Kópavogsblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 22

Kópavogsblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 22
22 Kópavogsblaðið DESEMBER 2007 Kvennakór Kópavogs - á kafi í söng og bakstri! Það hefur verið nóg að gera hjá Kvennakór Kópavogs und- anfarið, enda önninni senn að ljúka og brátt kominn tími til að kórkonur fari heim og baki, hver fyrir sig, svona eins og sautján mismuandi tegundir af jólasmákökum. Kórinn söng í fyrsta sinn á önn- inni fyrir áheyrendur 25. nóvem- ber sl. þegar tekin voru nokkur lög á laufarbrauðsútskurðardegi Foreldrafélags Digranesskóla. Æfingar kórsins eru einmitt haldn- ar, þriðjudag hvern, í sal Digranes- skóla og því vel við hæfi að kór- inn kæmi fram við þetta tækifæri. Einnig vildu kórkonur um leið þakka fyrir góða aðstöðu í skólan- um í vetur. Þetta mun þó ekki vera eina skiptið sem kórinn kemur nálægt laufabrauðsútskurði fyrir þessi jól því 1. desember sl. söng Kvennakórinn í Gjábakka en þann dag fór einmitt fram laufabrauðs- útskurður og jólabasar ásamt fleiri skemmtilegum uppákomum. Kvennakórinn mun standa fyrir kökubasar í Garðheimum næsta laugardag en þar verða glæsilegar eðaltertur á boðstólum frá því að verslunin opnar og meðan birgðir endast. Um kl. 15.30 mun kórinn taka lagið fyrir þá sem þar verða staddir. Á þrettándanum, 6. janúar kl. 15.00, mun Kvennakór Kópavogs ásamt Karlakór Kópavogs halda tónleika í Hjallakirkju. Sungin verða bæði íslensk og erlend lög. Sungið við laufabrauðsútskurð í Digranesskóla. ������ � � ��������� ��������������� ���������� ������������������������������ 2 dálkar = 9,9 *10    Frönsk rómantísk heimilisvara frá Comptoir de Famille Eineltisstefna Lindaskóla í stöðugri endurskoðun Lindaskóli hefur haft mótaða eineltisstefnu nokkur síðustu ár sem hefur síðan verið í aðlög- un að skólastarfinu sjálfu. Á sl.hausti var hún endurskoðuð og síðan kynnt á kennarafundi og samþykkt þar. Eineltisstefnan var einnig kynnt í foreldra- og nemendaráði. En hvað er einelti? Það er nokk- uð skilgreint í eineltisstefnu Linda- skóla, en það telst einelti þegar um ítrekað ofbeldi er að ræða gagnvart sama eða sömu einstak- lingum og getur það bæði verið líkamlegt og andlegt. Gunnsteinn Sigurðsson, skólastjóri, segir að einelti sé mál sem þurfi að vera í sífelldri endurskoðun því það séu oft mjög erfið mál, og stund- um geti einelti verið í gangi gagn- vart einstaka nemanda svo árum saman án þess að það uppgötvist. Samheldni, samvinna og tjáskipti nemenda, foreldra og starfsmanna skólans sé þar helsta mótvægið. Það sem einkennir einelti • Einelti nær stundum yfir langt tímabil og gerir líf þolandans mjög erfitt. • Einstakur atburður telst ekki einelti. • Ójafnvægi er í styrkleikasam- bandi milli gerenda og þolenda. Sá sem verður fyrir eineltinu ver sig ekki alltaf sjálfur heldur lætur það yfir sig ganga. En fyrirbyggjandi aðgerðir eru auðvitað það besta í þessu sam- bandi. Lindaskóli hefur frá upp- hafi lagt áherslu á góð samskipti við foreldra t.d. með fréttabréfum, bekkjarpóstum og fjölskylduhátíð þannig að foreldrar finni sig vel- komna í skólanum bæði þegar vel gengur og eins ef eitthvað bjátar á. Útivist er skipulögð og yngri nemendur velja sér leiksvæði í frímínútum. Hópefli er skipulagt fyrir nemendur, bæði í gegnum kennslu í lífsleikni og með skipu- lögðum ferðum nemenda. Í lífsleikni er lögð áhersla á að nemendur læri góð samskipti. Öll- um nemendum verður að vera ljóst hvað einelti er og að einelti er ekki liðið í Lindaskóla. Nemend- ur eru hvattir til að láta vita ef þeir vita af nemanda sem verður fyrir einelti. Foreldrar bera ábyrgð á vinahópum Bekkjarfundir eru haldnir reglu- lega í öllum bekkjum skólans. Í mörgum bekkjum hjá yngri nem- endum eru starfandi vinahópar. Foreldrar bera ábyrgð á fram- kvæmd og skipulagi þeirra, en umsjónakennari getur aðstoðað þá