Kópavogsblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 19

Kópavogsblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 19
“Maður lifandi” er nútíma- leg matvöruverslun. Tilgangur verslunarinnar er að byggja upp heilsuvöruverslun, matstofu og fræðslumiðstöð þar sem boðið er upp á gott úrval af hollri mat- vöru og bætiefnum, tilbúnum heilsuréttum sem hægt er að borða á staðnum eða til að taka með í vinnuna eða heim. Svo og markvissa kynningar- og fræðslu- starfsemi þar sem fjallað er um hollustu og betri líðan. Hugmyndafræðin bygg i r á breytingum sem orðið hafa í samfélaginu og tengjast aukinni áherslu á bætta heilsu, aukinni tíðni lífstílssjúkdóma og ofnæm- is, lengri vinnutíma og álags og aukinni þörf fyrir að geta matreitt fljótt og auðveldlega heilsusam- legan mat fyrir alla fjölskylduna á sanngjörnu verði. Í Hæðasmára 6 er starfsemin á einni hæð og skiptist í verslun og matstofu. Í matstofunni eru sæti fyrir 55 gesti en þar er einnig fundaraðstaða fyrir smærri hópa. Þangað geta viðskipavinir tekið með sér mat eða kaffi úr matstof- unni. Í Borgartúni 24 er starfsem- in á tveimur hæðum. Verslunin og matstofan eru á efri hæð en gott ráðgjafaherbergi, fræðslu- og fundaraðstaða eru í neðri hæð. Á neðri hæðinni er góð fundar- aðstaða fyrir minni hópa og er sú aðstaða ókeypis. Þangað geta gestir tekið með mat úr matstofu eða beint úr versluninni. Guðmundur Guðmundsson, rekstrarstjóri, segir að upphaf starfseminnar megi rekja til áhuga tveggja kvenna að reka verslun með lífrænt ræktaðar, sykurlaus- ar vörur, en önnur þeirra, Hjör- dís Ásberg, er nú eini eigandinn ásamt fjárfesti og er jafnframt framkvæmdastjóri. Guðmundur hefur starfað við fyrirtækið í rúmt ár, en hann segir að starfið eigi mjög vel við hann enda hafi hann lengi verið áhugasamur um hollt líferni. - Margir eru með meltingatruflan- ir í dag. Fær slíkt fólk lausn sinna mála hjá Maður lifandi? “Ég veit til þess að fólki sem hef- ur þjást af meltingartruflunum hef- ur liðið betur eftir að hafa neytt matvöru frá okkur, en kannski oft sterkt að segja að það hafi feng- ið lausn allra sinna vandamála. Það er ekki til eitt svar við þess- um vandamálum. En fólk getur komið hingað til okkar og feng- ið ráðleggingar um það hvernig þessi lífrænt ræktuðu efni geta gert þessu fólki lífið bærilegra, og oft skemmtilegra. Við erum einnig með gríðarlegt úrval af fæðubótarefnum hérna sem einnig hjálpa mikið til, og einnig til að brjóta niður fæðuna. Þekking fólks er að verða mun meiri á þessum efnum og gagn- semi þeirra, og þar er ég ekki bara að tala um yngra fólkið, það sýna aukin viðskipti fólks á öllum aldri við okkur. Stundum hefur eldra fólkið farið til læknis og fengið lyf sem lækna ekki heldur viðheldur ástandinu, meira að það hindri að ástandið versni, s.s. hjá fólki með ristilvanda og meltingatruflanir.” Námskeið um mataræði Maður lifandi er einnig að standa fyrir fjölbreyttri flóru nám- skeiða, m.a.hafa verið fengnir sér- fræðingar til að ræða um blöðru- hálskirtilinn en einnig hefur fyrir- tækið sjálft staðið fyrir námskeið- um, m.a. um mataræði og hvernig á að nota matinn skynsamlega. Guðmundur telur vafalaust að einnig sé hægt að nota þær vörur sem Maður lifandi býður í óhófi, öll neysla sé best í hófi. - Er hægt að nota ykkar vörur ein- göngu, eða þarf að finna eitthvað meðalhóf með öðrum matvörum? “Það