Kópavogsblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 14

Kópavogsblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 14
Kópavogsbær hefur tekið í notkun eigið vatnsból í Vatns- endakrikum í Heiðmörk. Fram að þessu hefur Kópavogsbær keypt vatn af Orkuveitu Reykja- víkur en bæjarfélagið verður framvegis sjálfu sér nægt um vatn og hefur auk þess gert samning um vatnsöflun fyrir Garðabæ til 40 ára. Í tilefni af þessum merku tímamótum í rek- stri bæjarfélagsins var ákveðið að lækka vatnsskattinn í Kópa- vogi um 10%, úr 0,13% af heild- arfasteignamati í 0,117 frá og með 1. janúar 2008. Framkvæmd vatnsveitunnar hefur skipst að mestu leyti í tvo hluta, annars vegar sjálfa dælingu vatnsins úr borholum ásamt nauð- synlegum tækjabúnaði, stöðvar- húsi og vatnsgeymi, og hins veg- ar lagningu vatnsleiðslunnar frá borholustað til dreifikerfis. Kostn- aðurinn við framkvæmdina nem- ur ríflega 700 milljónum króna. Boraðar hafa verið 4 vinnsluholur suðvestur af núverandi borholum OR í Vatnsendakrikum. Settar hafa verið dælur í hverja vinnsluholu sem dæla vatni upp í vatnsgeym- inn. Meðaldæling úr holunum verður að hámarki 210 l/s eða um 6.6 milljón m3 ári. Stöðvarhús og um 1000 m3 vatnsgeymir er við borholurnar. Stöðvarhúsið er um 170 m2 og um 3,5 m hátt og sambyggt vatns- geymi og er byggt yfir vinnsluhol- urnar. Í stöðvarhúsinu verður m.a. spennistöð, rafstöð og vélasalur ásamt hreinlætisaðstöðu. Vatns- geymirinn er um 6,5 m hár og um 200 m2 að flatarmáli. Lögð var vatnslögn frá vatnsgeyminum við Vatnsendakrika að 4000 m3 miðl- unargeymi við Vatnsendahverfi í Kópavogi. Lagnaleiðin er um 5 km löng, þar af eru rúmlega 2,5 km innan Heiðmerkur. Lagnaleið- in fylgir að mestu leyti slóðum og vegum í Heiðmörk. Við allan frágang var haft í huga að sem minnst bæri á mannvirkjunum í umhverfinu. En af hverju var farið í þessar framkvæmdir? Gunnar I. Birgis- son, bæjarstjóri, segir að rekja megi forsögu málsins aftur til árs- ins 1993, en þá fannst bæjaryfir- völdum í Kópavogi vatnið sem fékkst frá Reykjavíkurborg vera orðið nokkuð dýrt og þá var stofn- að undirbúningsfélag að vatns- veitu sem að stóðu Kópavogur, Garðabær, Álftanes og Hafnar- fjörður. Hugmyndin var að taka vatnið úr Kaldárbotnum og leiða til Hafnarfjarðar með stofnlögn til Garðabæjar og Kópavogs. Bæjar- stjóri segir að Hafnarfjarðarbær hafi aldrei getað tekið ákvörðun í málinu, fyrst Ingvar Viktorsson sem bæjarstjóri og síðan Magnús Gunnarsson, og þá hafi bæjaryfir- völd gefist upp þessari hugmynd. “Þá var farið að vinna að því að taka vatn í Vatnsendakrikum og í þeim tilgangi var keypt fyrirtækið Vatni sem var í eigu Vatnsenda- bóndans og átti vatnstökuréttinn. Fljótlega voru hafnar tilraunabor- anir, skipulagsmálin voru sett í gang m.a. með viðræðum við Skipulagsstofnun og Reykjavíkur- borg skrifað og þeim tilkynnt að hefjast ætti vatnstaka á svæðinu en komast þyrfti með lögnina yfir Heiðmörkina, en Kópavogsbær átti rétt til þess samkvæmt vatna- lögum frá árinu 1924. Svar Reykja- víkurborgar var á þá leið að vatns- tökusvæðið væri innan lögsögu Reykjavíkur sem við neituðum, enda hafði Heiðmörkin verið tekin með eignarnámi út úr landi Vatns- enda árið 1949. Sú gjörð var til skrifleg, nema að kortið vantaði sem tók af allan vafa um rétt okk- ar. Það fannst svo í kjallara Hæsta- réttar. Talað var við iðnaðarráðu- neytið vegna innsettingarmáls en Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra gerði ekkert í 3 ár, var að halda hlífiskyldi yfir R-listanum. Því var farin dómstólaleiðin en Reykjavíkurborg ætlaði að neita okkur um að komast á vatnstöku- svæðið en þá var kortið fundið sem sannaði okkar rétt, og það sem meira var, vatnstökusvæði Reykjavíkur var í Kópavogi!” Þá settust borgaryfirvöld að samningaborðinu, og samið var um að láta Reykjavíkurborg eftir 20,5 hektara gegn leyfi um að fara með vatnslögn Kópavogsbæjar gegnum Heiðmörkina. Það hafi því komið mjög á óvart þegar Skógræktarfélagið hafi haft uppi mótmæli vegna framkvæmdanna í byrjun þessa árs. “Reykjavíkurborg lækkaði verð- ið til okkar fyrir tveimur árum, mjög skrýtin ákvörðun, en það var þá orðið of seint. Síðan var samið við Garðabæ m.a. til þess að geta þróað Kjóavallasvæðið en Garðabær er með vatnstöku í Dýjakrókum þar sem vatnið er með háu nítratinnihaldi, svo nú fá þeir mun betra vatn,” segir Gunn- ar I. Birgisson, bæjarstjóri. Markaðssvæðið í Garðabæ er um 10.000 manns til 40 ára svo Vatnsveita Kópavogs er nú með notendasvæði upp á um 40.000 manns, og þar með næststærsta vatnsveita landsins með 3,3° heitt vatn sem er með því besta sem þekkist. 14 Kópavogsblaðið DESEMBER 2007 Með opnun vatnsveitu í Kópavogi lækkar vatnsskatturinn Þeir Gunnar og Ómar smakka á vatninu. Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.