Kópavogsblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 8

Kópavogsblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 8
8 Kópavogsblaðið DESEMBER 2007 A F H Á L S I N U M Hjörtur Pálsson hlaut Steininn í ár Árleg afhending á Steininum, sem er heiðursviðurkenning Rit- listahóps Kópavogs til þess skálds sem hefur sinnt ljóðlistinni af kost- gæfni og alúð, fór fram í Gerðar- safni, Listasafni Kópavogs, fyrir nokkru. Viðurkenninguna hlaut ljóðskáldið Hjörtur Pálsson. Í upp- hafi gerði Skafti Þ. Halldórsson, bókmenntafræðingur, gerði grein fyrir skáldinu og verkum þess en síðan afhenti Sigurrós Þorgríms- dóttir, formaður Lista- og menn- ingarráðs, skáldinu Steininn og að því búnu las skáldið úr verkum sínum. Elísabet Jökulsdóttir fékk Stein- inn fyrst, síðan þeir Gylfi Gröndal og Kjartan Árnason. Sigmar Ó. Maríusson hannar og gerir Stein- inn hvert sinn. SPK sameinast BYR næsta mánudag SPK var nýlega með tónleika í Salnum fyrir vildarviðskiptavini sína og var það í 8. sinn sem slíkt er gert, og nýtur mikilla hylli. Færri komust að en vildu þó um tvenna tónleika hefði verið að ræða. Fram komu kvennakór- inn Vox Feminae og Stúlknakór Reykjavíkur, en báðir kórarnir eru stofnaðir af Margréti Pálmadóttur sem stjórnaði tónleikunum. Ein- söngvarar voru Maríus Sverris- son og Hanna Björk Guðjónsdótt- ir, Hjörleifur Valsson lék á fiðlu og Arnhildur Valgarðsdóttir á píanó. Tónleikarnir voru gott innlegg í jólaundirbúninginn. Fjármálaeftirlitið samþykkti samruna Byrs og Sparisjóðs Kópa- vogs 14. nóvember sl. og hefur Byr nú þegar tekið við réttindum og skyldum SPK. Samþykki FME var veitt á grundvelli 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Sparisjóður Kópavogs hefur form- leg störf undir merki Byrs 10. des- ember nk. að lokinni samkeyrslu bankanúmera og öðrum undirbún- ingi. Ekki er gert ráð fyrir miklum áherslubreytingum í starfseminni í kjölfar samrunans og starfsmenn SPK munu allir halda sínum störf- um. Hver? Hvar? Hvenær? Engar upplýsingar fengust vegna vegna myndar í síðasta Kópavogsblaði, hverjir þeir væru sem væru þar að reisa hús. Hins vegar bárust upplýsingar um eldri mynd. Á myndinni með Helgu Jónsdóttur forstöðumanni leikskólans Furugrund, Svana og Ásdís Samúelsdætur, Ásdís er lengra til vinstri. Að venju birtum við nýja mynd og hvetjum lesendur að sprey- ta sig á því að þekkja drenginn á myndinni sem virðist sitja við smíðaborð. Hver er hann og hvað er hann að gera og hvaða ár er myndin tekin? Nánari upplýsingar eru auðvitað vel þegnar og eru lesendur hvattir til að hafa sam- band við Hrafn Sveinbjarnarson á Héraðsskjalasafni Kópavogs, s. 544-4710 eða senda upplýsingar á netfangið hrafns@kopavogur.is �� �������������� Alltaf nýbakað og ferskt hjá okkur Brauð, kökur, tertur, smurt og veisluþjónusta Úrvalskaffi og heitur reitur Opið alla daga kl. 9-18 Búðakór 1 • Sími 534-6654 Hjörtur Pálsson ásamt formanni Lista- og menningarráðs, Sigurrósu Þorgrímsdóttur. Frá jólatónleikum SPK í Salnum. NÝTT & BETRA NÝR OG BETRI JÚMBÓ Í NÆSTU VERSLUN Kársnesbraut 112 | 220 Kópavogi | Sími 554 6999 | Fax 554 6239 | jumbo@jumbo.is | www.jumbo.is

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.