Kópavogsblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 16

Kópavogsblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 16
16 Kópavogsblaðið DESEMBER 2007 Bretti, húdd, ljós, stuðarar... Boddývarahlutir á bílinn þinn varahlutir.is S: 511 2222 varahlutir.is Smiðjuvegi 8, Kópavogi ������ ��������������������� Úrval góðra hjólbarða - snögg og góð þjónusta. Michelin - Cooper - Kumho ����������������������������� ������������������������������ ���������� E N N E M M / S ÍA / N M 18 0 8 7 ER PABBI DÍLERINN ÞINN? Foreldrar og aðrir fullorðnir mega ekki kaupa áfengi handa börnum yngri en 20 ára. Það er lögbrot. Upp með Vestfirði! Pantanir: 456-8181- jons@snerpa.is Vestfirska forlagið Sturla Jónsson frá Súgandafirði "Þing Fjórðungssambands- ins nutu ekki virðingar allra fremur en önnur þing. Eitt sinn sem oftar er þingið var haldið í Bjarkarlundi, sem jafnframt var greiðasölu- staður, gerðist eftirfarandi: Stór maður vexti, nokkuð við skál, spurði hverjir hinir prúðbúnu menn væru er sátu þar í hliðarsal. Honum var tjáð að það væru fulltrúar á Fjórðungsþingi. "Ég þarf að tala við þá andskota," sagði hann og stefndi þar að. Sturlu for- manni var gert viðvart og fylgdust menn grannt með til hvaða ráða yrði nú gripið. Sturla gekk á móti manninum, hvessti á hann augun og hellti yfir hann af brennandi mælsku Haukadalsfrönsku, sem var verslunarþula á frönsku, kennd við Haukadal í Dýrafirði. Hinum stóra manni varð svo um þetta að hann tók ofan derhúfuna, hneigði sig og fór út. Þessa sögu sagði mér Jón Á. Jóhannsson sem þá var skattstjóri á Ísafirði. Hann, sem fleiri fundar- menn, höfðu mjög gaman af þessu atviki." (Ólafur Þ. Þórðarson alþingismaður) Verð: 3,980,-kr. Fæst í bókaverslunum um land allt ��������� �������� ������ ��������������������� �������������� �������� ����� � �� �� �� �� ��� �� � � �� �� �� �� ��� �� � ����������������� �������������������������������������������� ��������� Á fundi Íþrótta- og tómstunda- ráðs Kópavogs 27. september sl. var tekin fyrir úthlutun æfinga- tíma í íþróttahúsum bæjarins. Þar lagði rekstrarfulltrúi ÍTK fram til- lögur að skiptingu tíma milli knatt- spyrnudeilda Breiðabliks og HK í íþróttahúsunum Kórnum og Fíf- unni og var tillagan samþykkt með þremur atkvæðum. Fulltrúi Sam- fylkingarinnar, Tjörvi Dýrfjörð, lét bóka að hann teldi þessa tillögur ekki fullnægja því þjónustustigi sem hann vildi sjá á svæðinu og hún sé til þess fallin að skapa auk- inn ríg milli félaganna og því sat hann hjá við afgreiðslu málsins. Fulltrúi Framsókarflokksins, Alex- ander Arnarson, sem jafnframt er formaður handknattleiksdeildar HK, greiddi atkvæði gegn tillögunni og lét bóka eftirfarandi: “Lýsi yfir miklum vonbrigðum með þessa tillögu og tel ekki rétt að ota tveimur félögum saman í baráttu um iðkendur, í þessu tilfelli börn. Getur það leitt til félagslegra vandamála, s.s. eineltis. Afstaða undirritaðs er sú að hæsta þjónustu- stigið náist í hverfum bæjarins með því að eitt félag sinni því starfi.” Málið hlaut afgreiðslu en alls ekki eindregna sátt og í umræðunni í Kópavogi hafa ýmsir, ekki síst for- svarsmenn og stuðningsmenn HK, haldið því fram að Gunnsteinn Sig- urðsson, bæjarfulltrúi og formað- ur Íþrótta- og tómstundaráðs, hafi dregið taum Breiðabliks í þessu máli. Gunnsteinn var spurður hvort leitað hefði verið allra leiða til í þessu máli til þess að ná lendingu sem allir hefði getað sæst á. Einnig hvað hann segði um þær ásakanir að hann hefði dregið taum Breiða- bliks þegar kom að skiptingu tíma milli HK og Breiðabliks. “Aðdragandinn að þessu er að bæði stóru félögin, HK og Breiða- blik, buðu fram þjónustu sína í Kór- ahverfi og lýstu yfir áhuga sínum til að vera með starfsemi í þessum nýju hverfum í Kópavogi, ekki síst í tengslum við nýja íþróttahúsið, Kórinn. Þegar kom að því að skipta tímum var allt undir, Fífan, Kórinn og reyndar aðrir vellir eins og sand- völlurinn við Snælandsskóla. Stjórn ÍTK óskaði eftir því að félögin HK og Breiðablik settust yfir málið og næði samkomulagi um skiptingu tíma og kæmu sameiginlega með til- lögu um úthlutun tíma og skiptingu á íþróttahúsunum. Þegar fundað var með forstumönnum félaganna kom í ljós að ekki mundi nást sam- komulag milli þeirra, og þá þurfti ÍTK að höggva á