Kópavogsblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 4

Kópavogsblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 4
Í hlíðarfætinum á Hlíðarvegin- um í Kópavogi beint ofan Digra- neskirkju stendur timburhús sem hefur yfir sér reisn og vissa kyrrð sem oft fylgir gömlum timburhúsum. Að Hlíðarvegi 61 hafa hjónin Rannveig Guðmundsdóttir, fyrr- verandi bæjarfulltrúi, alþingis- maður og ráðherra og Sverrir Jónsson tæknifræðingur búið sl. 30 og hyggjast vera þar svo lengi sem Guð lofar. Þau eru bæði Ísfirðingar, Sverrir ættað- ur frá Dýrafirði og Ingjaldssandi en Rannveig úr Sléttuhreppi í báðar ættir enda finnst þeim að þau séu að koma heim að vissu marki þegar Ísafjörður er heim- sóttur. Sverrir er elstur 9 systk- ina en Rannveig næstyngst 9 systkina svo það er mikill ætt- bogi. Rannveig segir að þau Sverrir hafi vitað af hvort öðru alla tíð, gengu saman í barnaskóla og gagnfræðaskóla. Foreldrar Rann- veigar voru Guðmundur Kristján Guðmundsson skipstjóri og Sigur- jóna Jónasdóttir húsmóðir en for- eldrar Sverris Jón H. Guðmunds- son kennari og síðar skólastjóri og Sigríður Jóhannesdóttir. Faðir Sverris varð síðan fyrsti skóla- stjóri Digranesskóla en þá höfðu þau Rannveig ruglað saman sín- um reitum, giftu sig á Ísafirði og eignuðust þar sitt fyrsta barn, Sig- urjónu. Á þeim tíma fannst þeim ekkert annað koma til greina en að lifa og deyja á Ísafirði, enda bæði innfæddir Ísfirðingar. Sverrir ákveður að fara í undirbúnings- deild fyrir tæknifræðinám við Vél- skólann og ári síðar fara þau til Noregs með elsta barnið þar sem Sverrir nam tæknifræði. Það þótti nokkurt áræði á þeim tíma, ekki miklar möguleikar á lánum til að framfleyta sér svo Sverrir þurfti að vinna mikið á sumrin á náms- árunum í Noregi til að framfleyta sér og fjölskyldunni yfir vetrartím- ann. Eftir námið réði Sverrir sig til norsks ráðgjafafyrirtækis sem var með nokkur umsvif hérlendis og því komu þau hingað á þess vegum, en eftir tvö ár voru seglin dregin saman og því héldu þau aft- ur til Noregs, þar sem ekki var um auðugan garð á gresja hérlendis á vinnumarkaðnum þeim tíma fyrir tæknifræðinga. Á árunum milli tví- tugs og þrítugs voru þau því mik- ið í Noregi og á þeim tíma fæddist næsta barn þeirra, Eyjólfur Orri. Yngsta barnið, Jón Einar, er fædd- ur hérlendis eftir að þau flutti í Kópavog. - Var ætlunin að flytja til Ísafjarð- ar eftir að þið komuð frá Noregi í seinna skiptið árið 1971? Því svarar Sverrir játandi, en segir að örlögin hafi hagað því þannig til að hann hafi strax feng- ið vinnu í Reykjavík hjá keramik- fyrirtækinu Glit og var þar í 4 ár. Þegar þau fóru fyrst út voru þau ekkert að velta vöngum yfir því hvort það væri einhver framtíð fyrir ungan tæknifræðing vestur á Ísafirði. Ísafjörður var “heima” og þau stóðu bæði í þeirri trú að svo yrði um aldur og ævi. “Síðan réði ég mig sem kennara við Iðnskólann og kenndi þar í 10 ár eða þar til ég hafði ekki efni á að kenna lengur! Launin voru þá orðin svo léleg. En ég hafði alltaf unnið eitthvað með kennslunni, m.a. fyrir Iðnaðarbankann, en það kom að því að Iðnaðarbankinn þurfti tæknimann til að sinna þess- um störfum allan daginn sem ég hafði verið að sinna í hjáverkum. Síðan hef ég verið í bankageiran- um, síðast hjá Íslandsbanka, en fór á eftirlaun fyrir liðlega tveimur árum síðan.” - Fluttuð þið strax í Kópavoginn eftir heimkomu frá Noregi? “Við vorum tæp tvö ár í Hlíðun- um í Reykjavík eftir heimkomuna,” segir Rannveig. Foreldrar Sverris bjuggu á Álftröð í Kópavogi og mörg hans systkina í nágrenninu svo þau voru mjög tengd þeirri fjölskyldu á þeim árum en systk- ini Rannveigar voru hins dreifð- ari um landið. Þau Rannveig og Sverrir höfðu því þá sýn að flytja í Kópavoginn. “Við ákváðum að fara að leita að einhverju fokheldu og skapa okkar framtíðarheimili en þá var ég farinn að vinna á tölvudeild Loftleiða þar sem ég var