er hægt að nota okkar vörur eingöngu, það gera margir og lifa góðu lífi. Líkamann á ekki að skorta einhver bætiefni sem ekki fást í matvörum frá okkur. En sumir leyfa sér eitthvað annað einstaka sinnum, og það er ekkert við því að segja. Það er enginn hætt á neinum aukaverkunum þó eingöngu sé neitt fæðu frá okkur, ég hef aldrei heyrt neitt um það. Þú ert ekki að neita líkamanum um nein efni sem hann þarfnast, en það getur verið gott fyrir þá sem eru að byrja á neyslu mat- væla frá okkur að byrja rólega, stíga eitt skref í einu, og hafa fæðuvalið fjölbreytt, ekki vera að kaupa alltaf það sama. Vöruval í stórmörkuðum á líf- rænt ræktuðu matvælum er stöðugt að aukast sem er kannski besta dæmið um vaxandi vinsæld- ir. Það endurspeglar einfaldlega kröfur neytenda sem verða þess áskynja í vaxandi mæli hvað það er mikið af rotvarnarefnum og öðr- um óæskilegum efnum í mörgum matvælum sem fólk er að kaupa í dag. Það getur varla talist holt.” - Sumir segja að lífrænt ræktuð matvæli séu frekar bragðlaus og því sé meiri hætta á að fá leið á þeim. Er eitthvað til í því? “Það er bara vitleysa. Súpurnar eru t.d. mjög bragðmiklar enda vita allir að lífrænt ræktað krydd er bæði gott og bragðmikið. Venju- lega mjólk er t.d. búið að vinna svo mikið að efast má um heil- brigði hennar, enda segja sumir að mjólk sé ein af þeim vöruteg- undum sem geti valdið krabba- meini. Í sumar þessar vörur er verið að setja gervisykur sem er síður en svo hollari en venjuleg- ur sykur. Það á líka við um gos- drykki,” segir Guðmundur Guð- mundsson rekstrarstjóri. 19KópavogsblaðiðDESEMBER 2007 Bætt heilsa tengist hugmynda- fræði “Maður lifandi” NETSAGA.IS Guðmundur Guðmundsson rekstrarstjóri “Maður lifandi” með kókos- hnetuolíu í versluninni að Hæðarsmára 6 í Kópavogi. Kókoshnetuolíu nýtur sívaxandi vinsælda, það er hægt að steikja úr henni, borða hana beint, hún er góð fyrir hjartað og fleiri líffæri. Dæmi eru þess að fólk hafi misst mörg kg. með því að taka inn 2 - 4 tsk. á dag. Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu. Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu. lýsa allt að 30 daga samfleytt. sími 530 1700 / www.rp.is Á leiði í garðinn 2. sunnudagur í aðventu Guðsþjónusta og sunnudagaskóli í Salaskóla kl. 11. Kór Lindakirkju syngur, stjórnandi Keith Reed. Þorgils Hlynur Þorbergsson, guðfræðingur prédikar. Prestur Guðmundur Karl Brynjarsson. 3. sunnudagur í aðventu Fjölskylduguðsþjónusta í Salaskóla kl. 11. Í guðsþjónustunni verður sýnt brúðuleikritið Pönnukakan hennar Grýlu. Prestur Guðmundur Karl Brynjarsson Aðventugleði Lindasóknar kl. 17. Kór Lindakirkju, Kórskóli Lindakirkju undir stjórn Keith Reed. Sýnt verður stutt jólaleikrit í léttum dúr og lesin jólasaga, svo fátt eitt sé nefnt. Aðfangadagur jóla Jólastund fjölskyldunnar í Salaskóla kl. 16. Kór Salaskóla syngur, brúðuleikhús og margt fleira. Eftir stundina fá börnin jólaglaðning. Aftansöngur í Salaskóla kl. 18. Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Keith Reed organista. Prestur; Guðmundur Karl Brynjarsson Annar jóladagur Kántrýguðsþjónusta kl. 11 í Salaskóla. Sungnir verða hefðbundnir jólasálmar, en flutningur þeirra verður í anda bandarískrar sveitatónlistar. Prestur: Guðmundur Karl Brynjarsson. Allir velkomnir. Helgihald Lindasókn í Kópavogi

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.