Kópavogsblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 6

Kópavogsblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 6
Fyrirsögn í DV nýverið um glæpi á höfuðborgarsvæðinu er er á rökum reist. Refsilaga- brot í Kópavogi eru undir með- altali að sögn lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, Stefáns Eiríkssonar. Vegna rangs frétta- flutnings DV um að rannsókn sýni að það séu „flestir glæpir í Kópavoginum” áréttar lögreglu- stjóri höfuðborgarsvæðisins að fjöldi hegningarlagabrota miðað við íbúafjölda í bæjarfélaginu sé undir meðaltali. Á vef lögreglunnar segir m.a.: “Í ljósi fréttar í DV þann 22. nóv- ember 2007 um afbrot á höfuð- borgarsvæðinu vill lögreglustjór- inn á höfðuborgarsvæðinu árétta að ekki kemur fram í skýrslunni að afbrot séu tíðust í Kópavogi eins og fyrirsögn fréttarinnar vís- ar til. Í skýrslunni kemur þvert á móti fram að þegar fjöldi hegningarlagabrota er skoðað- ur miðað við íbúafjölda þá eru hegningarlagabrot undir meðal- tali í Kópavogi miðað við önnur svæði umdæmisins. Sama á við þegar einstaka brot eru skoðuð, að frátöldum fíkniefnabrotum og nytjastuldum þar sem fjöldi brota í Kópavogi miðað við íbúafjölda er rétt fyrir ofan meðaltal. Íbúar svæðisins eru hvattir til að kynna sér efni skýrslunnar nánar.” Í frétt lögreglunnar um fund sem hún hélt nýlega með bæjar- fulltrúum og ýmsum starfsmönn- um bæjarins um stöðu og þróun mála segir að „ástandið í Kópa- vogi [sé] um margt mjög gott”. Til dæmis megi nefna einstaklega öflugt foreldrarölt og nágranna- vörslu í einu hverfa bæjarins sem sé tilraunaverkefni til eins árs. Auðgunarbrot komi mikið inn á borð svæðisstöðvar lögreglunnar en þar muni mestu um fjölmarg- ar verslanir í Smáralind og við Smáratorg en á þessa stöðum sé ósjaldan óskað eftir aðstoð lög- reglu vegna þjófnaðarmála. Íbúafundur um löggæslumál Í blaðinu 24 stundum segir að flest brot séu framin í miðborg Reykjavíkur. Verslanakjarnar eru óvenjulega stórir í Kópavogi mið- að við íbúafjölda en þangað sæk- ir fólk af öllu höfuðborgarsvæð- inu og víðar að. Búðarhnupl er algengt og hefur mikil áhrif á töl- fræðina um tíðni afbrota á svæð- inu. Þrátt fyrir það eru refsiverð brot færri en í meðallagi í Kópa- vogi. Í 24 stundum (og raunar í grein DV líka) er tekið fram að flest brot séu framin í miðborg- inni. Snemma á næsta ári er fyrir- hugað að halda opinn íbúafund þar sem löggæslumál í Kópavogi verða til umfjöllunar. 6 Kópavogsblaðið DESEMBER 2007 Gert ráð fyrir 2,2 milljarða króna rekstrarafgangi Í tillögu að fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2008, sem lögð var fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Kópavogs 27. nóvember sl. er gert ráð fyrir ríflega 2,2 milljarða króna rekstr- arafgangi. Sem fyrr hefur Kópavogsbær sérstöðu meðal íslenskra sveit- arfélaga, fjárhagur bæjarins er traustur, rekstarafgangur mikill, íbúafjöldi vex jafnt og þétt og þjónustustig er hátt. Tillagan að fjárhagsáætlun tekur mið af því. Gert er ráð fyrir margháttuðum gjaldskrárbreytingum, t.d. lækkun á leikskólagjöldum og