í 4 ár. Ég tók námskeið í tölvufræðum í Nor- egi sem ekki var mikið þekkt hér- lendis, var hið nýja fag sem var að ryðja sér til rúms. Þá var eng- inn farinn að útskrifast úr háskóla hérlendis í tölvunarfræðum og þá voru aðeins tvær konur á Íslandi sem unnu við tölvumál, ég hjá Loftleiðum og önnur kona hjá Sláturfélagi Suðurlands. Yngsta barnið fæddist 1976 og þá áttum við strák í barnaskóla og stelpu í menntaskóla svo við ákváðum að ég yrði heima hjá þessum börn- um okkar á ólíkum aldri. Kvöld eitt kom Sverrir heim og sagðist hafa farið að skoða gamalt hús í Kópavogi en ég tók því fjarri í fyrstu, við ætluðum að kaupa nýtt hús, fasteignasalinn hefði misskilið okkar óskir. Það fór þó svo að við fórum hingað milli jóla og nýjárs á yndislega fögrum vetr- ardegi og stóðum hér á pallinum við húsið og horfðum yfir landið. Þá voru tveir íþróttavellir í daln- um ásamt Smárahvammsbænum og Fífuhvammsbænum, ekkert annað. Reykjanesið var hulið þun- nri snjóslæðu sem mér finnst allaf síðan að sé fegurst. Við féllum þá bæði fyrir þessum stað og höfum verið hér á fjórða áratug og eigum mýmörg hand- tök í þessu húsi. Okkur finnst líka gaman að því að barnabörnunum finnst að þetta sé “Húsið” í lífi þeirra, líka þeim þremur barna- börnum okkar sem búa á Ítalíu. Þeim finnst óhugsandi að sjá afa og ömmu í öðru húsi en þessu húsi okkar á Hlíðarveginum, finnst svo dýrmætt að koma til okkar hingað. Nýlega lýsti næst- elsta barnabarnið yfir því í gleði sinni hvað honum þætti vænt um að frændsystkinin sem búa á Ítalíu verða hér um jólin og við yrðum hér öll saman á jólunum. Það væru stærstu jólin að öll fjöl- skyldan væri hér saman á aðfanga- dagskvöld. Auðvitað þykir okkur Sverri einnig vænt um það.” Í bæjarpólitíkina Árið 1978 er Rannveig heima- vinnandi en þá byrjuðu hennar fyrstu afskipti af stjórnmálum. Hún segir það hafa verið algjöra tilviljun, hún hafi ekki verið að starfa í pólitískum flokki heldur starfað í kvenfélagi sem mágkona hennar hafði endurreist. “Það var búið að ákveða að hafa prófkjör fyrir bæjarstjórnarkosn- ingarnar og eftir miklar vangavelt- ur var ég spurð hvort ég væri ekki tilbúin til að taka þátt í próf- kjörinu þar sem allir aðrir þátt- takendur voru karlmenn. Flokk- urinn minn, Alþýðuflokkurinn, átti þá bara einn fulltrúa í bæjar- stjórn, og ég taldi mér trú um að þetta yrði stutt prófkjörsbarátta. Ég skipaði 2. sæti listans og var viss um að ég næði ekki kjöri, en þetta átti að vera mitt framlag í kvennapólitíkinni. En ég næ kjöri og minn flokkur myndaði meirihluta með Alþýðu- bandalaginu og Framsóknarflokkn- um sem stóð í þrjú kjörtímabil. Það var mikill uppgangstími í Kópavogi, ekki síst í félagslegum málum. Ég var á þessum árum forseti bæjarstjórnar, formaður bæjarráðs, formaður félagsmála- ráðs um skeið en fjölskyldumál áttu stóran sess hjá þessum meirihluta. 1988 fer ég eitt ár sem aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurð- ardóttur félagsmálaráðherra, en árið 1987 skipaði ég 3. sætið á lista til Alþingis, en á miðju kjör- tímabili hætti Kjartan Jóhanns- son og ég því skyndilega komin á Alþingi árið 1989. Bæjarmálin áttu hug minn allan þessi þrjú kjör- tímabil, fannst það mjög heillandi að vera í sveitastjórnarpólitík, þar voru hlutirnir að gerast strax, and- stætt því sem er stundum að ger- ast á Alþingi. Við gerðum stórátak í uppbyggingu leikskóla og fórum út á þá braut að kaupa tilbúin ein- ingarhús, ekki vegna þess að það voru bestu húsin, heldur vegna þess að uppsetning þeirra gekk mjög hratt fyrir sig og það var hægt að gera breytingar á þeim, gerðist þess þörf. Við vorum frum- kvöðlar að dægradvöl í skólunum, gerðum ýmislegt í málaflokki fatl- aðra. Ég gerðist formaður Örva, verndaðs vinnustaðar, og fannst það strax mikilvægt að finna verk- efni sem væri alvöru verkefni fyr- ir fatlaða, ekki verkefni fyrir fólk með skerta starfsorku