Kópavogsblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 2

Kópavogsblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 2
Námskrá fyrir leikskóla Út er komin námskrá fyrir elstu börnin í leikskólum Kópavogs en námskráin hefur verið í vinnslu og prófun frá árinu 2004. Markmið með námskránni er m.a. að tryggja að öll fimm ára börn í leikskólum Kópa- vogs takist á við krefjandi, áhuga- verð og fjölbreytt leikskólaverkefni í samræmi við aldur sinn og þroska, einstaklingslega og í hópi; að fimm ára börn í leikskólum Kópavogs tak- ist á við skólastarf sem er byggt á þekkingu á því hvernig börn á þessum aldri læra mest og best; að börnin takist á við nám sem byggt sé á áhugahvöt og virkni þeirra; að gera starf og nám fimm ára barna í leikskólum Kópavogs sýnilegra; að auðvelda kennurum í leikskólum Kópavogs að byggja upp gott starf með elstu börnum leikskólanna og miðla til foreldra og annarra í hverju það er fólgið. Námskráin nær til allra þátta í leikskólastarfinu en sérstök áhersla er lögð á lýðræðislegt starf með börnunum. Teppi til Afríku Konur á dvalarheimilinu Sunnu- hlíð afhentu nýlega Kópavogsdeild Rauða krossins 58 ungbarnateppi. Teppin eru kærkomin gjöf og renna í verkefni deildarinnar sem kallast Föt sem framlag. Þau eru send erlend- is, einkum til Afríku, þar sem börn í neyð njóta góðs af þeim. Sjálfboðalið- ar í Kópavogsdeild prjóna og sauma fyrir neyðaraðstoð og þar sem þörf- in er mikil er kærkomið fyrir deild- ina að fá fleiri sjálfboðaliða sem hafa gaman af hannyrðum og leggja um leið sitt af mörkum til hjálparstarfs. Hver og einn getur sniðið sitt fram- lag að eigin þörfum, sinnt því í hópi eða heima. Breytingum á hafnar- svæðihafnað Bæjarráð Kópavogsbæjar hef- ur staðfest ákvörðun skipulags- nefndar frá 6. nóvember 2007 þar sem hafnað var tillögu að breyttu skipulagi á hafnarsvæðinu vestast á Kársnesi. Ákvörðunin grundvall- ast á innsendum athugasemdum. Alls bárust athugasemdir frá 1674 einstaklingum og samtökum, þar af 1117 af Kársnesinu sjálfu. Í umsögn bæjarskipulags Kópavogsbæjar eru athugasemdirnar dregnar saman í flokka og umsögn gerð um þær í því samhengi. Athugasemdunum var skipt í eftirfarandi aðalflokka, hafnar- svæði, umferð, íbúaaukning, vistkerf- ið, tenging undir/yfir Fossvog, flugör- yggi, áhrif á fasteignaverð, útsýni og almennt um skipulagið. Bæklingur um íþróttir í Kópavogi Út er kominn myndskreyttur bæk- lingur um íþróttir og íþróttamann- virki í Kópavogi. Með bæklingnum vilja bæjaryfirvöld vekja athygli á þeirri fjölbreyttu íþróttastarfsemi sem stunduð er í Kópavogi og þeirri umgjörð sem bærinn hefur búið þessum mikilvæga málaflokki. „Stjórnendur bæjarins telja að með því að búa vel að íþróttastarfi stuðli bærinn að heilbrigðum og hollum lífsháttum,” segir Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri. „Í Kópavogi eru flestar greinar íþrótta stundaðar og aðstað- an er hvergi betri.” Upplýsinga- bæklingurinn er borinn inn á hvert heimili í bænum. Í honum segir með- al annars frá Kórnum, íþrótta- og tónleikahöll við Vallakór, Sundlaug Kópavogs og íþróttamiðstöðinni Ver- sölum, íþróttaaðstöðu í Fossvogs- dal og Kópavogsdal, Kópavogsvelli, golfvelli