Peningamál - 05.11.2014, Side 31

Peningamál - 05.11.2014, Side 31
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 4 31 INNLENT RAUNHAGKERFI mælikvarða hlutastarfa og var hlutfallið komið nokkuð undir sitt sögu- lega meðaltal. Á mælikvarða hlutfalls starfandi, meðalvinnustunda og atvinnuleysis dró hins vegar lítillega úr slaka á vinnumarkaði á fyrstu þremur fjórðungum ársins miðað við sama tíma í fyrra en þeir eru enn undir sögulegu meðaltali sínu. Þessar niðurstöður benda til þess að enn gæti verið eitthvert svigrúm til að auka eftirspurn eftir vinnuafli án þess að það skapi verulegan þrýsting á laun þótt það fari minnkandi. Eins og kemur fram hér á eftir telja atvinnurekendur heldur erfiðara að bregðast við skorti á starfsfólki en verið hefur að undanförnu. Þeir telja þó að svigrúm sé til staðar enda virðast þeir geta flutt inn vinnuafl þegar þörf er á eins og sjá má á því að fjölgun aðfluttra umfram brott- flutta að undanförnu stafar eingöngu af fjölgun erlendra ríkisborgara. Vandi að para saman framboð og eftirspurn á vinnumarkaði? Atvinnuleysi virðist enn vera yfir jafnvægisgildi sínu sem er metið á bilinu 4½-5% en heldur hefur hægt á hjöðnun þess eftir því sem það hefur færst nær jafnvægisgildinu. Hægari hjöðnun atvinnuleysis gæti verið vísbending um að einhver vandkvæði séu á pörun milli fram- boðs og eftirspurnar á vinnumarkaði. Tölur um atvinnuleysi eftir lengd benda þó ekki til að fólk festist í atvinnuleysi þar sem langtímaatvinnu- leysi hefur minnkað í takt við hjöðnun atvinnuleysis (mynd IV-21). Ennfremur virðist inn- og útflæði á atvinnuleysisskrá vera nokkuð jafnt eins og sjá má á því að atvinnuleysi þeirra sem hafa verið án atvinnu í sex mánuði og upp í ár hefur verið nokkuð stöðugt. Hins vegar gæti þróun atvinnuleysis meðal háskólamenntaðra bent til vandkvæða við pörun á vinnumarkaði en atvinnuleysi þeirra jókst í fyrra á sama tíma og það minnkaði á meðal annarra menntunarhópa. Aukið atvinnuleysi háskólamenntaðra þrátt fyrir fjölgun starfa má líklega rekja til tveggja þátta: annars vegar að mörg þeirra starfa sem hafa skapast að undan- förnu hafa verið í greinum þar sem þörf er á minni menntun en það rímar einnig ágætlega við innflutning á vinnuafli að undanförnu og þá þróun sem sjá má í samsetningu landsframleiðslunnar þar sem ferðaþjónusta hefur aukist mikið. Hin skýringin er að sá mikli fjöldi sem fór í háskólanám eftir fall bankanna hafi verið að koma inn á vinnumarkaðinn og eigi erfitt með að finna störf við hæfi. Lítill framleiðnivöxtur Framleiðnivöxtur hefur verið tiltölulega hægur eftir að efnahagsbatinn hófst árið 2010 enda hefur heildarvinnustundum fjölgað í takt við aukningu landsframleiðslunnar og meira en svo í fyrra (mynd IV-22). Þetta er nokkru hægari framleiðnibati en á fyrri bataskeiðum en í takt við reynslu flestra annarra þróaðra ríkja í kjölfar fjármálakreppunnar. Skýringin er líklega einnig áþekk: hægur vöxtur eftirspurnar og mikil skuldsetning fyrirtækja sem hvort tveggja veldur því að fjárfesting fyrirtækja hefur verið lítil í kjölfar kreppunnar og er enn. Annað sem gæti skipt máli hér á landi er að samsetning framleiðslunnar hafi breyst þannig að vægi greina þar sem framleiðni er minni hafi aukist. Það kemur hins vegar nokkuð á óvart að framleiðni aukist hægt vegna mikillar fjölgunar heildarvinnustunda í ljósi þess að raunlaun hafa hækkað töluvert frá því að þau urðu lægst um mitt ár 2010. Spáð er heldur hægari framleiðniaukningu í ár en í ágúst þrátt fyrir heldur -2 -1 0 1 1. Margfaldað með -1 til að neikvætt frávik frá meðaltali sýni spennu. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd IV-20 Mælikvarðar fyrir spennu á vinnumarkaði fyrstu þrjá ársfjórðunga ársins Frávik frá meðaltali áranna 2003-2014 mælt í fjölda staðalfrávika 2014 2013 2012 Atvinnuþátttaka Árstíðarleiðrétt atvinnuleysi (VMK)1 Meðal- vinnu- stundir Hlutfall starfandi Hlutfall fjölda í hluta- starfi af fjölda starfandi1 1. Ársmeðaltal fyrir árið 2014 byggist á grunnspá PM 2014/4. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-22 Framleiðni vinnuafls og framlag undirliða 2005-20141 Fjöldi starfandi (andhverfar tölur) Meðalvinnustundir (andhverfar tölur) Hagvöxtur Framleiðni (VLF í hlutfalli af heildarvinnustundum) -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 12 ‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05 Mynd IV-21 Atvinnuleysi eftir lengd1 1. ársfj. 2003 - 3. ársfj. 2014 % af mannafla Alls Minna en 6 mánuðir 6-12 mánuðir Meira en 12 mánuðir 1. Árstíðarleiðrétt. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 ‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.