Kópavogsblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 10

Kópavogsblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 10
Ólafur Þór Gunnarsson lækn- ir leiddi framboðslista Vinstri hreyfingarinnar, græns framboðs við bæjarstjórnarkosningarnar í Kópavogi 2002, en náði ekki kjöri. Hann vann prófkjör fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar 2006 og leiddir listann aftur, en að þessu sinni vann listinn einn mann, og Ólafur varð bæjarfulltrúi. Ólafur var spurður hvort það hafi ekki hvarflað að honum fyrir kosning- arnar 2006 að láta öðrum eftir forystusætið til að tryggja einn mann kjörinn, en kannanir um fylgi flokkanna benti um tíma til þess að VG fengi engan mann kjör- inn í Kópavogi. “Í raun hef ég alltaf litið á stjórn- mál sem langhlaup. Prófkjör og jafnvel kosningar eru kannski líkari spretthlaupi, en starfið sjálft, upp- byggingin innra starfið stefnumörk- un eru ekkert annað en langhlaup. Þó illa gangi í einum riðli hættir bar- áttan ekki,” segir Ólafur Þór. “Mín aðkoma var kannski svolít- ið önnur en margra að því leiti að ég er ekki alinn upp í neinum flokki, kem því tiltölulega ferskur að mál- um þegar ég byrja og ekki ástæða til að halda að allt gangi upp í fyrsta hring. Ég var beðinn um að leiða listann 2002, og þegar kom að kosn- ingunum 2006 ýttu margir við mér í Kópavogsfélaginu að bjóða mig fram, og þegar kom til þess að við hefðum forval fannst mér erfitt að skorast undan. Auðvitað kann ég að meta það traust sem mér hefur verið sýnt og reyni að gera allt sem ég get til að bregðast því ekki. Það hjálpaði kannski til að í kosningun- um 2002 var útkoma VG í Kópavogi ósköp svipuð og annars staðar á landinu þar sem flokkurinn bauð fram lista með “nýgræðingum”. Því fannst mér aldrei ástæða til að meta það svo að árangur VG í Kópavogi í þeim kosningum hefði verið mín “sök” eða “mistök”, held- ur miklu fremur endurspeglun á að maður byggir ekki upp stjórnmála- flokk á einni nóttu, heldur er það starfið í grasrótinni sem á löngum tíma skilar árangri.” - Þú hefur verið mjög gagnrýnin á meirihlutastjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Hefði komið til greina að vinna með öðrum þeirra eða báðum í meirihlutasamstarfi? “Vinstri græn sögðu fyrir kosn- ingarnar 2006, ekki bara í Kópavogi heldur víðast hvar á landinu, að okkur þætti eðlilegast að starfa með þeim flokkum sem væru næst- ir okkur í litrófi stjórnmálanna. Það er hins vegar svo í bæjarmálum að verkefnin eru oft þannig að ekki er ágreiningur um hvort eigi að hrinda þeim í framkvæmd, heldur hvenær eða hvernig. Því er oft ekki eins mik- il flokkspólitík innan sveitarstjórna eins og á landsmálavettvangi. Fyrsta val eftir síðustu kosningar hefði alltaf verið að mynda vinstri meirihluta ef það hefði verið hægt. Sú var ekki raunin þá, meirihluta- samstarf Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks hélt og þeir völdu að halda áfram. Í ellefu manna hópi er ekki hægt að leyfa sér að útiloka einhvern fyrirfram og því hefðu aðr- ir möguleikar verið skoðaðir. Það hefðu hins vegar verið miklu erfið- ari samningar og meiri innanflokks átök samfara því að hefja samstarf við t.a.m. við Sjálfstæðismenn, og niðurstaða úr slíkum viðræðum hefði engan veginn verið gefin fyr- irfram.” Málefni hjúkrunarheimila til sveitarfélaganna - Þú hefur barist fyrir bættum kjör- um aldraðra á þessu kjörtímabili. Er það svo að staða þeirra í Kópavogi er slæm, og ef svo er til hvaða ráða á þá að grípa til að rétta hlut þeirra? “Staðan