Peningamál - 05.11.2014, Page 37

Peningamál - 05.11.2014, Page 37
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 4 37 Hagstofa Íslands birti þjóðhagsreikninga fyrir annan fjórðung þessa árs og endurskoðun á sögulegum tölum allt aftur til ársins 1997 hinn 19. september sl. Þessi endurskoðun er að hluta til komin vegna nýrra reglna um gerð þjóðhagsreikninga, ESA 2010. Helstu breyting- arnar í þessum nýju reglum eru að rannsóknar- og þróunarkostnaður er nú flokkaður sem fjármunamyndun og bætist við fjármunaeign- ina, kaup á varanlegum hergögnum eins og flugvélum og herskipum eru ekki lengur flokkuð beint með samneyslu ársins heldur sem fjár- festing og viðbót við fjármunaeign, vörur sem sendar eru til vinnslu erlendis eru ekki lengur taldar með útflutningi og innflutningi vara heldur er framlag erlenda fyrirtækisins flokkað sem innflutt þjónusta (og útflutt þjónusta í heimalandi erlenda fyrirtækisins) og áfallnar lífeyrisskuldbindingar eru færðar til gjalda hjá greiðendum og til eignar hjá heimilum óháð því hvort búið er að greiða viðkomandi skuldbindingu. Ýmis önnur ákvæði eru í ESA 2010, bæði ákvæði sem lúta að heimildum og úrvinnslu gagna og einnig birtingu þjóðhags- talna og endurskoðun á þeim. Líkt og samsvarandi stofnanir í öðrum Evrópuríkjum hefur Hagstofan látið endurskoðunina ná til fleiri at- riða en þeirra sem eru nýmæli í ESA 2010. Ólögleg starfsemi, t.d. vændi, smygl og eiturlyfjasala, er nú talin með í fyrsta sinn og miklar breytingar hafa einnig orðið á liðunum óbeint mæld bankaþjónusta og húsnæðiskostnaður.1 Við endurskoðunina hækkar mælt nafnvirði landsframleiðslu frá marsbirtingu þjóðhagsreikninga að meðaltali um 3,1% á tíma- bilinu 1997-2007 en um 4,9% að meðaltali á tímabilinu 2008-2013. Hækkun landsframleiðslunnar á föstu verðlagi er meiri: að meðaltali hækkar hún um 3,6% á tímabilinu 1997-2007 en um 8,5% á tíma- bilinu 2008-2013. Hækkun á nafnvirði landsframleiðslunnar hér á landi er svipuð og í ýmsum öðrum löndum. Í Bretlandi hækkar mælt nafnvirði landsframleiðslunnar á árunum 1997-2009 að meðaltali um 3,6%, í Frakklandi hækkar mælingin um 3,2% á árinu 2010 (þ.a. 2,4% vegna ESA 2010), í Hollandi er hækkunin á árinu 2010 7,6% (þar af 3% vegna ESA 2010) og í Danmörku þar sem þjóðhags- reikningatölur hafa verið endurskoðaðar aftur til ársins 1966 hækkar mæld landsframleiðsla á milli 1,6% og 3,1%. Helstu aðferðafræðibreytingar Þau atriði sem valda mestum breytingum á stærðunum í ráðstöf- unaruppgjöri þjóðhagsreikninga eru: Rannsóknar- og þróunarkostnaður er nú flokkaður sem fjár- festing en var áður talinn með aðföngum. Þessi breyting leiðir til þess að mæld landsframleiðsla hækkar um 1,4%. Hún hækkar fjár- munamyndun um 14-16% undanfarin fimm ár og þar sem verulegur hluti rannsóknar- og þróunarkostnaðar var áður talinn til samneyslu lækkar samneyslan um 2½% á sama tíma. Þessi breyting hækkar fjármunaeign þjóðarbúsins í lok ársins 2012 um 5,3%. Óbeint mæld bankaþjónusta, þ.e. sá hluti af þjónustu fjár- málastofnana sem viðskiptavinir þeirra greiða fyrir með vaxtamun inn- og útlána en ekki beinum þjónustugjöldum hefur verið endur- metin. Endurmatið veldur 2,5% hækkun landsframleiðslunnar árið 2007 en 1% hækkun í fyrra og kemur fram sem hækkun einka- neyslu og samneyslu ásamt því að bæta vöru- og þjónustujöfnuð, en jöfnuður frumþáttatekna versnar jafn mikið. Húsaleiga hefur verið endurmetin sem leiðir til hækkunar landsframleiðslu um ½-1% sl. fimm ár en lækkunar um 0,3% árið 2007. Ólögleg starfsemi, t.d. vændi og eiturlyfjasala, er nú talin með í landsframleiðslu hér á landi í fyrsta sinn. Samkvæmt þjóðhagsreikn- 1. Sjá nánari umfjöllun í Hagtíðindum 2014:10, Hagstofa Íslands, 19. september 2014. Rammagrein 1 Nýjar aðferðir við gerð þjóðhagsreikninga

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.