Peningamál - 05.11.2014, Side 26

Peningamál - 05.11.2014, Side 26
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 4 26 INNLENT RAUNHAGKERFI vélum auk lægri stöðu við upphaf spátímans á þriðja ársfjórðungi er gert ráð fyrir að fjárfesting atvinnuveganna muni aukast um tæplega 18% á þessu ári í stað 23% sem spáð var í ágúst. Það gæti hins vegar verið vanmat miðað við ýmsar vísbendingar um bætta fjárhagsstöðu fyrirtækja og upplýsingar um innflutning fjárfestingarvöru sem gætu bent til þess að vöxtur atvinnuvegafjárfestingar að undanförnu sé vanmetinn í tölum Hagstofunnar (mynd IV-9). Íbúðafjárfesting hefur aukist um ríflega fjórðung frá fyrra ári líkt og spáð var í ágúst ... Hluta af þeirri þróun sem birtist í væntingum stjórnenda fyrirtækja í byggingargeiranum má rekja til stöðunnar á húsnæðismarkaði. Íbúðafjárfesting hefur verið í nokkuð stöðugum vexti frá því að hún náði lágmarki á öðrum ársfjórðungi 2010. Sú þróun hefur haldið áfram og gott betur á fyrri hluta þessa árs en íbúðafjárfesting jókst um ríflega 26% milli ára á fyrri helmingi ársins. Helstu vísbendingar um íbúða- fjárfestingu benda til þess að hún sé frekar að færast í aukana (mynd IV-10) og kemur það heim og saman við það sem nefnt var að ofan um bjartsýni innan byggingargeirans. Hvati er ýmist þegar fyrir hendi eða að skapast fyrir nýbyggingu algengra tegunda íbúðarhúsnæðis ef marka má upplýsingar um byggingarkostnað. Í ljósi þessara upp- lýsinga er nú búist við að íbúðafjárfesting aukist um 26% á þessu ári frá því í fyrra sem er litlu minna en í síðustu spá og endurspeglar að vöxturinn á fyrri hluta ársins var heldur minni en gert var ráð fyrir í ágúst. ... en vöxtur heildarfjárfestingar verður minni en áður var spáð Þrátt fyrir ýmis jákvæð teikn um fjárfestingu var heildarfjármuna- myndun nokkru minni á fyrri hluta þessa árs en gert var ráð fyrir í síðustu Peningamálum. Vöxtur hennar var tæplega 8% frá sama tíma í fyrra en í ágúst hafði verið gert ráð fyrir 13% aukningu. Allir undirliðir fjárfestingar voru veikari en áætlað hafði verið en fyrir þróun heildar- fjármunamyndunar vó umfangsminni fjárfesting í orkufrekum iðnaði þyngst. Gangi spáin eftir er útlit fyrir að heildarfjárfesting aukist um tæplega 18% í ár í stað tæplega fjórðungs í ágústspánni. Eins og í fyrri spám bankans er gert ráð fyrir að fjárfesting atvinnuveganna verði megindrifkraftur fjárfestingar á spátímanum (mynd IV-11). Breyting 2013-2014 Breyting (síðasta 2014-2015 Upphæðir í ma.kr. 2013 2014 2015 könnun, %) (%) Sjávarútvegur (16) 9,2 8,2 6,8 -10,7 (-2,7) -16,9 Iðnaður (18) 4,9 4,4 3,6 -11,5 (-17,5) -17,9 Verslun (22) 5,7 4,7 4,8 -17,4 (-1,7) 2,3 Flutningar og ferðaþj. (10) 9,8 14,3 20,4 45,3 (73,7) 43,0 Fjármál/tryggingar (10) 4,5 6,0 6,4 31,9 (12,1) 6,8 Fjölmiðla- og upplýsingatækni (12) 8,7 10,3 8,5 19,3 (19,7) -17,7 Þjónusta og annað (14) 5,6 6,4 7,2 14,8 (23,5) 12,5 Alls (102) 48,4 54,3 57,7 12,1 (19,1) 6,3 1. Innan sviga er samanburður við síðustu könnun þegar spurt var um fjárfestingaráform 129 fyrirtækja fyrir árin 2013-2014 (Peningamál 2014/2). Heimild: Seðlabanki Íslands. Tafla IV-1 Könnun á fjárfestingaráformum fyrirtækja (án skipa og flugvéla)1 1. Efri og neðri mörk fimm vísbendinga um atvinnuvegafjárfestingu. Vísbendingarnar eru innflutningur fjárfestingarvöru á föstu verði og svör við fjórum spurningum úr könnun Capacent Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins. Þær spurningar snúa að mati stjórnenda á efnahagshorfum til sex mánaða, hvernig þeir telja innlenda eftirspurn eftir vörum eða þjónustu þeirra fyrirtækis munu þróast á næstu sex mánuðum, hvort þeir telji að fjárfesting þeirra fyrirtækis muni aukast á líðandi ári samanborið við fyrra ár og hvort framlegð fyrirtækisins muni aukast milli ára. Við matið á bilinu eru allar stærðirnar endurskalaðar þannig að þær hafi sama meðaltal og staðalfrávik og fjárfestingin. Skyggða svæðið sýnir tveggja fjórðunga hreyfanlegt meðaltal vísbendinga fjárfestingar tafið um tvo ársfjórðunga. Heimildir: Capacent Gallup, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af VLF Mynd IV-9 Vísbendingar um atvinnuvegafjárfestingu1 1. ársfj. 2007 - 1. ársfj. 2015 Atvinnuvegafjárfesting Spá PM 2014/4 Miðgildi vísbendinga Efri og neðri mörk vísbendinga um atvinnuvegafjárfestingu 0 5 10 15 20 25 ‘07 ‘08 ‘10 ‘12 ‘14‘09 ‘11 ‘13 1. Efri og neðri mörk þriggja vísbendinga um íbúðafjárfestingu. Vísbendingar eru innflutningur steypustyrktarjárns, innflutningur annars byggingarefnis og sementssala án sölu til stóriðjufyrirtækja. Við matið á bilinu eru stærðirnar endurskalaðar þannig að þær hafi sama meðaltal og staðalfrávik og mæld íbúðafjárfesting. Myndin sýnir hreyfanlegt meðaltal tveggja fjórðunga. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af VLF Mynd IV-10 Vísbendingar um íbúðafjárfestingu1 1. ársfj. 2004 - 3. ársfj. 2014 Íbúðafjárfesting Spá PM 2014/4 Miðgildi vísbendinga Efri og neðri mörk vísbendinga um íbúðafjárfestingu 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 ‘07 ‘08 ‘10 ‘12 ‘14‘09 ‘11 ‘13‘04 ‘05 ‘06

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.