Peningamál - 05.11.2014, Síða 30

Peningamál - 05.11.2014, Síða 30
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 4 30 INNLENT RAUNHAGKERFI var í ágúst, eða liðlega 3% af landsframleiðslu en horfur eru á að hann nemi um 6½% af landsframleiðslu í ár sem er um 1½ prósentu meiri afgangur en spáð var í ágúst. Horfur fyrir næstu ár hafa einnig batnað (mynd IV-17). Hagfelldari þróun undirliggjandi viðskiptajafnaðar Undirliggjandi halli frumþáttatekna8 nam 3,9 ma.kr. á fyrri helmingi ársins eða um 0,4% af landsframleiðslu sem er svipaður halli og á sama tíma í fyrra. Það er hins vegar um 19 ma.kr. minni halli en gert var ráð fyrir í ágústspá bankans og má að mestu leyti skýra frávikið með hærri launatekjum Íslendinga erlendis9 og meira tapi hjá inn- lendum félögum í eigu erlendra aðila. Meiri afgangur á vöru- og þjónustuviðskiptum ásamt minni halla á frumþáttatekjum skiluðu því jákvæðum undirliggjandi viðskiptajöfnuði sem nemur 1,3% af lands- framleiðslu á fyrri hluta ársins í stað 1% halla eins og gert var ráð fyrir í ágúst. Sömu þættir skýra einnig betri horfur á seinni hluta ársins og út spátímann. Gert er ráð fyrir að undirliggjandi viðskiptajöfnuður verði jákvæður um 4% af landsframleiðslu á þessu ári í stað tæplega 1% eins og spáð var í ágúst og að hann verði að meðaltali 2 prósentum betri á ári út spátímann (mynd IV-17). Gangi þetta eftir mun þjóð- hagslegur sparnaður haldast í kringum 20% af landsframleiðslu á spátímanum (tafla 1 í viðauka 1). Vinnumarkaður Hægar dregur úr slaka á vinnumarkaði Vinnuaflseftirspurn jókst hægar á þriðja fjórðungi ársins en hún hefur gert síðan hún fór að taka við sér í lok árs 2012. Árstíðarleiðrétt atvinnuleysi samkvæmt Vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar (VMK) mældist 5,2% og jókst lítillega milli fjórðunga en minnkaði um 0,2 prósentur milli ára (mynd IV-18).10 Fjölgun heildarvinnustunda var einnig hægari en hún hefur verið undangengin tæplega tvö ár og hægari en gert var ráð fyrir í ágúst. Skýrist það eingöngu af styttri meðalvinnutíma því að starfandi fólki hélt áfram að fjölga (mynd IV-19). Atvinnuþátttaka og hlutfall starfandi stóð nánast í stað milli ára og fólki utan vinnumarkaðar fjölgaði. Þetta gæti verið vísbending um viðsnúning á vinnumarkaði en þegar betur er að gáð kemur í ljós að í öllum tilvikum skýrist niðurstaða fjórðungsins af nokkuð öfgakenndri þróun í september. Það er því heppilegra að horfa til þróunar það sem af er ári við mat á því hvort áfram sé að draga úr slaka á vinnumarkaði (mynd IV-20). Sé það gert virðist ekki mega merkja viðsnúning á vinnumarkaði þótt vísbendingar séu um að hægt hafi á batanum miðað við þróunina á sama tíma í fyrra. Verulega dró úr slakanum á 8. Hugtakið frumþáttatekjur (e. primary income) verður framvegis notað í stað þáttatekna (e. income) áður til samræmis við breytingar á stöðlum þjóðhagsreikninga. 9. Bætt gagnasöfnun hefur haft í för með sér að launatekjur Íslendinga erlendis eru nú taldar rúmlega 5 ma.kr. meiri en launatekjur erlendra aðila hér á landi á hverjum ársfjórðungi á þessu ári en áður var þessi munur talinn vera 0,2 ma.kr. 10. Atvinnuleysi eins og það er skráð hjá Vinnumálastofnun (VMST) mældist minna eða 3,8% á þriðja fjórðungi að teknu tilliti til árstíðar og hafði minnkað lítillega milli fjórðunga en um 0,8 prósentur milli ára. Mismunandi þróun atvinnuleysis á þessa tvo mælikvarða skýrist líklega að mestu leyti af því að fólk er ekki lengur á skrá hjá VMST vegna þess að það hefur misst atvinnuleysisbótarétt sinn en mælist sem atvinnulaust í VMK.Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd IV-19 Breytingar á atvinnu og vinnutíma 1. ársfj. 2004 - 3. ársfj. 2014 Breyting frá fyrra ári (%) Fjöldi starfandi Meðalvinnutími Heildarvinnustundir -15 -10 -5 0 5 10 ‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04 Heimildir: Hagstofa Íslands, Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands. Mynd IV-18 Árstíðarleiðrétt atvinnuleysi 1. ársfj. 2008 - 3. ársfj. 2014 % af mannafla Atvinnuleysi - Vinnumarkaðskönnun Atvinnuleysi - Vinnumálastofnun 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 2014201320122011201020092008 Mynd IV-17 Viðskiptajöfnuður 2000-20171 % af VLF 1. Rekstrarframlög talin með frumþáttatekjum. Grunnspá Seðlabankans 2014-2017. 2. Án reiknaðra tekna og gjalda innlánsstofnana í slitameðferð en með áætluðum áhrifum af uppgjörum búa þeirra og án áhrifa lyfjafyrir- tækisins Actavis á jöfnuð frumþáttatekna fram til ársins 2012. Einnig hefur verið leiðrétt fyrir óbeint mældri fjármálaþjónustu (FISIM) innlánsstofnana í slitameðferð. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Vöru- og þjónustujöfnuður Undirliggjandi jöfnuður frumþáttatekna2 Undirliggjandi viðskiptajöfnuður2 Mældur viðskiptajöfnuður -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 ‘16‘14‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.