Kópavogsblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 21

Kópavogsblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 21
Forseti Alþingis, Sturla Böðv- arsson, opnaði Skólaþing, kennsluver Alþingis fyrir efstu bekki grunnskóla, 23. nóvem- ber sl. Fyrstu “þingmenn” Skóla- þings voru nemendur í 9. bekk Lindaskóla. Á Skólaþingi fara nemendur í hlutverkaleik og fylgja í stórum dráttum reglum um starfshætti Alþingis. Öllum grunnskólum í landinu verður sent bréf til kynn- ingar á starfsemi Skólaþings. Skólaþing er til húsa í Austur- stræti 8-10 í rúmlega 300 fermetra húsnæði. Miðað er við að einn bekkur komi í Skólaþing í einu og heimsóknin taki um tvær og hálfa klukkustund. Á þeim tíma fá nemendur tækfæri til að setja sig í spor þingmanna með því að leiða ákveðin mál sem fyrir þá eru lögð til lykta á þingflokksfundum, nefndafundum og þingfundum. Jafnframt munu nemendur heyra rök álitsgjafa. Þannig er ætlunin að veita innsýn í sambandið milli atburða í samfélaginu, skoðana- myndunar, pólitískra ákvarðana og starfa Alþingis og sýna áhrif almennings, sérfræðinga, fjöl- miðla og hagsmunaaðila á lög- gjafarstarf. Nemendur komast að niðurstöðu með því að hlusta og meta rök og álit annarra, tjá eigin skoðun, taka afstöðu og ná mála- miðlun. Með kennsluverinu er komið til móts við áhuga skóla á því að koma með nemendur í vettvangs- ferðir á Alþingi en á síðasta ári heimsóttu hátt í 3000 grunnskóla- nemar þingið. Skólaþinginu er þannig ætlað að auka fjölbreytni í fræðslu um Alþingi og er skólum boðið að nýta þennan möguleika en jafnframt verða hefðbundn- ar skoðunarferðir áfram í boði. Hjá efri bekkjum grunnskóla eru heimsóknirnar gjarnan í tengsl- um við kennslu í lífsleikni og þjóðfélagsfræði en í aðalnámskrá grunnskóla eru m.a. sett fram þau markmið fyrir kennslu í þessum greinum að miða skuli að því að auka skilning nemenda á reglum samfélagsins og hvar þær eru sett- ar. Fyrsta kennsluver þjóðþings af þessu tagi var opnað árið 2003 við danska þingið og síðan hafa verið sett upp sams konar kennsluver við norska og sænska þingið. 21KópavogsblaðiðDESEMBER 2007 BORG 6591159 FRÍTT VERÐMAT! TOPP ÞJÓNUSTA 6599606 www.remaxeignir.com Alla morgna er opið frá 8:00 til 13:00 fyrir göngufólk Fimmtudagar 10:00 til 12:00, Ýmsir leikir í Fifunni Krokket Boccia Eldri borgarar - hreyfing í Fífunni Nemendur Lindaskóla fyrstu “þingmenn” Skólaþings Forseti Alþingis, Sturla Böðvarsson, opnar Skólaþing. Nemendur Lindaskóla við skjái, sem er hluti “þingstarfanna.” Börn í kór Digranesskóla sungu fyrir þá sem komu á laufabrauðsdag í skólanum fyrir skömmu.

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.