmingslíkur á að verðbólga verði á bilinu 2½-4% að ári liðnu og á bilinu 1²/³-3²/³% í lok spátímans. 4. Grunnspáin byggist á því að peningastefnunni sé beitt þannig að tryggt sé að verðbólga sé við markmið yfir hagsveifluna. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd I-19 Verðbólguspá og óvissumat 1. ársfj. 2012 - 4. ársfj. 2017 PM 2014/4 Verðbólgumarkmið 50% líkindabil 75% líkindabil 90% líkindabil 0 1 2 3 4 5 6 7 2012 2013 2014 2015 2016 2017 EFNAHAGSHORFUR OG HELSTU ÓVISSUÞÆTTIR

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.