GKG, Tennishöll Kópavogs, íþróttahúsinu Digranesi, nýju hest- húsahverfi Gusts, aðstöðu siglinga- félagsins Ýmis, íþróttahúsum skól- anna að ógleymdum sparkvöllum, útivistarsvæðum og hjólreiðastígum. Kópavogsbær vill kaupa leikskólann Kjarr Á fundi bæjarráðs Kópavogs var lögð fram umsögn fræðslustjóra varðandi framtíð leikskólans Kjarrs- ins. Lagt er til að freistað verði að ná viðunandi samningum við eiganda leikskólans um kaup Kópavogsbæj- ar á húsnæði og búnaði skólans. Bæjarráð samþykkir að leitað verði samninga um kaup á leikskólanum og felur fræðslustjóra að koma með nánari útfærslu á umsögn sinni. Fjárhaldsmaður verði skipaður við leik- skólann Hvarf Á fundi bæjarráðs var einnig lögð fram greinargerð frá bæjarlögmanni og framkvæmdastjóra fræðslusviðs um leikskólann Hvarf. Framkvæmda- stjóri fræðslusviðs og bæjarlög- maður gerðu grein fyrir stöðu mála varðandi rekstur leikskólans. Bæj- arráð felur bæjarlögmanni og fram- kvæmdastjóra fræðslusviðs, með hliðsjón af framkomnum upplýsing- um að leita eftir samkomulagi við rekstaraðila skólans um það, að skip- aður verði fjárhaldsmaður af hálfu bæjarins yfir rekstur leikskólans og þeim tilkynnt, að ekki komi til greina endurnýjun samnings þegar hann rennur út 31. júlí nk. Að öðrum kosti verði þeim falið að tilkynna rekstrar- aðilum ákvörðun bæjarráðs um að rifta þegar samningi um rekstur skól- ans á grundvelli 18. gr. hans, vegna vanefnda rekstraraðila. Rekstrarform Sundlaug- ar Kópavogs óbreytt ÍTK hefur ákveðið að halda rekstr- arformi Sundlaugar Kópavogs óbreyttu en fyrir hefur legið beiðni fyrir líkamsræktarfélaginu Rækt um að fá sundlaugina á leigu. Ármann Kr. Ólafsson tekur undir bókun ÍTK á fundi bæjarráðs og áréttar að hon- um finnist einkennilegt að bæjarfull- trúar Samfylkingarinnar samþykki lið- inn og jafnframt setji bæjarlögmann i vinnu við að kanna, hvort verkið sé útboðsskylt, þegar það liggur fyrir að verkið verði ekki boðið út. Þar með hljóti Samfylkingin ennþá að vera að velta því fyrir sér að gera slíkt. Guðríður Arnardóttir og Hafsteinn Karlsson óskuðu bókað: “Sitt sýnist hverjum. Í bæjarráði, bæjarstjórn og ÍTK, hafa fulltrúar Samfylkingarinn- ar ítrekað bókað að þeir séu á móti því að færa rekstur sundlaugarinnar til einkaaðila. Guðríður Arnardótt- ir Hafsteinn Kalsson.” Ármann Kr. Ólafsson óskaði bókað: “Eins og svo oft áður talar Samfylkingin tungum tveim.” Bæjarfulltrúar Samfylkingar- innar óskuðu bókað: “Samfylkingin hefur talað einum rómi í þessu máli, eins og lesa má í fundargerðum bæj- arins.” Óperuhúsið útboðsskylt? Fulltrúar Samfylkingarinnar í bæj- arráði hafa óskað eftir umsögn bæj- arlögmanns um, hvort að arkitekta- samkeppnin varðandi Óperuhúsið sé útboðsskyld, þar sem Kópavogs- bær efnir til samkeppninnar og greið- ir fyrir hana. Styrkur vegna Evrópukeppni HK Handknattleiksdeild HK hefur ósk- að eftir styrk vegna tveggja leikja í Evrópukeppninni gegn danska lið- inu FCK-Handbold. Bæjarráð sam- þykkti að veita styrk að upphæð 700.000 krónur. Frá aðalstjórn HK barst erindi þar sem óskað er eftir þ ví að félagið fái skipaðan fulltrúa í dómnefnd vegna framkvæmda í Fagralundi við