hnútinn. Frá HK lá fyrir sú ósk að þeir yrðu alfarið uppi í Kórnum og Breiðablik yrði með sína tíma í Fífunni. Frá Breiðabliki lá sú ósk að það yrði tekið tillit til stærða félaganna og úthlutað yrði tímum í hlutfalli við iðkendur eins og hafði verið gert áður með þá tíma sem höfðu verið til ráðstöfunar. Breiðablik fór fram á 64% af úthlutuðum tímum í Fífunni og Kórnum en HK fengi 36%.” Gunnsteinn segir niðurstöðu ÍTK hafa verið þá að skipta tímum í Kórnum jafnt á milli félaganna, þannig að HK fær 50% og Breiða- blik 50%. Í Fífunni yrði skiptingin sú sama og hafði verið áður, þ.e. Breiðablik fær 64% tímanna en HK 36%. “Frá Breiðablik komu þær upplýs- ingar að þeir væru með allt að 200 iðkendur á þessum nýju svæðum og þeir vildu þjónusta þá þarna upp- frá, m.a. í Kórnum. Mér sýnist að báðir aðilar séu ósáttir við ákvörð- un ÍTK en það er eðlilegast er að félögin komi sér saman um hvern- ig skiptingin eigi að vera, hvernig nýtingin á húsunum eigi að vera. Forystumenn félaganna þurfa að axla meiri ábyrgð í þessu máli, þeir eru betur fallnir til þess að pólitísk nefnd. Það þarf að móta stefnuna til lengri framíðar, enda munu rísa fleiri íþróttamannvirki í nýju hverf- unum.” Dregur ekki taum annars félagsins Gunnsteinn vísar þeim ásökunum algjörlega á bug að hann hafi verið að draga taum Breiðabliks í þessu máli. Hann hafi fylgst vel með báð- um félögunum gegnum tíðina, en að vísu lengur með Breiðabliki þar sem hann stundaði knattspyrnu sem ungur maður enda HK þá ekki til, en á síðustu árum hafi hann verið ákafur stuðningsmaður HK og fylgst mjög vel með félaginu, sérstaklega handboltadeildinni, og mæti iðu- lega á handboltaleiki í Digranesinu. Hann hafi átt margar ánægjustundir á áhorfendapöllunum, m.a. þegar HK varð bikarmeistari. Forystumenn hvattir til stofnunar íþróttabanda- lags - Hvað var rætt á fundi stjórnar ÍTK með forsvarsmönnum íþróttafé- laga í Kópavogi 11. október sl.? “Sá fundur hafði þann tilgang að koma saman forystumönnum íþróttafélaganna í Kópavogi til þess að heyra þeirra sjónarmið í ýmsum málum, ekki síst styrkjakerfið sem styrkjum er úthlutað eftir, bæði nið- urgreiðslu æfingagjalda, iðkenda- styrki og afreksstyrki. Sú umræða styrkti okkur í þeirri trú að rétt væri að halda áfram með óbreytt- um hætti hér í Kópavogi. Á þessum fundi hvöttum við for- ystumenn íþróttafélaganna líka til að stofna Íþróttabandalag Kópa- vogs. Helsti kostur þess er að þá hafa bæjaryfirvöld ákveðin sam- nefnara íþróttafélaganna til að snúa sér til og ég sé fyrir mér þó nokk- uð af verkefnum sem þetta íþrótta- bandalag gæti tekið að sér, en er í höndum bæjarstjórnar. Þar get ég nefnt stefnumörkun í uppbyggingu íþróttamannvirkja sem og ákvörð- un um styrkveitingar og útdeildi því fjármagni sem það fengi frá bæjaryf- irvöldum. Ef forystumenn íþrótta- félaganna kynnast betur gegnum íþróttabandalag gæti það stuðlað að lausn svona ágreinings eins og nú er í gangi hvað varðar úthlutun tíma. Í dag finnst mér fleiri en færri vera fylgjandi því að stofnað verði íþróttabandalag í Kópavogi.” - Ertu hlynntur þeim hugmyndum að Kópavogsbæ verði skipt upp milli íþróttafélaganna HK og Breiðabliks eftir hverfum, jafnvel skólahverfum? Ef svo er, hvernig? “Ég er þeirrar skoðunar að það sé ekki verkefni pólitískt kjörinna full- trúa. Þetta helgast fyrst og fremst af því hvar félögin vilja setja niður sína starfsemi, það er ekki hægt að ákveða að þessi eða hinn skólinn til- heyri ákveðnu íþróttafélagi. Í Linda- skóla, þar sem ég er skólastjóri, eru krakkarnir bæði í HK og Breiða- bliki. Líklega má segja að aðeins í þremur skólum séu krakkarnir nær eingöngu í einu félagi, þ.e. í Digra- nesskóla og Hjallaskóla þar sem krakkarnir eru í HK vegna nálægar við það félag og í Smáraskóla séu krakkarnir að mestu í Breiðabliki á sömu forsendum. Í öllum skólum bæjarins eru krakkar sem ýmist eru í HK eða Breiðabliki, og þannig verð- ur það í nýju hverfunum. Iðkendur þar munu skiptast á félögin,” segir Gunnsteinn Sigurðsson, formaður ÍTK. Reynt var til þrautar að ná samkomulagi milli HK og Breiðabliks Gunnsteinn Sigurðsson, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks og formaður Íþrótta- og tómstunda- ráðs Kópavogs.

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.