í málefnum aldraðra er erfið allstaðar á höfuðborgarsvæð- inu. Það er hins vegar svo að þegar kemur að hjúkrunarrýmum, þá er staðan hvergi verri en hér. Á höf- uðborgarsvæðinu búa um 20 þús- und einstaklingar 67 ára og eldri, og af þeim eru 15% eða um 3000 manns í Kópavogi. Í Kópavogi eru hins vegar aðeins rúm 5% vist- og hjúkrunarrýma fyrir aldraða, þan- nig að það má ætla að 2 af hverj- um 3 Kópavogsbúum sem þarf á hjúkrunarrými að halda vistist utanbæjar. Þetta er mjög erfitt fyrir aðstandendur, einkum fyrir aldraða maka. Þá er framboð á heimahjúkr- un og heimaþjónustu takmarkað, sem gerir erfitt fyrir fólk að búa heima. Í raun þarf þrennt að koma til að mínu mati. Í fyrsta lagi þarf að byggja hjúkrunarrými í Kópa- vogi, og hefði átt að vera búið fyrir löngu. Líklega er bráðasti vandinn upp á 40-60 rými. Nú blasir við að Boðaþing verður ekki komið í notk- un sem hjúkrunarrými fyrr en á árinu 2009 í fyrsta lagi. Þangað til mun ástandið líklega halda áfram að versna verði ekkert að gert. Því þarf í öðru lagi að stórauka fram- lög til heimahjúkrunar og heima- þjónustu í Kópavogi. VG leggja til við fjárhagsáætlun 2008 að settir verði peningar í nýtt verkefni, nokk- urs konar liðveislu fyrir aldraða. Þá leggjum við til að tekin verði upp akstursþjónusta fyrir aldraða til jafns við rétt fatlaðra til slíkrar þjónustu. Hvort tveggja kostar ein- hverja peninga, líklega um 30-40 milljónir á ári af hálfu sveitarfélags- ins, en er afar brýnt til að létta und- ir með öldruðum og fjölskyldum þeirra. Heimahjúkrun þarf líka að auka, en þar er við ríkið að eiga. Því þarf í þriðja lagi að stefna að því að málefni aldraðra, þ.e. bæði heimahjúkrun og málefni hjúkrun- arheimila flytjist til sveitarfélags- ins með þeim tekjustofnum sem til þarf. Flutningur málefna aldraðra til félagsmálaráðuneytisins getur mögulega verið undanfari þess að þessi málaflokkur komist á forræði sveitarfélaganna. Við höfum flutt tillögur í bæjarstjórn um að leita eftir viðræðum við ríkið um þetta, en ekki haft erindi sem erfiði. Fram- koma samfélags við þá sem þurfa aðstoðar með er nokkurs konar spegill á samfélagið. VG vilja að Kópavogsbúar geti litið í þann speg- il og verið ánægðir með það sem þeir sjá.” - Launamál bæjarstarfsmanna hafa mjög verið í sjónmáli, m.a. hef- ur ekki gengið vel að manna leik- skólana. Minnihluti bæjarstjórnar hefur gagnrýnt þetta ástand, en er það ekki bara svo að vegna þess að atvinnuástand er svo gott í land- inu þá fer fólk bara í betur launuð störf? Er einhver önnur leið til en að hækka laun bæjarstarfsmanna? “Laun á vinnumarkaði eiga að vera kjarasamningaatriði. Hið opinbera getur samt haft heilmik- il áhrif á rammann sem umlykur gerð kjarasamninga, og sannarlega getur sveitarfélag haft mikil áhrif t.a.m. með aðbúnaði, viðmóti og fleiru. Svigrúmið sem samningar gefa þó, hefur hvergi nærri verið nýt til fulls. Kópavogur er sveitarfé- lag sem stendur ágætlega fjárhags- lega og hefur þess vegna bolmagn til að gera betur en margir aðrir. Bærinn hefur hins vegar valið að vera í samfloti með launanefnd sveitarfélaga, og getur þannig skýlt sér á bak við þá. Við höfum lagt til í bæjarstjórn að bærinn segi sig frá þessu samfloti og semji sjálfur við starfsmannafélagið og þau verka- lýðsfélög sem okkar fólk er í og taki þannig upp sjálfstæða og metnað- arfulla launastefnu fyrir sína starfs- menn. Nú nýverið var slík tillaga felld í bæjarstjórn. Auðvitað hefur atvinnuástandið í landinu áhrif, en þá er einmitt tækifæri til að