Kópavogsblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 7

Kópavogsblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 7
Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt einróma sértækar aðgerðir í starfsmannamálum hjá Kópavogsbæ. Tilgangurinn er að auka stöðugleika í starfs- mannahaldi, bregðast við sam- keppni á vinnumarkaði og laða starfsfólk að lausum stöðum hjá bænum. Sérstakt framlag vegna aðgerðanna nemur ríflega 150 milljónum króna á árinu 2008 til viðbótar fjárveitingum sem voru ákveðnar fyrr á árinu. Í aðgerðunum felst meðal ann- ars mánaðarleg greiðsla til tiltek- inna starfsmanna grunnskóla og leikskóla frá 6000 krónum upp í 16 þúsund krónur, hækkun á TV-einingum (tímabundnum við- bótarlaunum) úr 0,5% í 1,0%, tvöföldun á framlögum til sjóðs viðbótarlauna grunnskólanna auk stofnunar sjóða til eflingar á innra starfi hjá leikskólunum, for- gangur fyrir tilteknar starfsstéttir fyrir börn þeirra í leikskóla og að þær njóti forgangsgjalds, auknar heimildir varðandi mat á starfs- reynslu, 60% hækkun á lágmarks- styrk til heilsuræktar og ókeypis miðar á tvenna tónleika í tónleika- röðinni Tíbrá í Salnum, Tónlistar- húsi Kópavogs. Bæjaryfirvöld í Kópavogi telja að framangreindar aðgerðir samrýmist samþykktum launanefndar sveitarfélaganna og kjarasamningum. Áður hefur Kópavogsbær sam- þykkt sérstaka aðgerðaáætlun um starfsmannamál leikskólanna sem miðar til dæmis að því að auka tækifæri starfsmanna til náms, bæta vinnuaðstöðu og ein- nig kjör með hækkun greiðslna vegna kostnaðar í starfi og náms- styrkjum. Þriðja árs nemum í leik- skólakennaranámi er nú gefinn kostur á að ráða sig strax til leik- skóla Kópavogs og njóta fullra launa meðan á námi stendur. Á móti skuldbinda nemarnir sig til að leggja fram 20% vinnuframlag fram að útskriftardegi en vinna síðan hjá Kópavogsbæ í 2 ár eftir það. Auk þessa gekk Kópavogsbær í maí 2007 frá samningum við leik- skólakennara um TV-einingar og hefur nú þegar úthlutað slíkum einingum tvisvar sinnum á yfir- standandi ári. Aukið framlag til leikskóla Kópavogsbær jók einnig fram- lög til leikskóla, annars vegar í þeim tilgangi að auka fjárhags- legt sjálfstæði leikskólanna, hins vegar til að mæta hugsanlegum áföllum, s.s. miklum veikindum og forföllum. Einnig var sams konar sjóður stofnaður á fræðslu- skrifstofu til þess að mæta óvæntum verkefnum í tengslum við manneklu. Kópavogsbær hóf í nóvember 2006 heimgreiðslur til foreldra barna undir 2ja ára aldri. Bæjar- ráð Kópavogs samþykkti í sept- ember sl. að fella niður efri ald- ursmörkin og framlengja heim- greiðslur til þess tíma að börn fá inni á leikskóla. Tillögur 18. september Guðríður Arnardóttir, bæjarfull- trúi Samfylkingarinnar, segir að þessar aðgerðir séu löngu tíma- bærar og fulltrúar Samfylkingar- innar í leikskólanefnd, bæjarráði og bæjarstjórn hafi margsinnis lagt fram tillögur um hækkun launa. Þær hafi ýmist verið felld- ar af Framsóknar- og Sjálfstæð- ismönnum, frestað eða vísað til umsagnar. Með þessum hætti hafi meirihlutinn dregið sjálfsagða og eðlilega hækkun í allt að tvo mánuði, en Guðríður segir fyrstu tillögur Samfylkingarinnar um hækkun hafa verið lagðar fram 18. september sl. Fulltrúar Samfylkingarinnar fagni því að fulltrúar meirihlut- ans í bæjarstjórn skuli loksins hrökkva upp af svefni sínum og leggja fram tillögur sem eru í þeim anda sem Samfylkingin hef- ur lagt fram ítrekað. 7KópavogsblaðiðDESEMBER 2007 KÓRINN VA LLA KÓ R VAT NSEN DAV EGU R RJÚ PN A V EG U R HESTHÚSAH VERFI BAUGAKÓR Bæjarráð samþykkir 150 milljón króna framlag til að auka stöðugleika í starfsmannahaldi

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.