Kópavogsblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 25

Kópavogsblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 25
25KópavogsblaðiðDESEMBER 2007 Hjallakirkja um aðventu, jól og áramót • 2. sunnudagur í aðventu, 9. desember, messa kl. 11.00, sr. Sig- fús Kristjánsson þjónar. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng og organisti er Jón Ólafur Sigurðsson. Sunnudaga- skóli er kl. 13.00 og aðventutón- leikar Kórs Hjallakirkju kl. 20.00. Kórinn syngur aðventu- og jóla- lög frá ýmsum löndum og ýmsum tímum. Einsöngvarar Kristín R. Sigurðardóttir, Ingunn Sigurðar- dóttir, Gunnar Jónsson og fleiri kórfélagar. Julian Isaacs leikur á orgel en söngstjóri er Jón Ólafur Sigurðsson. • 3. sunnudagur í aðventu, 16. desember. Lofgjörðarguðsþjón- usta kl. 11.00. sr. Íris Kristjánsdótt- ir þjónar. Þorvaldur Halldórsson leikur og syngur létta jólasöngva með viðstöddum. Jólaball sunnu- dagaskólans er svo kl. 13.00. Allir dansa saman í kringum jólatréð. Jólasveinn kemur í heimsókn og færir börnunum glaðning. • 4. sunnudagur í aðventu, 23. desember, jólasöngvar fjölskyld- unnar kl. 11.00, sr. Sigfús Kristjáns- son þjónar og allir syngja saman aðventu- og jólalög undir forsöng Kórs Hjallakirkju og Garðakórs- ins, kórs eldri borgara í Garðabæ, undir stjórn Jóhanns Baldvins- sonar. Jólasöngvarnir byggjast upp á miklum söng með ritningar- lestri á milli. Þetta er tíunda árið sem boðið er upp á jólasöngva í þessu formi í Hjallakirkju en það er upprunnið í Englandi og not- að þar á aðventunni. Nú þegar fjórði sunnudagur í aðventu er þetta nálægt jólum verður aðal áherslan á jólalög og jólasálma í fjölbreyttu úrvali. • Aðfangadagur jóla, 24. des- ember. Hefst með jólastund fjöl- skyldunnar kl. 16.00 sem er létt og skemmtileg barnastund með brúðum og léttum jólasöng. Góð- ir gestir úr sunnudagaskólanum koma í heimsókn. Aftansöngur er kl. 18.00 en tónlistarflutningur frá kl. 17.30. Sr. Íris Kristjánsdóttir og sr. Sigfús Kristjánsson þjóna. Kór Hjallakirkju syngur og leiðir safnaðarsöng. Erla Björg Káradótt- ir syngur einsöng. Kórinn flytur m.a. jólakantötuna Aðfangadags- kvöld eftir Sigvalda Kaldalóns. Steinar Matthías Kristinsson leik- ur á trompet. Organisti erJón Ólaf- ur Sigurðsson. • Jóladagur, 25. desember, hátíð- arguðsþjónusta kl. 11.00, sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Kór Hjalla- kirkju syngur og leiðir safnaðar- söng og Kristín R. Sigurðardóttir syngur einsöng. • Annar dagur jóla, 26. des- ember, fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00. sr. Sigfús Kristjánsson þjónar og barnakór úr Hjallaskóla syngur undir stjórn Guðrúnar Magnúsdóttur ásamt félögum úr Kór Hjallakirkju. • Gamlársdagur, 31. desember, aftansöngur kl. 18.00, sr. Íris Krist- jánsdóttir þjónar og Kór Hjalla- kirkju syngur og leiðir safnaðar- söng. Gunnar Jónsson syngur ein- söng. Sungnir verða bæði hátíð- arsöngvar og litanía sr. Bjarna Þorsteinssonar. Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu. Karlakór Kópavogs verður á jólatónleikum í Digraneskirkju laugardaginn 15. desember nk. kl. 16.00 en Karlakórinn Þrest- ir stendur fyrir tónleikunum. Flutt verða jólalög frá ýmsum löndum og tímum. Með Karla- kórnum Þröstum koma fram Hrund Ósk Árnadóttir sópran og Alex Ashworth baríton, en einnig syngja þau hvert í sínu lagi. Stjórnandi Karlakórs Kópa- vogs er Julian Michael Hewlett en undirleikari Natalia Chow. Stjórnandi Karlakórsins Þrasta er Jón Kristinn Cortez en undir- leikari Jónas Þórir. Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu. Karlakór Kópavogs á jólatónleikum Karlakór Kópavogs syngur á basar KEFAS-kirkjunnar í Kópavogi í byrjun desember. Jólaguðsþjónusta verður í Lindasókn á annan dag jóla, 26. desember, með nokkuð öðru yfir- bragði en oft áður. Messuformið verður óbreytt, en jólalög verða flutt í kántrýútsetningu og seg- ir Keith Reed organisti að með þessu sé verið að sýna fólki að hægt sé að koma í guðsþjónustu sem sé með öðrum blæ en það eigi að venjast. Fólki á að finnast skemmtilegt að koma til kirkju, og þetta er liður í því segir Keith Reed. Messan verður í Salaskóla. Kántrýguðsþjónusta Barnakór undir stjórn Guðrúnar Magnúsdóttur syngur á aðventuhátíð fjölskyldunnar í Hjallakirkju 2. desember sl. Mikið úrval af jóla-og gjafavöru. Geisladiskar frá kr. 100. DVD á kr. 300. Munið 100 kr. hornið. Allt nýjar vörur. Símar 869 8171 - 899 2784 ÓdÝri jÓlamarkaÐurinn Ánanaust 1 beint Á mÓti gamla ellingsenhÚsinu

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.