Kópavogsblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 27

Kópavogsblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 27
27KópavogsblaðiðDESEMBER 2007 GETRAUNANÚMER Brei›abliks ER 200 GETRAUNANÚMER HK ER 203 HK-ingurinn Rúrik Gíslason var fyrirliði 21-árs landsliðs Íslands í fyrsta skipti þegar það vann frækilegan sigur á Belgum í Brussel, 2-1, í Evrópukeppn- inni í lok nóvembermánaðar. Rúrik, sem er 19 ára og verð- ur því gjaldgengur í liðið lengi enn, tók við fyrirliðabandinu af Bjarna Þór Viðarssyni sem var í leikbanni. Rúrik er þar með fyrstur HK- inga til að gegna stöðu lands- liðsfyrirliða en þess má geta að hann er orðinn næstleikjahæst- ur af þeim sem nú skipa 21-árs landsliðið, með 10 landsleiki í þessum aldursflokki. Úr fyrri leiknum í Digranesinu. Á lokahófi Sundssambands Íslands var sunddeild Breiða- bliks afhentur hvatningarbikar SSÍ. Það er mikið ánægjuefni fyrir sunddeild Breiðabliks, en ekki síður hvatning. “Þetta er tvímælalaust mikil viðurkenning fyrir okkur, og alla sem lagt hafa lóð á vogarskálarn- ar til að efla sund í Kópavogi. Það er gaman þegar tekið er eftir þegar verið er að vinna að góðum hlutum. En góðir hlutir gerast hægt, við höfum verið að vinna markvisst að uppbyggingu deildarinnar undanfarin ár, og sjáum fram á mjög bjarta tíma í sundinu í Kópavoginum. Þetta er okkur hvatning til að gera enna betur á næstu misserum og árum. Það má einnig geta þess að stjórn Breiðabliks sæmdi okk- ur svipuðum verðlaunum sl. vor frá Breiðablik. Það er því gaman í sunddeildinni um þessar mund- ir,” segir Jónas Halldórsson, for- maður deildarinnar. Í lýsingu dómnefndar á vali á Hvatningabikarnum segir m.a. að tekið sé tillit til þess hvaða félag hafi komið mest á óvart sundár- ið þar á undan. Taka skal tillit til uppbyggingar, áhuga, eljusemi og þátttöku félags og aðstandenda félagsins í sundatburðum og mót- um. Miðað skal við að félag sem hlýtur Hvatningarbikarinn hafi á liðnu sundári náð verulegum árangri í innri uppbyggingu og fjölgað sundfólki í landinu. Sunddeild Breiðabliks hlaut þennan bikar meðal annars af því að sunddeildin hefur endur- skipulagt æfingaumhverfi sitt og innri starfsemi. Í stað þess að vera með einn og einn góðan sundmann er deildin komin með góða breidd inn í sunddeildina og það skapar afreksárangur til lengri tíma. Góð uppbygging skil- ar árangri til lengri tíma. Sund- deild Breiðabliks er með 2 sund- menn í aldursflokkahópi SSÍ og 2 sundmenn í unglingalandsliði SSÍ. Sunddeild Breiðabliks hlaut hvatningabikar SSÍ Skíðadeild Breiðabliks 35 ára Það var kaldan dag um miðj- an desember árið 1972 að hóp- ur fólks hittist í félagsaðstöðu Breiðabliks í Félagsheimili Kópavogs. Fundarmenn höfðu farið saman á skíði og ákváðu að tímabært væri að stofna skíðadeild innan Ungmennafé- lagsins Breiðabliks. Á þessum stofnfundi var Guðmundur Ant- onsson kosinn fyrsti formað- ur deildarinnar en auk hans í þessa fyrstu stjórn voru kosin, Sigurjón Hallgrímsson, Guðlaug- ur Ómar Friðþjófsson, Sigríður Erla Guðmundsdóttir og Bene- dikt Bjarnason. Varamenn voru kosnir Guðmundur Hafsteins- son, Sigríður Ásgeirsdóttir og Haraldur Erlendsson. Skíðadeild Breiðabliks heldur því upp á 35 ára afmæli deildarinnar 15. des- ember nk. Hjólhýsi og toglyfta Á þessum fyrsta fundi var ákveðið að koma á reglulegum skíðaferðum á vegum félagsins og var fyrsta ferðin í Bláfjöll far- in þann 30. desember þ.á. Strax á nýju ári 1973 var síðan farið um hverja helgi á skíði í Bláfjöll, ef veður leyfði. Samið hafði ver- ið við Strætisvana Kópavogs um að koma skíðafólkinu upp í Bláfjöll og var því mjög vel tek- ið. Á þessum árum var engin aðstaða til staðar í Bláfjöllum hvorki hús né lyfta. Félagar úr Breiðablik sáu að nauðsynlegt væri að gera einhverjar úrbæt- ur til að fjölga iðkendum og búa þeim betri aðstæður. Stjórnin tók því á leigu hjólhýsi sem kom- ið var fyrir í Bláfjöllum svo hægt væri að fara inn og hlýja sér eða borða nesti sitt. Jafnframt stóð stjórnin fyrir því mikla stórvirki að kaupa nýja dráttarvél, láta smíða á hana spil og tengja við hana ýmsan búnað svo hægt væri að nýta hana sem toglyftu á skíðasvæðinu. Þrátt fyrir frum- stæðan búnað gekk starf deildar- innar vel. Fjórum árum eftir stofnun deildarinnar eða árið 1976 var keypt skíðalyfta sem tekin