Peningamál - 05.11.2014, Side 22

Peningamál - 05.11.2014, Side 22
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 4 22 PENINGASTEFNAN OG INNLENDIR FJÁRMÁLAMARKAÐIR 2008.5 Með lækkun skulda hefur eigið fé bæði heimila og fyrirtækja hins vegar aukist og fækkaði heimilum með neikvætt eigið fé, þótt hlutfall þeirra sé enn hátt samanborið við stöðuna fyrir fjármálaáfallið (sjá nánar í Fjármálastöðugleika 2014/2). Hrein eign einkageirans hefur þar með aukist um sem nemur 65 prósentum af landsframleiðslu frá því að hún varð minnst árið 2011 og er nú álíka mikil og árið 2006. Eiginfjárhlutfall heimila og fyrirtækja hefur einnig hækkað og hefur ekki verið hærra frá því árið 2005. Fjármálaleg skilyrði hafa batnað Einstaklingum á vanskilaskrá hefur fækkað það sem af er ári en fjöld inn er enn mikill samanborið við stöðuna fyrir fjármálaáfall- ið. Þá hefur hlutfall vanskila hjá stóru viðskiptabönkunum þremur og Íbúðalánasjóði lækkað að teknu tilliti til úrbóta sem nýlega voru gerðar á lánasafnsskýrslu Íbúðalánasjóðs (mynd III-17) (sjá Fjár mála- stöðugleika 2014/2). Aðgengi að lánsfé virðist enn tiltölulega gott fyrir einstaklinga með viðunandi eiginfjárstöðu og greiðslugetu og hefur aukist við það að einn af viðskiptabönkunum hóf að bjóða fyrstu kaupendum fasteigna viðbótarlán við hefðbundna 80% fjármögnun. Þrátt fyrir að hámarksveðhlutfallið hafi þannig verið hækkað í 90% af kaupverði er hámarksfjárhæð viðbótarlánsins takmörkuð við 1,5 m.kr. og því ekki um mikla slökun á útlánakröfum að ræða. Eins og rakið er fyrr í þessum kafla hafa raunvextir verðtryggðra íbúðalána einnig haldið áfram að þokast niður á við. Á móti hafa raunvextir óverð- tryggðra íbúðalána hækkað í takt við stífara taumhald peningastefn- unnar þótt skráðir nafnvextir þeirra hafi lítið breyst á árinu. Staða fyrirtækja hefur einnig þokast í rétta átt. Gjaldþrotum hefur fækkað milli ára og hlutfall vanskila hjá stóru viðskiptabönkun- um þremur lækkað, einkum hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þá hefur skuldabréfaútgáfa fyrirtækja haldið áfram og fjármögnun þeirra hjá viðskiptabönkunum aukist. Fjöldi fyrirtækja á vanskilaskrá hefur hins vegar lítið breyst. 5. Samkvæmt nýjum þjóðhagsreikningastaðli flokkast eignarhaldsfélög sem fjármálafyrirtæki í fjármálareikningum Hagstofu Íslands en í fyrri útgáfum töldust þau til fyrirtækja annarra en fjármálafyrirtækja. Sjá nánari umfjöllun í Hagstofa Íslands, „Fjármálareikningar 2003- 2013“, Hagtíðindi, 99, 28. október 2014. % Mynd III-16 Áætluð eiginfjárhlutföll heimila og fyrirtækja 2003-20131 1. Áætlað út frá gögnum Hagstofu Íslands og Seðlabanka Íslands. Ekki á samstæðugrunni. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Heimili Heimili án lífeyrisréttinda Fyrirtæki (án eignarhaldsfélaga) ‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03 0 10 20 30 40 50 60 70 80 Fjöldi (þús.) Mynd III-17 Fjöldi á vanskilaskrá og hlutfall útlána í vanskilum1 þriggja stærstu viðskiptabankanna og Íbúðalánasjóðs2 Maí 2010 - ágúst 2014 1. Útlán í vanskilum (e. non-performing loans) eru skilgreind sem lán í 90 daga vanskilum eða greiðsla talin ólíkleg. Ef eitt lán viðskiptavinar er komið í 90 daga vanskil eru öll lán viðkomandi viðskiptavinar talin í vanskilum (e. cross default method). Hækkun hlutfallsins milli mánaða í janúar 2014 skýrist nánast eingöngu af nýlegum úrbótum sem gerðar voru á lánasafnsskýrslu Íbúðalánasjóðs og því ekki um raunverulega hækkun að ræða. 2. Móðurfélög, bókfært virði. Heimildir: CreditInfo, Fjármálaeftirlitið, Seðlabanki Íslands. % Útlán heimila í vanskilum (v. ás) Útlán fyrirtækja í vanskilum (v. ás) Fjöldi einstaklinga á vanskilaskrá (h. ás) Fjöldi fyrirtækja á vanskilaskrá (h. ás) 0 5 10 15 20 25 30 35 40 45 50 0 3 6 9 12 15 18 21 24 27 30 20142013201220112010

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.