Furugrund. Bæjarráð lítur jákvætt á málið og óskar eftir tilnefningu frá félaginu. Skúr fyrir skíðagöngu- fólk í Bláfjöllum Á fundi skipulagsnefndar nýverið var lagt fram erindi Önnu Kristínar Sigurpálsdóttur fyrir hönd Félags áhugafólks um skíðagöngu. Í erind- inu felst að óskað er eftir stöðuleyfi fyrir gám á skíðasvæðinu í Bláfjöll- um. Leyfið yrði tímabundið frá nóvember 2007 til júní 2008. Með erindinu fylgdi loftmynd af svæð- inu. Skipulagsnefnd samþykkti fyrir sitt leyti tímabundið stöðuleyfi fyrir gámaskúr fram til 15. júní 2008 og vísaði erindinu til afgreiðslu bygging- arnefndar og umsagnar tæknideildar vegna leiðslu rafmagns í gáminn. 2 Kópavogsblaðið Útgefandi: Borgarblöð ehf. Vesturgötu 15 • 101 Reykjavík Sími: 511 1188 • 561 1594 Fax: 561 1594 Ritstjóri: Geir A. Guðsteinsson, Sími 564 5933, 898 5933 Netfang: geirgudsteinsson@simnet.is Auglýsingasími: 511 1188 • 561 1594 • 895 8298 Netfang: borgarblod@simnet.is Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Kristján Jóhannsson Umbrot: Valur Kristjánsson Prentun: Landsprent ehf. Dreifing: Íslandspóstur 12. tbl. 3. árgangur Kópavogsblaðinu er dreift frítt í öll hús í Kópavogi. S T U T T A R B Æ J A R F R É T T I R F orsætisráðherra fór þess á leit við þjóðina nýlega að fresta hús-næðiskaupum til þess að ná niður verðbólgunni. Þetta er vel meint en virkar því miður illa, rétt eins og að biðja fólk um að halda niðri í sér andanum til þess að spara súrefni. Hins vegar geta hvatningarorð ráðherra ásamt vaxtahækkunum og íþyngjandi lánaskil- yrðum bankanna orðið til þess að húsnæðismarkaðurinn frjósi. Ef það gerist er hætt við verðfalli á eignum og gjaldþrotum sumra heimila í landinu. Ef það gerist að húsnæðismarkaðurinn frýs eða hrinur þá mun það vissulega hafa áhrif til lækkunar á verðbólgu, en það er allt of dýru verði keypt. Fórnarlömbin verða meðal annarra íbúðareigend- ur sem eru með þunga greiðslubyrði, hafa veðsett eignir sínar hátt og geta ekki losað sig við þær eða þá aðeins með miklu tapi. Jólastressið N ú heyrir maður stundum að verið sé að vara við jólastressinu en spyr sig um leið hvaða fólk það er sem mest talar um það. Líklega sérfræðingar á sviðinu og umfjöllunin þá dulin auglýsing fyrir starfsemi þeirra en umfjöllunin um stressið eykur það frekar en minnkar það. Ef allir eru stressaðir en ekki við er það kannski merki um að við séum ekki að standa okkur í stykkinu? Þarf þá ekki að baka fleiri sortir, kaupa stærri gjafir og fara aðra umferð yfir gólfin? Sjálfur finn ég engan skilgreinanlegan mun á jólastressi og stressi á öðrum árs- tímum. Líklega væri ég stressaðri ef ég ætti ekki fyrir þeim jólagjöfum sem mig langar að gefa eða get ekki keypt þann mat sem mig langar að borða með minni fjölskyldu svo samkvæmt því eru þeir efnaminni stressaðri en þeir efnameiri. Það er líklega gott dæmi um stress að mega ekki missa af opnun leikfangabúðar og leggja meira að segja á sig tveggja tíma bið til að komast þar inn og kaupa svo þar ýmislegt sem ekki er víst að nokkur not séu fyrir. Kannski er gott fyrir þá sem eru að fara “á límingunum” að hugleiða tilgang jólanna, fæðingu frelsarans og raula kannski með eitt jólalag