Kópavogsblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 23

Kópavogsblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 23
“Soli Deo Gloria - Guði einum dýrð” voru einkunnarorð Tón- listardaga Dómkirkjunnar sem haldnir voru nýverið. Eins og jafnan áður voru haldnir tónleik- ar þar sem frumflutt var tónverk sem Dómkórinn hefur pantað. Að þessu sinni var það tónverk- ið “Missa brevis” eftir Þóru Mart- einsdóttur, dóttur Marteins H. Friðrikssonar dómorganista og Þórunnar Björnsdóttur, stjórn- anda Skólakórs Kársness. Verkið er samið í hefðbundnu messu- formi en þó vantar í það trúar- játninguna. Þóra stundaði nám í píanóleik í Tónlistaskólanum í Kópavogi og Reykjavík og söng í mörg ár í Skólakór Kársness undir stjórn móður sinnar og síðar í Hamra- hlíðarkórnum. Þóra lauk námi í tónfræðideild Tónlistaskólans í Reykjavík og meistaranámi frá Tónlistarskólanum í Gautaborg. Þóra er nú að kenna tónmennt við Vatnsendaskóla í Kópavogi og tónfræði við Suzuki-skólann í Reykjavík. - Hvenær kviknaði hugmyndin að “Missa brevis? “Kveikjan að verkinu var að hann pabbi minn kom og bað mig um að semja fyrir Tónlistardaga 2007. Eftir að hafa lagt höfuðið í bleyti með hentugan texta þá fannst mér sniðugast að semja messu. Það tók nú ekki langan tíma að velja þann texta enda mjög fallegur texti þar á ferð. Síðan tóku við allmargar tilraunir við að koma þessu saman og var ég meira og minna búin í maímánuði síðastliðnum.” - Hvernig stund var það að sitja í Dómkirkjunni og hlusta á Dóm- kórinn undir stjórn föður þíns flytja tónverkið? “Það var dásamleg stund að sitja í Dómkirkjunni og hlusta á þennan góða kór frumflytja eftir mig með svona miklum glæsibrag. Ég er alin upp í kringum þennan kór og marga kórmeðlimi hef ég þekkt eins lengi og ég man eftir mér. Þótti einnig mjög vænt um að pabbi minn væri að stjórna og hún ástkær móðir mín að syngja. Næsta verk á dagskrá hjá mér er sönglag fyrir kvennakóramót á Höfn í Hornafirði í vor og svo sjá- um við bara til hvað tíminn leiðir í ljós,” segir Þóra Marteinsdóttir. 23KópavogsblaðiðDESEMBER 2007 Þóra Marteinsdóttir, tónmenntakennari við Vatnsendaskóla, með föð- ur sínum, Marteini H. Friðrikssyni eftir flutninginn á “Missa brevis.” Samdi tónverk fyrir kór sem faðirinn stjórnaði C M Y CM MY CY CMY K Náttúrufræðistofa Kópavogs Hamraborg 6 A · Kópavogi · Sími 570 0430 · Fax 570 0431 · www.natkop.is Náttúrufræðistofa Kópavogs Natural History Museum of Kópavogur Sýningarsalir opnir: Mánudaga – fimmtudaga kl. 10–20 Föstudaga kl. 11–17 Laugardaga og sunnudaga kl. 13–17 Sýningarsalir Fræðsla Rannsóknir Ráðgjöf Hópum veitt leiðsögn eftir samkomulagi Pantanir í síma 570 0430 Ókeypis aðgangur Kópavogsbúar í útrás á Spáni Þó gott sé að búa í Kópavogi leggja einnig margir Kópavogs- búar land undir fót og setjast að erlendis. Unnur S. Aradóttir og Árni Stefánsson, sem var þekkt- ur handboltaþjálfari hérlendis, m.a. hjá HK, bjuggu í Lindahverf- inu en fóru af landi brott fyrir um ári síðan og settust að á Tor- revieja-svæðinu á Spáni. Þau eru með í útleigu þar 7 glæsilegar íbúðir á frábærum stað á Tor- revieja-svæðinu. Þau Unnur og Árni segja að þarna sé allt til alls og tilvalið fyrir fjölskyldur að fara í gott sumarfrí á þessum slóðum. Ferðaskrifstof- ur eru með áætlanir til Alicante en frá flugvellinum þar er aðeins um 35 mínútna akstur frá íbúða- hótelinu. Þessar ferðir renna út eins og heitar lummur og því borg- ar sig að bóka sem fyrst. Unnur og Árni eru m.a. með frábærar íbúðir í La Rotonda íbúðahótel- inu í Cabo Roig-hverfinu sem er um 5 km frá miðbæ Torrevieja. Cabo Roig er skemmtilegt hverfi þar sem fjöldi veitingastaða er í göngufæri frá hótelinu og strönd- in er einnig rétt hjá. La Rotonda La Rotonda íbúðahótelið er stað- sett í hverfi sem heitir Cabo Roig í Aqua Marina rétt sunnan við borg- ina Torrevieja. Íbúðirnar eru með þvottavél, sjónvarpi, DVD-spilara og öllum nauðsynlegum húsbún- aði. Loftkæling er í báðum her- bergjunum og í stofunni. Á neðstu hæð er móttaka sem er opin allan sólarhringinn. Þar er einnig veit- ingastaður og bar við sundlaugina auk þess sem á neðstu hæðinni er kjörbúð, kaffihús, bakarí, búðir með smávöru og ýmis önnur þjón- usta. Cabo Roig er fallegt hverfi sem jafnan er talið eitt best stað- setta hverfi Costa Blanca strand- arinnar. Costa Blanca ströndin er sú stærsta sem liggur að Spáni.

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.