við að koma hópunum af stað. Fylgst er með líðan nemenda með tengsla- og eineltiskönnunum sem lagðar eru fyrir a.m.k. einu sinni á ári en námsráðgjafi skólans hefur umsjón með þeim. Nýir nemendur fá sérstakar mót- tökur hjá deildarstjóra við skóla- byrjun. Þeir fá síðan viðtal við námsráðgjafa nokkrum vikum eft- ir skólabyrjun. Vinateymi er í öll- um bekkjum og taka þá til dæmis tveir nemendur í bekknum að sér að kynna skólann og styðja nýjan nemanda félagslega. Undirbúning- ur er hjá umsjónarkennara og/eða námsráðgjafa. Í niðurlagi eineltisstefnu Linda- skóla segir að nauðsynlegt sé að allir þeir sem hafa grun um ein- elti komi þeim upplýsingum til umsjónarkennara svo hægt sé að taka sem fyrst á málinu. Í öllum tilfellum er námsráðgjafi til aðstoð- ar í eineltismálum, á hvaða stigi málsins sem er. Aðventan í Digraneskirkju Annar sunnudagur í aðventu, 9. desember, messa og sunnudaga- skóli kl. 11.00, prestur Magnús Björn Björnsson. Stoppleikhúsið kemur í sunnudagaskólann í kapel- lu á neðri hæð og sýnir leikritið “Jólin hennar Jóru”. Aðventustund á vegum æskulýðsstarfsins Meme kl. 20.00, ræðumaður: Erla Guðrún Arnmundardóttir, æskulýðsfulltrúi Háteigskirkju. Gospelhljómsveit Meme sér um tónlistina. Kaffisala til styrktar Mæðrastyrksnefndar Kópavogs. Þriðji sunnudagur í aðventu, 16. desember, messa og sunnudaga- skóli kl. 11.00, prestur sr. Yrsa Þórð- ardóttir. Jólastund fjölskyldunnar kl. 16.00. Þar munu Söngvinir, kór aldraðra í Kópavogi og Skólakór Kársness undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur, syngja gömul og ný aðventu- og jólalög. Stundin mið- ast fyrst og fremst við sönginn, rifja upp gamalkunnug aðventu- og jólalög og heyra jafnvel eitthvað sem ekki er eins kunnuglegt. Eft- ir jólastundina er boðið upp á heitt súkkulaði og piparkökur í safnaðarsal. Fjórði sunnudagur í aðventu - Þorláksmessa, barnaguðsþjón- usta í kirkjunni kl. 11.00, hátíðleg jólastund fyrir alla fjölskylduna á vegum sunnudagaskóla Digranes- kirkju. Aðfangadagur jóla, 24. desember kl. 18.00, aftansöngur. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar sungið af kór Digraneskirkju. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson, organisti Kjartan Sigurjónsson, einsöngur Einar Clausen. Aðfangadagur jóla, 24. desember kl. 23.30, aftansöngur. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar sungið af kór Digraneskirkju. Prestur sr. Yrsa Þórðardóttir, organisti Kjart- an Sigurjónsson, einsöngur Helga Rós Indriðadóttir. Jóladagur, 25. desember kl. 14.00, hátíðarguðsþjónusta. Hátíð- artón sr. Bjarna Þorsteinssonar sungið af kór Digraneskirkju, sr. Gunnar Sigurjónsson prédikar og sr. Yrsa Þórðardóttir þjónar fyrir altari. Einsöngur Einar Clausen. Annar jóladagur, 26. desember kl. 11.00, messa, prestur sr. Yrsa Þórðardóttir. Jólastund aldraðra fimmtudaginn 27. desember kl. 14.00. Jólastund aldraðra er eitt af samstarfsverkefnum Digranes- og Hjallakirkju. Á jólastundinni er boð- ið upp á vandaða dagskrá ásamt dýrindis tertum og öðru góðgæti. Allir eru velkomnir. Jólaball sunnudagaskólans sunnudaginn 30. desember kl. 11.00. Jólaballið er í kapellunni á neðri hæð. Sungin eru lögin sem tilheyra jólaböllum um Þyrnirós, Adam sem átti syni sjö og öll þessi venjulegu jólaballalög. Kjartan org- anisti spilar á harmonikku af þessu tilefni. Jólasveinar koma í heim- sókn og allir fá eitthvað góðgæti með sér heim. Eftir jólaballið er heitt súkkulaði og piparkökur. Gamlársdagur 31. desember kl. 18.00, aftansöngur, sr. Gunnar Sigurjónsson prédikar og sr. Yrsa Þórðardóttir þjónar fyrir altari. Organisti Kjartan Sigurjónsson og einsöngur Þórunn Freyja Stefáns- dóttir. Þrettándinn, 6. janúar 2008. Tón- listarguðsþjónusta á vegum Kjart- ans Sigurjónssonar, organista Digra- neskirkju og sóknarnefndar.

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.