Kópavogsblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 26

Kópavogsblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 26
26 Kópavogsblaðið DESEMBER 2007 Hreyfing fyrir alla í Fífunni Breiðablik og Lýðheilsustöð hafa gert með sér samning um að auka möguleikana á hvers kyns hreyfingu fyrir eldri borg- ara í Kópavogi. Verkefnisáætl- unin er þríþætt og næstu daga verður unnið að sérstöku átaki í Fífunni, en þar gefst eldra fólki möguleiki á að nýta mannvirkið til að ganga og eru þetta um 70 manns sem koma daglega. Nú er ætlunin að bæta um bet- ur og bjóða á fimmtudögum uppá ýmsa leiki og mun Anton Bjarna- son íþróttafræðingur vera í Fíf- unni milli kl. 10.00 og 12.00 næstu 2 til 3 fimmtudaga og kenna fólki á leikina og gefa ýmsar leiðbein- ingar um góðar æfingar og hreyf- ingu. Þetta er fyrst og fremst ætl- að 60 ára og eldri og að sjálfsögðu ókeypis og engar pantanir eða skráningar þarf til að taka þátt í þessu átaki. Eftir áramótin má svo búast við að aðrir þættir í þessu verkefni Breiðabliks og Lýðheilsustofnun- ar verði kynntir, en það tengist meira sundi og skokki. Eldri borgarar á göngu í Fífunni Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu. Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu. Viðburðaríkt ár hjá Gerplu Uppskeruhátíð fimleikafélagins Gerplu fór fram sl. sunnudag í Ver- sölum. Árið 2007 hefur verið mjög viðburðarríkt, starfssemi blómleg og árangur iðkenda einstakur. Það þótti því full ástæða til að staldra við áður en lengra væri haldið og bjóða iðkendum, foreldrum og velunnurum til sérstaks hófs. Viðurkenningar voru veittar öllu því frábæra fimleikafólki sem á árinu hefur unnið til verðlauna, bæði hér innanlands og erlendis. Þar má m.a. nefna Norðurlanda- meistaratitla. Hópurinn, ásamt þjálfurum, sem vann til verðlauna á árinu og var veitt sérstök viðurikenning. Glæsilegur hópur! Ágóði jólakortasölu Soroptimistaklúbbs Kópavogs rennur til mannúðarmála Soroptimistaklúbbur Kópavogs gefur út jólakort í ár eins og und- anfarin ár og einnig merkispjöld á jólapakka með sömu mynd. Jónína Magnúsdóttir (Ninný) hannaði kort- ið, en hún er ein af klúbbsystrunum. Jólakortin hafa verið aðal uppistaða í tekjuöflun klúbbsins, sem hefur frá upphafi stutt byggingu hjúkrunar- heimilisins Sunnuhlíðar í Kópavogi. Klúbburinn styður ýmis önnur mann- úðarmál bæði innanlands og utan. Kortin eru afgreidd 4 stk. saman í pakka og kostar pakkinn 500 krón- ur en jólapakkaspjöldin 100 krónur, 5 stk. saman í pakka. Soroptimista- konur sjá um sölu og dreifingu jóla- kortanna sem jafnframt eru seld í versluninni Líf og List og Pennan- um/Eymundsson í Smáralind, bóka- búðinni í Hamraborg, snyrtistofunni “Gott útlit” á Nýbýlavegi, Garðheim- um í Mjódd og tískuversluninni Næs Connection. Jólakort Soroptimistaklúbbs Kópavogs. Ný Biblía var borinn í Digraneskirkju sunnudaginn 21. október sl. Á Biblíunni hélt Klara Rakel Grétarsdóttir, sem fermist í vor, en með henni voru Guðlaug Einarsdóttir og Hreggviður Norðdahl, formaður sóknarnefndar. Við altari tók sr. Yrsa Þórðardóttir á móti Biblíunni. Biblía borinn til kirkju Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.