eða jólasálm í jólaundirbúningnum eða bara í bílnum þegar ekið er milli verslana. Það kemur á margan hátt ró á hugann. Gleðileg jól! J ólin nálgast. Fyrir um tveimum öldum síðan bjó á Íslandi skáld sem mörgum hugnaðist ekki á þeim tíma. Þetta var Bólu-Hjálmar sem hefur ort mörg af ógleymanlegustu kvæðum og kviðlingum sem út hafa komið á íslenska tungu. Um jólin orti Bólu-Hjálmar: Lífdaga því lækkar sólin lúrast vinnukraftur minn; ekkert til að éta um jólin ég á nú í þetta sinn. Öll eru slitin iðjutólin, ellin hrukkar gráa kinn; Færa mig í feigðar kjólinn forlög manna skilgetin. Í allsnægtum nútímans á Íslandi þurfa fáir að hugsa svona, allt er til alls enda best að búa á Íslandi af öllum þjóðum samkvæmt alþjóðlegri könnum. KÓPAVOGSBLAÐIÐ óskar öllum lesendum sínum gleðilegra jóla, árs og friðar. Geir A. Guðsteinsson Haldið niðri í ykkur andanum DESEMBER 2007 HERTOCBARÁTTATILSÍÐASTARÐSORÐASKAKÍBAKGRUNNAFÞREYINGBARÁTTAÁSKORUN SKEMMTILEGTÞOSKANDIORÐSNILLDEINBEITINGTAKMARKALAUSIRMÖGULEIKARSTUTT YFIRLITORÐASKAKIERLEYFTAÐRÆNAORÐIFRÁÖÐRUMLEIKMANNITAKMARKIÐERAÐSAF NA6RÐUMOGVINNURSÁSPILIÐSEMNÆRÞVÍAKI.ENGINNERÖRUGGURMEÐSITTFYRRENUP PERSTAÐIÐORÐANDSTÆÐINGSMÁGERAAÐSÍNUMEÐÞVÍAÐBÆTAVIÐSTAFEÐASTÖFUMO GUMRAÐAÞEIM.ÞEGARORÐUMFJÖLGARAUKASTMÖGULEIKARNIROGSTAÐAÞÁTTTAKEN DAERFLJÓTAÐBREYTASTHEILSPILAUMFERÐÍORÐASKAKIGETURTEKIÐINNANVIÐHÁLFTÍ MAÞEGARSPILAÐERMEÐKLUKKUKEPPNINSTENDURTILSÍÐASTAORÐSSPILAREGLURINNIH ALDSPILABRETTI126GLÆRARSTAFATÖFLUR(125BÓKSTAFIROG1JÓKER),14HVÍTARPLASTS KINNURFLAUELSPOKIKLUKKA(BATTERÍFYLGJA)OGÞESSARSPILAREGLURSIGURVEGARISÁ SEMFYRSTURMYNDARSEXRÐFJÖLDIKEPPENDAKJÖRIÐFYRIRKEPPENDUREÐA4KEPPNISLI ÐEINNIGGETAKEPPENDURVERIÐ23EÐA5ALDURÞÁTTAKENDAHENTARBEST10ÁRAOGELD RIENMARGIRKNÁIRYNGRIÞÁTTAKENDURHAFASTAÐIÐSIGMEÐSÓMASTILLTUPPFYRIRLEIK SETJIÐSPILABRETTIÐÁORÐIÐMILLIÞÁTTAKENDAÍLEIKNUMLEGGIÐPLASTSKINNURNARO GSTAFAPOKANNTILHLIÐAREINNÞÁTTAKANDIDREGUR5STAFIÚRPOKANUMOGLEGGURÞ ÁÁBORÐIÐMEÐBÓKSTAFSHLIÐUPPLEIKMAÐUR12OSFRVÁMYNDHVERBYRJAR?HVERKEP PANDIEÐAKEPPNISLIÐDREGUREINNSTAFUPPÚRPOKANUMOGSETURÁBORÐIÐÍVIÐBÓTVI ÐÞÁSEMFYRIRERUSÁSEMDREGURSTAFFREMSTANÍTAFRÓFINUHANNBYRJAREFFJÓRIRKE PPENDURDRAGADDLOOGTBYRJARSÁSEMDRÓDSEMERNÆSTAFYRSTASTAFSTAFRÓFSIN SEFTVEIRDRAGASAMASTAFFREMSTANÍTAFRÓFINUDRAGAÞEIRAFTURÞARTILANNARDRE GURFREMRISTASÁÞEIRRASEMDREGURFREMRITAFHANNLEIKSPILIÐGENGURSÓLARSINNI SÞANNIGAÐÞEGAREINNHEFURLOKIÐLEIKLEIKURNÆSTSÁSEMERHONUMÁVINSTRHÖND ATHALLIRSTAFIRSEMDREGNIRHAFAVERIÐTILÞESSAEIGAAÐLIGGJAÁSPILABRETTINU3LEI KURINNHAFINNHVERLEIKMAÐUR(EÐALIÐ)DREGURNÚHVERSINNTAFGHEFURHANNFYRI RSIGGEYMIRANNÍHENDINNIOGSÝNIRÖÐRUMLEIKMÖNNUMHANNEKKISÁDRÓBYRJUNA RRÉTTINNHANNÁLEIKNÆSTGERIRSÁSEMERHONUMÁVINSTRIÖNDOSFRVALGENGTERAÐ STILLAKLUKKUNAÁEINAMÍNÚTUFYRIRHVERNLEIKEINNIGERHÆGTAÐ MÁLEIKLEGGURTAFINNSINNÁBORÐIÐOGREYNIRAÐRAÐASAMANORÐIEKKIÞARFAÐNOT AEIGINSTAFHELDURMÁMYNDAORÐÚRHVAÐASTÖFUMSEMERÁBORÐTAKMÖRKUNGILTO RÐVERÐURAÐHAFAMINNST3STAFI.EIGINNÖFNOGKAMMSTAFANIRRUEKKIGILDEKKIERN ÆGILEGTAÐBÆTAVIÐEINUMSTAFAFTANVIÐTILAÐRÆNAORÐITDAÐBÆTAIVIÐBARNSVOR JÓLASPILIÐ 2007 ER KOMIÐ Orðaskak er margverðlaunað metsöluspil sem heldur þátttakendum á nálum allan tímann. www.ordaskak.is

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.