Kópavogsblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 17

Kópavogsblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 17
17KópavogsblaðiðDESEMBER 2007 Í haust fór af stað tilraunaverk- efni í Kópavogsskóla um aukin völd foreldraráðsins. 20. nóvem- ber sl. skrifaði foreldraráð Kóp- vaogsskóla undir samstarfssamn- ing við nokkur fyrirtæki. Að undanförnu hefur Foreldraráð Kópavogsskóla unnið að því að fá aðila á atvinnumarkaði, svo- nefnda bakhjarla, til samstarfs um tiltekna þætti skólastarfsins. Á næstu tveimur árum vill for- eldraráðið í samráði við skóla- stjóra og sbr. sérstakan samning við Kópavogsbæ og skv. niður- stöðum gæðakannana leggja sér- staka rækt við list- og verkgrein- ar í upphafi skólagöngu nem- enda og koma þannig til móts við fjölgreindarkenningar How- ards Gardners, samfara einstak- lingsmiðaðri kennslu og aukinni fjölbreytni náms svo að nemend- ur verði betur undir það búnir að takast á við nám í kjarnagrein- um á síðari námsstigum og velja sér nám við sitt hæfi. Sex bak- hjarlar gengu til liðs við skólann um að ná þessum markmiðum, hver með sínum hætti. Kópavogsskóli tók til starfa á Digraneshálsinum 12. janúar 1949, ári eftir að Kópavogur varð sérstakt sveitarfélag. Skólahúsið varð brátt miðstöð sveitar- og félagsmála og því má segja að saga Kópavogsskóla sé samofin sögu sveitarfélagsins fyrstu ára- tugina. Í Kópavogsskóla hefur löngum verið rekið metnaðarfullt skólastarf sem athygli hefur vakið bæði innanlands sem utan. Allt frá árinu 1990 hefur verið rekið umfangsmikið þróunarstarf í Kópa- vogsskóla sem sérstaka athygli hefur vakið. Öll þessi þróunar- verkefni hafa átt það sammerkt að stuðla að sjálfstæði skóla, fjárhagslegu og faglegu, og gefa foreldrum, nemendum og starfs- mönnum möguleika til þátttöku í kerfisbundinni ákvörðunartöku um málefni skólans. Á þessum árum hefur Kópavogsskóli fengið styrk úr Þróunarsjóði grunnskóla oftar en aðrir skólar og verið til- nefndur til fjölda viðurkenninga. Árið 1995 hlaut Kópavogsskóli viðurkenningu regnhlífarsamtak- anna Öryggi barna fyrir öryggis- mál, árið 2000 Foreldraverðlaun- in fyrir heildrænt stjórnkerfi og vorið 2006 Hvatningarverðlaun Skólanefndar Kópavogs fyrir öfl- ugt foreldrastarf og kerfisbundna þátttöku foreldra í stjórn skólans. Þá hefur árangur skólans á sam- ræmdum prófum jafnan vakið athygli. Á yfirstandandi ári var starfsemi foreldraráðs skólans til- nefnd til Foreldraverðlaunanna. Hinn 10. febrúar 2006 undirrit- aði Foreldraráð Kópavogsskóla og skólastjóri sérstakan samning við Kópavogsbæ um aukið hlutverk foreldraráðsins sem m.a. gerir ráð fyrir aðkomu ráðsins að ráðningu skólastjóra. Ennfremur heimilar samningur þessi foreldraráðinu að leita til sérstakra bakhjarla í atvinnulífinu til styrktar þeim áherslum sem það kýs að leggja í skólastarfinu í góðri samvinnu við skólastjóra hverju sinni. Þessir bakhjarlar Kópavogs- skóla eru Hreint ehf., Landsvirkj- un, Milestone, OLÍS hf., Samskip hf. og Toyota hf. Jón Ólafur Halldórsson, formað- ur foreldraráðsins var spurður af hverju foreldraráðið hefur sóst eftir auknum áhrifum um stjórn skólans. “Fljótlega var sest á fundi með skólastjórnendum þ.e. einu sinni í mánuði, og hafa þeir fundir hald- ist óslitið síðan. Á þessum fund- um eru rædd öll mál sem snerta skólann, s.s. rekstur hans. Eitt af því fyrsta sem við töldum veru- lega ábótavant, var að skólastjórn- edur höfðu ekki tök á fjármunum skólans nema að mjög litlu leyti og vissu í raun ekki hvernig rekst- urinn gekk. Því varð það eitt af fyrstu verkefnum okkar að semja við bæinn um fjárhagslegt sjálf- stæði skólans til að fá betri nýt- ingu á það fjármagn sem veitt er til skólastarfsins. Þetta var árið 1997 og nokkrum árum síðar var þessu fyrirkomulagi