Kópavogsblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 5

Kópavogsblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 5
sé sterk og því ætlist þau til mik- ils af henni. Samfylkingin sé með sterka og meitlaða stefnu en auð- vitað náist ekki öll stefnumið fram í samsteypustjórn. “Það er beinlínis hlægilegt að Framsóknarflokkurinn skuli þakka sér að hér sé best að búa í heiminum samkvæmt einhverri könnun. Það var Alþýðuflokkur- inn sem kom okkur í EES á sín- um tíma sem veldur þessu, en á sínum tíma fékk flokkurinn á sig landráðastimpil vegna þess. Allri útrásinni í dag er þeirri ákvörðun að þakka meira og minna, við fór- um að flytja út ýmislegt fleira en fisk,” segir Sverrir. Hissa hvað breytingin var lítil - Hafið þið tíma til að sinna ýmsu nú eftir að vera bæði farinn af vinnumarkaðnum sem ekki gafst tími til áður en vilji stóð til að sinna? “Ég var kannski mest hissa á því að finna ekki meiri breytingu eftir að ég hætti á þingi. Maður tekur að sér nokkur verkefni og sinnir enn einhverjum erlendum samskiptum. Það er mikil breyt- ing að fara skyndilega að ráða sínum tíma að mestu leiti sjálfur. Ég er mest hissa á því að vera ekki heltekin af því að hvað væri að gerast í þinginu. Allur október- mánuður leið án þess að ég væri að fylgjast með störfum þingsins umfram það sem fjölmiðlar fræd- du mig um,” segir Rannveig. “Við keyptum okkur sumarbú- stað við Galtalæk við rætur Heklu en höfum allt of lítið getað ver- ið þar en höfum góð áform um að dvelja þar meira nú þegar við erum bæði komin á eftirlaun. Það eru liðlega tvö ár liðin síð- an ég hætti að vinna og hélt að ég mundi hafa miklu meiri tíma aflögu. Ég er reyndar með smá “hobbý” sem er að sjá um öryggis- tösku fyrir bankann sem ég starf- aði hjá og svo er ég í ferðabrans- anum, er að keyra ferðamenn svona eina til tvær ferðir í mánuði fyrir Allra handa. Þessar ferðir eru t.d. Gullni hringurinn eða á aðra staði, aðallega á Suðurlandi. Svo má ekki gleyma því að ég lét gamlan draum rætast þegar ég hætti að vinna og fékk mér hund. Ég var í sveit hjá föðurbróður mín- um ein sjö sumur á Bakka í Dýra- firði og þar voru tveir minnistæð- ir hundar, Drífa og Mollý. Ég tók miklu ástfóstri við Drífu og þegar ég var myrkfælinn hafði ég hana alltaf nálægt mér. Hundurinn heit- ir Drífa, það kom af sjálfu sér,” segir Sverrir. Svo hyggjast þau hjón leggjast eitthvað í ferðalög og þeim finnst það þægilegt að þurfa ekki að vera háð vinnutíma hvað varðar tímasetningu. Svo býr dóttirinn á Ítalíu, og þangað fóru þau í októ- ber og þau fá þá fjölskyldu heim um jólin. Þau segja ennfremur að þau búi á yndislegum stað í suðurhlíðum Kópavogs sem var alveg yndislegt að vera á síðasta sumar sem var mjög sólríkt. Það var kærkomið í sumarblíðunni að vera laus við skyldustörf og getað “dúllað” sér við Hlíðarveginn. Tengslunum við Ísafjörð er all- taf haldið við, Sverrir á þar bróðir og þeim finnst alltaf að Ísafjörður sé “heima.” Það komi skýrt fram í sólarkaffi Ísfirðinga, öllum finnst Ísafjörður hafa verið einstakur bær að alast upp í, mikill menn- ingarbær en ekki síður þekktu allir alla og talið var sjálfsagt að vera þátttakandi í allri menningu. Það sitji djúpt í sálinni að hafa alist upp á Ísafirði, að eiga rætur á þeim stað. Samkenndin í Ísfirð- ingafélaginu undirstriki það. Vinsemdarorðin ómetanleg “Við erum á slóðum okkar for- feðra þegar við erum fyrir vestan sem kallar eitthvað fram með sér- stökum hætti, við erum á slóðum fólks sem við viljum líta til baka til. Okkur þykir mjög vænt um Ísafjörð og tölum mikið um hann við okkar börn og barnabörn. Við elskum að ferðast um landið á okkar pallbíl, m.a. um hálendið, og viljum ekki fara til útlanda á sumrin. Ég átti heima í sama húsinu frá því ég fæddist og þar til ég fluttist heim til foreldra Sverris þegar við vorum búin að eignast hana Sigur- jónu. Síðan áttum við eftir að búa í Noregi og í Reykjavík, en þeg- ar við fluttum í þetta gamla hús sem við erum ennþá í vorum við búin að eiga heima á jafn mörg- um stöðum og árin voru síðan ég gekk með barnavagninn úr gamla húsinu á Ísafirði. Ég vissi ekki þá að við værum komin í höfn, hér mundum við vera í þessu gamla húsi á Hlíðarvegi 61 eins lengi og okkur endast kraftar. Það voru jákvæð og fín örlög að flytja hing- að og mig grunaði ekki heldur að þá færu í hönd ár sem ég væri að vinna í þágu Kópavogsbúa. Það skiptir mig miklu máli að hafa feng- ið að vinna fyrir Kópavog, fyrst í bæjarstjórn og síðan á Alþingi og í ríkisstjórn. Mér hefur fund- ist öll vinsemdarorð sem hafa fall- ið í minn garð á þessum árum ómetanleg, vera Kópavogsbúinn á þingi lengi vel og fá þau tæki- færi sem ég hef fengið. Mér finnst gagnrýni oft vera óvægin en svo lengi sem hún beinist að ólíkum skoðunum um það hvað eigi að gera eða að verkefnum sem fólk sér ólíkum augum, hef ég ekki átt erfitt með að taka henni. Það er eðlilegt í pólitík að fólk hafi skoð- anir á verkefnum, ákvörðunum, skiptingu lífsgæða og öðru sem skapar okkar samfélag. Ég vona að fólk haldi því áfram, sama hvar í pólitík það stendur. Ég hef hins vegar stundum tekið persónulega gagnrýni nærri mér, en Íslending- ar eru ekki oft að höggva í persón- una nú í seinni tíð. Það var góð ákvörðun þegar fasteignasalinn fór óvart með okk- ur Sverri að gamla húsinu okkar hér,” segir Rannveig Guðmunds- dóttir, og undir það tekur eigin- maðurinn, Sverrir Jónsson. 5KópavogsblaðiðDESEMBER 2007

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.