Kópavogsblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 24

Kópavogsblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 24
24 Kópavogsblaðið DESEMBER 2007 Nemendur 10. bekkjar Smáraskóla fyrstu félagsmenn unglingadeildar Ferðafélags Íslands Í haust sendi menntamála- ráðuneytið út bréf þess efnis að skólar megi ekki leita til for- eldra um greiðslur fyrir ferðir nemenda sem skipulagðar eru af skólum. Smáraskóli hefur frá upphafi lagt áherslu á útivist og ferðalög, þar á meðal fara elstu bekkirnir í hálendisferð- ir, ganga Laugaveginn og hjóla Fjallabaksleiðir. Til að geta haldið áfram með þennan þátt í skólastarfinu greip stjórn Smára- skóla til þess ráðs að finna stuðningsaðila. Ferðafélag Íslands brást fljótt við, og í tilefni af 80 ára afmæli félagsins ákvað stjórn þess að styrkja Smáraskóla til að gera þessar hálendisferðir áfram mögulegar. Ferðafélagið ákvað þennan dag að opna fyrir aðild fyrir unglinga og voru nemendur í 10. bekk Smáraskóla fyrstu full- trúar þess hóps og færði stjórn FÍ þeim að gjöf ókeypis félagskort ásamt sérmerktum flíspeysum á hvert og eitt þeirra ásamt GPS- staðsetningartæki talstöð. Sigurlín Sveinbjarnardóttir, skólastjóri Smáraskóla, sagði af þessu tilefni óska Ferðafélaginu til hamingju með þann áfanga að opna félagsaðildina fyrir ung- mennum en um leið þakka fyrir hönd Smáraskóla góðar gjafir og að nemendur Smáraskóla nytu þess heiðurs að verða fyrstu félagarnir í ungmennadeild FÍ. “Smáraskóli skapaði strax við stofnun skólans, árið 1994, þá stefnu að nemendur skyldu njóta sem mestrar útivistar og að þeim yrði kynnt ferðalög og færni í tengslum við útilegur. Það er hún Kristín Einarsdóttir, kennari, stundum kölluð ,,Fjalla- Stína” sem á mestan heiður af þessari framkvæmd. Markmið með þessu verkefni er að styrkja félagslega stöðu nemenda, auka sjálfstraust þeirra auk þess að kynna þeim náttúru landsins og gera þau færari í að stunda marg- víslega útivist. Starfið hefur far- ið þannig fram að hver einasti árgangur skólans fer í ferðalag þar sem gist er eina nótt eða fleiri og breytileg og stigvaxandi verkefni fylgja hverju ferðalagi. Það byrjar með að 6 ára nemend- ur sofa í skólanum og læra að halda kvöldvöku og passa svefn- pokann og dótið sitt. Svo er farið í svokallaðar ,,Hóla- og fjallaferð- ir” en þá ganga allir nemendur skólans á hóla og fjöll í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og alltaf hærri og hærri eftir því sem þau stækka sjálf. Áttundi bekkur gengur síð- an,,Laugaveginn” frá Landmanna- laugum í Þórsmörk. Fjögurra daga ganga sem krefst ekki síð- ur andlegs en líkamlegs styrks. Í þessari ferð læra börnin ómet- anlega lexíu um náttúru Íslands, þau vita eftir þetta að slíkar ferð- ir eru á þeirra færi og sjálfstraust þeirra við slíkar aðstæður eflist. Ekki síst eru svona ferðir vel falln- ar til að styrkja félagsvitund hóps- ins eða eins og þau segja sjálf ,,við verðum betri vinir”. Níundi bekkur hjólar 100 km. leið frá Landmannahelli, austur Fjallabak nyrðra og að Eldvatni. Á þessari leið uppgötva börnin að hálendið getur boðið upp á afþreyingu sem er skemmtileg og ögrandi. Þessi leið er ,,alvöru” hjólaleið og stolt þeirra er mikið eftir að hjóla upp erfiðar brekk- ur og yfir árnar. Tíundi bekkur hjólar 70 km. frá Laufafelli á Land- mannaafrétti og niður á Einhyrn- ingsflatir. Í Aðalnámskrá er víða drepið á nauðsyn útvistar og útveru og því ekki erfitt að tengja markmið ferðaverkefnis Smára- skóla við hana,” sagði Sigurlín Sveinbjarnardóttir skólastjóri í Norræna húsinu. Nemendur Smáraskóla í Norræna húsinu ásamt skólastjóra og kennurum á 80 ára afmæli Ferðafélags Íslands 27. nóvember sl., allir klæddir sérmerktum flíspeysum sem var gjöf frá FÍ. vesturgÖtu 12 opiÐ 14-18 mÁn.-lau. www.nornabudin.is galdrar Í neytendapakkningum, spÁspil, rÚnir og Óvenjuleg gjafavara. n rnabúðin

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.