komið á við alla skóla í Kópavogi . Síðan þá hefur skólinn haft möguleika á að nýta fjármagn til ýmissa verkefna með ráðdeild og sparsemi af fram- lagi bæjarins til rekstursins. Við að ná þessum áfanga töldum við einsýnt að við sem foreldrar ætt- um möguleika á frekari samstarfi við bæjaryfirvöld um rekstur skól- ans á ýmsum vettvangi og höfum við m.a. innleitt í samstarfi við skólastjórnendur skólans gæða- kerfi sem styðst við siðferðileg reikniskil og tryggir aðkomu allra hagsmunaaðila við skólann við öll meiri háttar mál. Ennfremur er þetta kerfi viðurkennt sem verk- færi við sjálfsmat skólans sem er bundið í lög. Að okkar mati er það skylda allra foreldra að láta sig skólamál varða og beita sér fyrir bættum árangri, aðbúnaði og nýjungum í skólastarfinu. Það gerist fyrst og fremst með beinni þátttöku foreldra á öllum sviðum skólans.” - Um hvað snúast þessir sam- starfssamningarnir sem fyrirtækin sex skrifuðu undir við foreldrafé- lagið? “Samningarnir við fyrirtækin snúast um stuðning þeirra við skólastarfið næstu þrjú árin. Þeim fjármunum verður varið í skil- greint verkefni sem snýr að því að auka vægi verk- og listgreina við skólann samfara einstakling- smiðuðu námi. Þetta verkefni tekur mið af fyrstu fjórum skóla- stigunum þ.e. 1. - 4. bekk, og er byggt á kenningum Howard Gar- dner um fjölgreindir nemenda. Við höfum lesið það út úr gæða- könnunum okkar við skólann undanfarin ár, að óskir foreldra, nemenda og kennara hafa verið í þessa átt þar sem að hefðbundið nám grunnskóla í dag tekur meira mið af nemendum sem hafa góða rökhugsun og málþroska en sinn- ir minna öðrum hæfileikum og greind eintaklinga. Þar má nefna tónlist, samskipti, rúmskynjun, listir o.fl. sem skipta sköpum þeg- ar til lengri tíma er litið og tryggir betur réttan undirbúning til frek- ar náms fyrir alla nemendur. Skólinn fær með þessum samn- ingum fjármagn til að ýta þessu verkefni af stað, undirbúa nám- skrá og einnig fáum við svigrúm til að samþætta þessa breytingu skólastarfinu að öðru leyti. Fyrirtækin hafa í sjálfu sér ekki beinan hag af þessu samstarfi en að þau eru að sýna kjark og frum- kvæði gagnvart grunnskólastarfi. Það er vel þekkt að fyrirtæki styrkja íþróttir og listir sem sómi er af en þetta er í fyrsta sinn svo við teljum að fyrirtæki taki beinan þátt í grunnskólastarfi. Ég tel það hlutverk allra for- eldra að láta sig menntun barna sinna sig varða. Við höfum séð að með vinnu og áhuga er hægt að hafa áhrif á gang mála og að skólinn sé samstarfsverkefni foreldra, kennara og stjórnmála- manna og með því að vinna náið saman verði náð hámarksárangri í menntun nemenda og í rekstri við- komandi stofnanna. Hvort þessi leið sé sú besta verður reynslan að skera úr um,” segir Jón Ólafur Halldórsson. Bakhjarlar skólastarfs Kópavogs- skóla staðfesta viljayfirlýsingu Við undirritun. Kristjana Þórey Guðmundsdóttir frá Landsvirkjun, Ásbjörn Gíslason, Samskip hf., Karl Wernersson, Milestone; Magnús Kristinsson, Toyota; Guðmundur Jónsson frá Hreint ehf. og Einar Benediktsson, OLÍS. Aftan við standa stjórnarmenn í foreldrafélaginu og skólastjórnendur Kópavogsskóla. Alhliða snyrting fyrir konur og karla Hamraborg 10 • 200 Kópavogur • sími 554-4414 Tryggvagata 28 • 101 Reykjavík • sími 552-5005 www.snyrtistofa.is Erum með tilboðsverð á píanóum í tilefni af opnun nýrrar verslunar, mikið úrval. Jólatilboð Rángárseli 6. gengt Seljakirkju Breiðholti Reykjanesbraut Skógarsel Breiðholtsbraut Kaupi hljómplötur (LP) rokk, jazz og íslenskt. Annað kemur til greina. Ingvar sími: 699 3014 & 534 9648. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Alhliða snyrting fyrir konur og karla Gjafa rt í snyrtingu notaleg jólagjöf

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.