bretta upp ermar og leita nýrra leiða.” - Ertu sammála áformum um að byggja óperuhús í Kópavogi? Á að hyggja að annari staðsetningu en á torfunni við Gerðarsafn, Bókasafnið og Salinn? “Ég vil gjarnan að það verði byggt í Kópavogi. Aðkoma bæjar- ins þarf að vera með þeim hætti að sveitarfélagið beri ekki um aldur og æfi allan kostnað af uppbyggingu og rekstri. Þar þurfa ríki og jafnvel sveitarfélögin í kring að koma að með framlögum. Þá getur aðkoma einkaaðila að málinu skipt veru- legu máli, en hún má ekki stýra því hvort eða hvernig óperuhús verður byggt. Staðsetningin skiptir líka máli. Ég hef bent á að það geti verið erfitt að koma húsinu fyrir á Borgarholtinu, og að þar sé lítið pláss. Ég hef m.a. bent á mögulega staðsetningu vestast á Kársnesinu, þar sem nú er hafnarsvæðið. Þá hef ég einnig bent á að skoða þann möguleika að setja húsið niður við Kópavog, á hluta þeirra lóðar sem nú hýsir Kópavogshælið. Eins hefur verið bent á möguleika eins og Nónhæð og fleiri staði, jafnvel Glaðheimasvæðið. Alla þessa mögu- leika á að skoða með opnum huga, og hönnunarsamkeppni og rekstr- armódel ættu að skoða alla þessa kosti.” Íbúalýðræði og íbúakosningar - Ertu sáttur við ákvarðanir meiri- hluta bæjarstjórnar Kópavogs í skipulagsmálum á þessu kjörtíma- bili? Ekki verður byggð stórskipa- höfn á Kársnesi, ákvarðanir um háhýsabyggð á Nónhæð hafa verið dregnar til baka og allt virðist vera í óvissu um uppbyggingu á svokölluðu Gustssvæði. Hefur verið farið offari í skipulagsmálum í Kópavogi? “Ekki í öllum málum. Vinstri græn hófu baráttu fyrir breytingum á Kársnesinu á árinu 2001. Við höf- um verið sjálfum okkur samkvæm í þeim breytingum sem við viljum þar, og höfum lagst gegn auknum umsvifum kringum höfnina eða stækkun athafnasvæðisins. Við höf- um stutt við baráttu íbúasamtaka í Lundi, Nónhæð og á Kársnesi. Það hefur verið gleðilegt að sjá hve íbú- arnir hafa látið sitt nærumhverfi sig miklu varða. Þetta er ein birtingin á íbúalýðræði eins og við höfum oft talað um. Bæjaryfirvöld mættu hinsvegar oft hafa meira frumkvæði þegar kemur að íbúalýðræði, jafnvel með íbúakosningum um mikilvæg mál. Það getur ekki verið meiningin í nútíma samfélagi að fólk fái tæki- færi til að segja sína skoðun á 4ra ára fresti en eigi svo bara að “halda í sér” þess á milli. Bæjarbúar verða líka meiri þátttakendur í svoleiðis samfélagi, og það er væntanlega það sem við viljum.” - Er gott að búa í Kópavogi? “Fyrir flesta er það svo. Við vin- stri græn viljum gera bæinn góðan fyrir alla, hvort heldur er aldraða, öryrkja, heilbrigða eða veika. Það verða allir að geta sagt: Það er gott að búa í Kópavogi,” segir Ólafur Þór Gunnarsson bæjarfulltrúi. Hvergi verri staða hvað varðar hjúkrunarrými en í Kópavogi 10 Kópavogsblaðið DESEMBER 2007 Ólafur Þór Gunnarsson bæjarfulltrúi á fundi með samflokksmönnum í VG. ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 4 01 67 1 1/ 07 or.isTakið þátt í jólaleik Orkuveitunnar á www.or.is Hlýjar og bjartar hátíðarkveðjur Kópavogsbær hefur fjárhags- legt bolmagn til að gera betur en margir aðrir í launamálum. Bærinn hefur hins vegar valið að vera í samfloti með launa- nefnd sveitarfélaga, og getur þannig skýlt sér á bak við þá. Við höfum lagt til í bæjarstjórn að bærinn segi sig frá þessu samfloti og semji sjálfur við starfsmannafélagið og þau verkalýðsfélög sem okkar fólk er í og taki þannig upp sjálf- stæða og metnaðarfulla launa- stefnu fyrir sína starfsmenn.

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.