Kópavogsblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 12

Kópavogsblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 12
Vegagerðin hefur óskað eftur tilboðum í mislæg gatnamót á Reykjanesbraut við Arnarnesveg. Gera skal hringtorg á mislægum gatnamótum á mótum gatnanna og er hluti hringtorgsins gerð tveggja brúa yfir Reykjanesbraut. Skal verktaki byggja báðar brýrn- ar og gera ein undirgöng fyrir gangandi umferð undir Arnarnes- veg vestan gatnamótanna. Leggja skal nýjan veg milli núverandi hringtorgs á Nónhæð og nýja torgsins, gera fjórar af/ fráreinar milli Reykjanesbrautar og nýja torgsins auk lagfæringa á Reykjanesbraut. Einnig skal leggja gangstíga ásamt nausyn- legri landamótun til að ljúka verk- inu. Verkinu skal lokið að fullu 10. júlí 2009. 12 Kópavogsblaðið DESEMBER 2007 Hringtorg á mislægum gatnamótum Reykjanesbrautar og Arnarnesvegar Þannig eru mislægu gatnamótin á mótum Reykjanesbrautar og Arnarnesvegar hugsuð. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson Lesið var úr barnabókum í Kórnum á Bókasafni Kópavogs í lok nóvembermánaðar. Þetta voru barnabókahöfundarnir Jón- ína Leósdóttir sem las úr bókinni Kossar og ólífur, Þórarinn Eldjárn sem las úr bókinni Gælur, fælur og þvælur og sýndi jafnframt myndir Sigrúnar Eldjárn úr bók- inni og Þórarinn Leifsson las úr hryllingssögu sinni Leyndarmálið hans psabba og sýndi jafnframt myndir úr bókinni. Næsti jólabókalestur í Bókasafni Kópavogs er næsta sunnudag, 9. desember kl. 14.00 og búast má við fleiri lestrum þegar nær dreg- um jólum. Þórarinn Eldjárn les úr bók sinni, Gælur, fælur og þvælur. Barnabókahöfundar lásu í Bókasafni Kópavogs �������������� � � ������������������ � � �� �� � � � ������ ��������������� ����� Myndlistaskóli Kópavogs býður upp á nám í 39 deildum Vorönn Myndlistarskóla Kópa- vogs hefst 17. janúar 2008 og þar með tuttugasta starfsár skólans. Haldið verður upp á afmælið með veglegri nemendasýningu í Gerðarsafni, Listasafni Kópa- vogs, 3. - 13. maí 2008. Nemendafjöldi skólans hefur aukist jafnt og þétt og á næstu önn er boðið upp á nám í 39 deild- um, með mismunandi námsfram- boði eftir aldri og námsgreinum. Lögð hefur verið áhersla á kenns- lu í helstu grunnaðferðum mynd- listar, s.s. teiknun, módelteiknun, leirmótun, olíumálun, portrett- módelmálun og vatnslitamálun. Oft hefur verið bryddað upp á nýj- ungum, eins og listasögukennslu fyrir börn og unglinga, Masterklass í olíumálun, fyrir þá sem eru lengst komnir og mál- stofu, sem byggir á jákvæðri gagn- rýni og umræðu um myndverk nemanda. Opnuð hefur verin leið inn í nútímalistaumhverfið, með ferðum á sýningar og heimsókn- um listgagnrýnanda. Sumarnámskeið skólans sem löngu eru búin að festa sig í sessi eru í júní, í eina viku í senn, með daglegri mætingu. Afar góður árangur næst með því og kennsl- an er mjög frábrugðin vinnu vetr- arins, þar sem unnið er úti í nátt- úrunni á hverjum degi. Kennararnir eru einvala lið, starfandi listamanna, sem eiga stóran þátt í velgengni skólans. Stundaskrá skólans mun birtast í Kópavogsblaðinu í byrjun janú- ar en einnig er hægt að líta inn á heimasíðu skólans. www.mynd- listaskoli.is Nemendur Myndlistaskólans við vinnu sína.

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.