vatnsskatti, hækkun á íþrótta- og tómstunda- styrkjum, nýjum stöðugildum á sviði félagsþjónustu og byggingu þjónustumiðstöðvar fyrir aldr- aða, íþróttamannvirki og skóla- húsnæði. Rekstrarframlög til leik- skóla- og grunnskólamála aukast um meira en 700 milljónir króna á milli ára samkvæmt áætluninni og verða 57% af skatttekjum bæjar- ins. Seinni umræða um fjárhagsá- ætlun Kópavogsbæjar fer fram 11. desember nk. Fjárfest fyrir nær 7 milljarða króna Heildartekjur Kópavogsbæjar árið 2008 eru áætlaðar rúmir 17 milljarðar króna. Þar af er áætl- að að skatttekjur nemi tæpum 12 milljörðum króna. Þannig er gert ráð fyrir að heildartekjur árið 2008 verði um 2 milljörðum króna hærri en árið 2007 og hækki um 14% milli ára. Hækkunin byggist á spá um launaþróun, hagvöxt og fjölgun íbúa um rúmlega 1100 manns. Reiknað er með 10,4% hækkun útsvarstekna en útsvar verður óbreytt 13,03%. Heildarfjárfestingar á árinu 2008 eru áætlaðar 6,9 milljarðar króna. Af því er áætlað að verja rúmum 1,3 milljörðum króna til byggingar á íþróttamannvirkjum, tæplega 1 milljarði til byggingar skóla og leikskóla, rúmum 600 milljónum króna til þjónustumiðstöðvar aldr- aðra í Boðaþingi, um 2,4 milljörð- um króna í nýframkvæmdir gatna og um 1 milljarði króna í kaup á lóðum og kaup á húsnæði fyrir húsnæðisnefnd Kópavogs. Meðal helstu breytinga á gjald- skrám og rekstri samkvæmt áætl- uninni má nefna áframhaldandi lækkun á leikskólagjöldum. Grunn- gjaldið verður um 15% lægra árið 2008, fer úr 2100 krónum í 1788 krónur á klukkustund og mán- aðargjald fyrir 8 klukkustunda vistun úr 16.800 krónum í 14.300 krónur. Forgangsgjald lækkar úr 1323 krónum í 1250 krónur. Fæðis- gjald hækkar um 5% en gjaldskrá dægradvalar verður óbreytt milli ára. Heimgreiðslur til foreldra aukast samkvæmt áætluninni um 5000 krónur á barn á mánuði og verða 35 þúsund krónur. Verð á mat fyrir aldraða verður hið sama hvort sem maturinn er sendur heim eða borðað er á þjónustu- miðstöðvum. Þá er gert ráð fyr- ir þremur viðbótarstöðugildum í Félagsþjónustu Kópavogs vegna heimaþjónustu og einu vegna barnaverndar. Enn fremur verða viðmiðunarupphæðir skatttekna vegna elli- og örorkulífeyrisafslátt- ar hækkaðar um 16%. Gert er ráð fyrir að vatnsskatt- ur í Kópavogi lækki um 10%, úr 0,13% af heildarfasteignamati í 0,117%, þar sem Vatnsveita Kópa- vogs hefur tekið í notkun eigið vatnsból í Vatnsendakrikum. Sorp- hirðugjald hækkar úr 11.600 í 14.000 krónur á tunnu samkvæmt áætluninni. Íþrótta- og tómstunda- styrkir hækka Áætlað er að íþrótta- og tóm- stundastyrkir hækki um 50% milli ára; styrkur til niðurgreiðslu á gjöldum vegna íþrótta- og tóm- stundaiðkunar fari þannig úr 10 þúsund krónum í 15 þúsund krón- ur fyrir eina grein en úr 20 þús- und krónum í 30 þúsund krónur fyrir tvær greinar. Gert er ráð fyrir að efri aldursmörk hækki um 2 ár og aldursbil þeirra sem geta notið styrkjanna verði 5-16 ára. Frá fundi bæjarstjórnar Kópavogs Afbrot ekki tíðust í Kópavogi Séð yfir hluta Kópavogsbæjar. Fjárhagsáætlun Kópavogs 2008:

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.