var í notkun ári síðar. Sama ár var einnig keyptur skíðaskáli í sam- vinnu við bæjarstjórn Kópavogs en skíðadeildin sá um rekstur hans. Skíðaskálinn var strax mjög vel nýttur og fengu grunn- skólar Kópavogs og Hafnarfjarð- ar þar einnig aðstöðu og á skíða- svæði deildarinnar. Boðið var upp á skíðakennslu á svæðinu og var það fjölsótt. Þrátt fyrir að komin væri ný lyfta fjölgaði skíðafólki það mik- il að lyftan annað því vart. Fljót- lega vaknaði því mikill áhugi inn- an deildarinnar að koma upp nýrri skíðalyftu á skíðasvæði félagins í Drottningargili í Blá- fjöllum. Stofnað var sérstakt stryktarfélag deildarinnar árið 1980. Megin hlutverk þessa styrktarfélags var að afla fjár, kaupa og reisa nýja skíðalyftu. Tveim árum síðar, árið 1982, var síðan ráðist í að byggja nýjan skíðaskála og jafnframt var lagt rafmagn fyrir flóðlýsingu svo skíðamenn gætu skíðað þó væri farið að rökkva. Skíðadeildin efldist mjög mik- ið á þessum árum og fjölgaði félögum mikið. Ljóst var að skíðaskálinn var ekki nægilega hentugur fyrir starfið svo ákveð- ið var að selja hann ásamt lyft- unni til Bláfjallarnefndar. Sam- hliða var gerður samningur við Kópavogsbæ um byggingu veg- legs skíðaskála á öðrum stað í Bláfjöllum sem var vígður 16. febrúar 1991 og afhentur félag- inu til rekstar. Hér hefur verið rakin í stut- tu máli framkvæmdir á vegum skíðadeildar Breiðabliks frá stofnun deildarinnar. Skíðaiðk- endum í dag finnist það vafa- laust frumstæður búnaður sem deildin byrjaði með fyrir 35 árum en þetta var mikið fram- faraspor fyrir skíðamenn Kópa- vogs á þessum árum. Allt frá stofnun deildarinnar hafa stjórn- ir hennar stefnt markvist að því að bæta aðstöðu skíðafólks á svæði félags- ins í Blá- fjöllum. Öll aðstaða til skíðaiðkunn- ar hefur því sífellt verið að batna og hefur það s ý n t s i g í s töðugt betri árangri k e p p n i s - fólks. Skíða- deildin eignaðist íslandsmeist- ara árið 1993 Heiðar Árnason en síðan þá hefur deildin eignast fjölmarga íslandsmeistara. Jafn- framt hefur skíðadeild Breiða- bliks átt á undanförnum árum nokkra fulltrúa í landsliði og ung- lingalandsliði SKÍ. Blikinn Sindri Már Pálsson fulltrúi félagsins í landsliði SKI náði þeim frábæra árangri að fara á Vetrar Ólymp- íuleikana í Torino á Ítalíu. Hann keppti fyrstur Íslendinga í bruni síðan 1960 en einnig keppti hann í alpatvíkeppni og svigi og var árangur hans góður. Skíða- deild Breiðabliks hefur séð um framkvæmd Unglingameistara- móts Íslands í nokkur skipti og hefur það ætíð tekist vel. Framfarir hjá skíðadeild Breiðabliks og sá góði árang- ur sem keppendur hafa náð má þakka því mikla starfi sem stjórnir, þjálfarar og hið öfluga foreldra- og félagsstarf hafa lagt að mörkum á þessum 35 árum sem skíðadeildin hefur starfað. Aðalstjórn Breiðabliks óskar skíðadeild félagsins til hamingju með afmælið og þakkar jafn- framt stjórnum, þjálfurum, iðk- endum og öllum öðrum félögum sem komið hafa að starfi skíða- deildar Breiðabliks á þessum 35 árum fyrir hið góða og mikla starf deildarinnar. Það er von okkar að það snjói vel í Bláfjöll- um í vetur svo iðkendur geti not- ið þess að skíða um fjöllin blá. Sigurrós Þorgrímsdóttir, formaður Aðalstjórnar Breiðabliks Sigurrós Þorgrímsdóttir. Íþróttir í Kópavogi Íslandsmeistarar í hópkata karla 2007, úr Breiðablik. Meistaraflokkur karla í hand- bolta tapaði naumlega fyrir danska liðinu FCK í fyrri leik lið- anna í Evrópukeppni félagsliða, lokatölur 24 - 26 fyrir FCK. HK byrjaði leikinn eins og statistar, Danir komust í 11 - 2 áður en HK vaknaði af Þyrnirósarsvefn- inum. Staðan í hálfleik var 15 - 11 fyrir FCK. HK hafði öðlast sjálfstraust í seinni hálfleik og tókst að jafna 23-23 og með meiri einbeitingu hefði liðið getað komist yfir, en lokatölur urðu 24-26. Engu líkara var en HK væri á heimavelli í seinni leiknum í Kaup- mannahöfn, slíIkur var stuðning- ur þeirra sem komu að heiman, og eins þeirra sem bættust við í Kaupmannahöfn. En FCK var ein- faldlega of sterkt fyrir HK og vann leikinn 36-24. En HK-strákarnir geta borið höfuðið hátt þótt þátt- töku í Evrópukeppninni sé lokið að sinni. Frá lokahófi SSÍ þar sem Blikar fengu hvatningabikar SSÍ. Rúrik Gíslason fyrsti landsliðs- fyrirliðinn úr HK HK tapaði báðum leikjunum gegn FCK

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.