til að dútla við. Það var því engin tilviljun að á þessum tíma fékk Kópavogur viðurnefnið félagsmálabærinn vegna þess að í þessum meiri- hluta var verið að búa til alhliða fjölskyldupólitík. Í Kópavogi kvikn- aði margt á þessum árum í félags- málum sem mörgum finnst sjálf- sagt í dag, t.d. félagsmálalöggjöf sem tekur mið af aðbúnaði heimil- anna í landinu.” Rannveig sat á Alþingi í 18 ár og gengdi þar mörgum embætt- um, formaður þingflokks margra þingflokka, fyrst Alþýðuflokks, síð- an í breyttum þingflokkum eins og þingflokki Jafnaðarmanna sem var Þjóðvaki og Alþýðuflokkur eftir að klofningur varð í Alþýðu- flokknum, þingflokki Alþýðu- bandalags, Kvennalista og Jafnað- armanna þar til boðið var undir merkjum Samfylkingarinnar árið 1999. Rannveig varð félagsmála- ráðherra í nokkra mánuði eftir að Guðmundur Árni Stefánsson sagði af sér og er eini stjórnmála- maðurinn úr Kópavogi sem hefur verið ráðherra. “Ég fann til mikils samhugs með- al Kópavogsbúa, langt út fyrir raðir míns flokks og hvar sem ég kom, þeim fannst það mikils virði að þeirra maður væri ráðherra. Mér finnst afar vænt um það sem stjórnmálamanni úr Kópavogi, lík- lega það sem mér finnst vænst um.” Frá pólitísku heimili Sverrir segist vera mjög pólitísk- ur en hafi aldrei dottið í hug að falast eftir sæti á framboðslista en þegar Rannveig fór í bæjarpólitík- ina á sínum hafi einnig verið rætt við hann. En líklega skiptir það máli að þá var verið að leita að konu á framboðslistann. Sverrir kemur frá mjög pólitísku heimili á Ísafirði, faðir hans var bæjarfull- trúi í mörg á á Ísafirði fyrir Alþýðu- flokkinn og alltaf í meirihluta í “rauða bænum” eins og Ísafjörður var kallaður á þeim árum. Þetta var á velmektarárum Vilmundar landlæknis, Finns Jónssonar og síðar Hannibals Valdimarssonar. Síðar komu “Skutulskennararnir” sem voru Jón H. Guðmundsson faðir Sverris og Björgvin Sighvats- son, faðir Sighvats Björgvinsson- ar, og síðar skólastjóri á Ísafirði. Skutull var málgang Alþýðuflokks- manna á Ísafirði. Sverrir elst því upp á mjög pólitísku heimili “Ég þekkti auk þess mína konu og vissi að hún var miklu betri stjórnmálamaður en ég. Ég hef hins vegar tekið þátt í kosninga- baráttu, verið í blaðaútgáfu bæði fyrir pólitíkina og Skíðasamband- ið og kunni orðið allt um punkta og rasta! En fyrst og fremst verið stuðn- ingsmaður Rannveigar í prófkjör- um og kosningum.” Rannveig hefur ekki alveg skilið við stjórnmálin því hún er formað- ur framkvæmdastjórnar Samfylk- ingarinnar. Þau Sverrir ætla að halda áfram að starfa með flokks- félaginu í Kópavogi, tóku fullan þátt í kosningunum til Alþingis sl.vor. Þau telja það mjög slæmt ef fólk með langa pólitíska reynslu hverfur af sjónarsviðinu strax og það hverfur úr bæjarstjórn eða af þingi. Mikilvægt sé að eiga aðgang að reynslunni. Rannveig og Sverrir eru mjög sátt við að Samfylkingin fór í ríkisstjórn, það sé nauðsynlegt fyrir stjórnmálaflokk að komast í ríkisstjórn eða meirahlutassam- starf í bæjarstjórn. Samfylkingin 4 Kópavogsblaðið DESEMBER 2007 “Situr djúpt í sálinni að hafa alist upp á Ísafirði” Við húsið sem hefur verið heimili Rannveigar og Sverris í meira en 30 ár, og þau féllu bæði fyrir í skoðun- arferð milli jóla og nýárs á sínum tíma. Með þeim á myndinni er yngsta barnabarnið, Rakel Eyjólfsdóttir, og heimilishundurinn, Drífa. “Ég varð félagsmálaráðherra í nokkra mánuði eftir að Guðmundur Árni Stefánsson sagði af sér og er eini stjórnmálamaðurinn úr Kópavogi sem hefur verið ráðherra. “Ég fann til mikils samhugs meðal Kópavogs- búa, langt út fyrir raðir míns flokks og hvar sem ég kom, þeim fannst það mikils virði að þeirra maður væri ráðherra. Mér finnst afar vænt um það sem stjórnmálamanni úr Kópa- vogi, líklega það sem mér finnst vænst um.” - segja þau Rannveig Guðmundsdóttir og Sverrir Jónsson.

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.