Peningamál - 05.11.2014, Page 19

Peningamál - 05.11.2014, Page 19
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 4 19 PENINGASTEFNAN OG INNLENDIR FJÁRMÁLAMARKAÐIR vegna dómsmála um hvort verðtrygging lánsfjár í neytendasamn- ingum sé í samræmi við íslensk lög. Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins sem birt var í lok ágúst sl. um dómsmál sem rekið er fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur kann þó að hafa dregið eitthvað úr óvissunni. Áhættuálag á skuldbindingar ríkissjóðs hefur lækkað lítillega Áhættuálag samkvæmt vaxtamun á erlendum útgáfum ríkissjóðs hafði lækkað um tæplega ½ prósentu frá miðjum ágúst til loka sept- embermánaðar en hefur síðan þá þokast upp á við á ný samhliða vaxandi áhættufælni á alþjóðlegum fjármálamörkuðum (mynd III-6) (sjá umfjöllun í kafla II). Vaxtamunur á nýlegri evruútgáfu ríkissjóðs og sambærilegu þýsku ríkisbréfi er nú um 0,2 prósentum lægri en í ágúst og mælist 1,9 prósentur. Einnig var nýlega gerður vaxtaskipta- samningur með það að markmiði að draga úr vaxtaáhættu og lækka vaxtakostnað útgáfunnar. Minnkun vaxtamunar milli skuldabréfa ríkissjóðs í Bandaríkjadölum og sambærilegra bandarískra ríkisbréfa hefur hins vegar gengið að mestu leyti til baka og mælist hann, líkt og í ágúst, um 1½-2 prósentur. Munurinn er tæplega 1½ prósentu minni en í október í fyrra sem skýrist nánast eingöngu af lægri ávöxt- unarkröfu skuldabréfa Ríkissjóðs Íslands. Skuldatryggingarálag á fimm ára skuldbindingar ríkissjóðs mælist um 1,4% sem er svipað og það var við útgáfu Pen inga mála í ágúst en um 0,2 prósentum lægra en í október 2013. Staðfesting alþjóðlega matsfyrirtækisins Standard & Poor‘s á lánshæfiseinkunnum stóru viðskiptabankanna þriggja og nýleg breyt- ing á lánshæfishorfum þeirra úr stöðugum í jákvæðar, ásamt fyrr- nefnd um vaxtaskiptasamningi og lægra áhættuálagi á erlendar skuld- bindingar ríkissjóðs, ætti að hafa jákvæð áhrif á aðgengi og vaxtakjör sem innlendum aðilum bjóðast á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Á móti kann sú hækkun sem hefur orðið á áhættuálagi bandarískra og evrópskra fyrirtækja og banka með áþekkt lánshæfismat að hafa nei- kvæð áhrif en ágætt samræmi hefur verið milli álagsins og vaxtakjara í erlendum skuldabréfaútgáfum innlendra viðskiptabanka (mynd III-7). Gengi krónunnar Gengi krónunnar hefur verið tiltölulega stöðugt á árinu Gengi krónunnar hefur haldist tiltölulega stöðugt frá útgáfu Peningamála í ágúst líkt og á fyrri hluta ársins (mynd III-8). Það er nán- ast óbreytt gagnvart viðskiptaveginni gengisvísitölu en hefur hækkað gagnvart evru en lækkað gagnvart sterlingspundi og Bandaríkjadal. Gengi krónunnar miðað við gengisvísitöluna er um 1½% hærra en í ársbyrjun og u.þ.b. 6% hærra en í lok október í fyrra. Áframhaldandi aukning í kortaveltu og komum erlendra ferðamanna til landsins með tilheyrandi gjaldeyrisinnflæði ásamt batnandi viðskiptakjörum hefur stutt við krónuna. Einnig hefur dregið úr gjaldeyrisviðskiptum vegna innlendra vaxtagreiðslna til erlendra aðila og þar með úr þrýstingi til lækkunar á genginu. Á móti hefur Seðlabankinn keypt talsvert af erlendum gjaldeyri í reglubundnum og óreglubundnum viðskiptum og þannig lagst gegn hækkun krónunnar og dregið úr gengissveiflum. Hrein kaup bankans á millibankamarkaði með gjaldeyri á árinu hafa numið rúmlega 5% af landsframleiðslu ársins 2013 (mynd III-9). Mynd III-8 Gengi krónu gagnvart erlendum gjaldmiðlum Daglegar tölur 3. janúar 2008 - 31. október 2014 Kr./EUR, Kr./USD, Kr./GBP Heimild: Seðlabanki Íslands. Bandaríkjadalur (v. ás) Evra (v. ás) Breskt pund (v. ás) Vísitala meðalgengis - viðskiptavog þröng (h. ás) Vísitala 201020092008 2011 2012 2013 2014 50 90 130 170 210 250 50 100 150 200 250 300 Ma.kr. % af VLF Mynd III-9 Viðskipti Seðlabanka Íslands á millibanka- markaði með gjaldeyri 2010-20141 1. Gögn til og með 31. október 2014. 2. Árið 2014 miðast við VLF ársins 2013. Heimild: Seðlabanki Íslands. Kaup á erlendum gjaldeyri (v. ás) Sala á erlendum gjaldeyri (v. ás) Hrein gjaldeyriskaup sem hlutfall af VLF (h. ás)² -20 0 20 40 60 80 100 120 -1 0 1 2 3 4 5 6 20142013201220112010 30,0 12,6 20,1 -3,0 -0,5 -9,1 10,1 95,5 Mynd III-7 Áhættuálag á skuldbindingar alþjóðlegra fyrirtækja og fjármálastofnana og íslenskra banka1 Daglegar tölur 1. janúar 2013 - 31. október 2014 Prósentur 1. Vaxtaálag á skuldabréf útgefin í innlendum gjaldmiðli af fyrirtækjum og fjármálastofnunum með lánshæfiseinkunn á bilinu BB+ til B-. Fyrir íslensku bankana er miðað við vaxtaálag við útgáfu skuldabréfa í erlendum gjaldmiðli. Heimildir: Alþjóðagreiðslubankinn, Arion banki, Íslandsbanki, Seðlabankinn í St. Louis. Fyrirtæki og fjármálastofnanir í Bandaríkjunum Fyrirtæki og fjármálastofnanir á evrusvæðinu Íslenskir viðskiptabankar 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 5,0 5,5 20142013 Arion banki til 3 ára í NOK Íslandsbanki til 2 ára í EUR Íslandsbanki til 4 ára í SEK

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.