Jökull


Jökull - 01.12.1958, Blaðsíða 5

Jökull - 01.12.1958, Blaðsíða 5
nú 7.2 m yfir vatnsborð (mynd 1). Hafði því hækkun vatnsborðsins numið 7.8 m á 237 dögum eða 3.3 cm á dag að meðaltali. Norðan undir Gríðarhorni mældist hæð vatnsborðs hin sama og við Depil. Þar uppaf voru miklir jökulhamr- ar með greinilegum haustlögum (mynd 3). í gígskálinni i suðvesturhorni Grímsvatnakvos- arinnar var krapablá og yfirborð hennar 5 m hærra en vatnsborðið við Depil. I gryfjunni, sem grafin var niður á 6 m dýpi, reyndust vera 456 cm niður á haustlag og vatns- gildi vetrarlagsins samsvarandi 2275 mm regns. Miðvikudagur 11. júní. — Klukkan var orðin hálf tvö um nóttina, þegar komið var heim í Grímsstaði og flestir þreyttir eftir dagsins önn, en þó hófst nú þegar mikill gleðskapur í tilefni af afmæli Guðmundar Jónassonar og tóku allir þátt í nema Baldur, sem valt út af sofandi þegar eftir heimkomuna og varð ekki vakinn með neinum ráðum, enda höfðu mælingar und- anfarinna daga og nætur mætt nrest á honum. Lifði lítið nætur, er gleðskapnum lauk, en þá vár Guðmundur Jónasson þegar á braut við fimmta mann, á leið austur í Esjufjöll til að líta eftir skála Jöklarannsóknafélagsins, sem þar stendur, og sækja sleða mikinn, sem þar hefur legið síðan í Fransk-íslenzka leiðangrinum 1951. Var ætlunin að þeir, sem eftir voru í skálan- um, kæmu til móts við þá Guðmund í Her- mannaskarði og að síðan yrði skroppið á Hvannadalshnúk. Heimahópurinn tafðist lengi dags við könnun íshella norðan og norðvestan í Varmhól, rétt vestur af Svíahnúk eystri, en þessir íshellar myndast vegna jarðhitans og er ævintýralegt um þá að ganga. Stærsti hellirinn norðan í Varmhól, með stefnu til norðausturs, var 200 m langur og botn hans 40 m neðar en munninn, bratt niður sums staðar og ísað, svo að nota varð vað. Innst inni var glæsileg ís- hvelfing og þurr vikur í botni hennar, en hiti í honum 4° C. Klukkan var orðin 22,15, þegar haldið var frá skálanum og var veður þá enn hið fegursta, hvergi ský á lofti og himinhvolfið sem skál úr gagnsæjum ópal, niðri við sjón- hring með blágráum lit, er upp á við gekk yfir í rósrautt og síðan í ljósblátt. í slíku veðri er unaðslegra en orð fá lýst að ferðast um hjarn- breiður Vatnajökuls. Guðmundur og félagar hans höfðu orðið fljótari í ferðum en við var búizt og hrepptu þó vont færi vestur að Esju- fjöllum. Hóparnir mættust 15 km norður af 1. mynd. Naggur (undir örinni) séður frá Depli. — Viezv from Depill towards S. The arrow points to the col Naggur, to which the rising of the water level at Vatnshamar is referred. — Ljósm. S. Þórarinsson, 10. júní 1958. Hermannaskarði, en tjöldum var slegið kl. 4,30 um nóttina 5 km norðan lágskarðsins. Fimmtudagur 12. júní. — Það kom á daginn, er risið var úr bólum þennan dag þeygi snemma, að hellaprílið daginn áður hafði haft af mönn- um bjartviðri á Öræfajökli. Kl. 14 var hiti 0.5° C, hæg sunnanátt og skýjabakki grúfði yfir hájöklinum. Brátt skall á þoka og færið var þungt upp brekkuna löngu suður af Fler- mannaskarði. Klukkan var orðin 19, þegar kom- ið var á bunguna norðan Tjaldskarðs og niða- þoka skollin á. Á leiðinni þangað komum við óvænt á skíðaslóðir og stefndu þær vestur á hættuleg sprungusvæði. Þóttumst við vita, að þeir sem þarna væru á ferð, færu villtir vegar, og voru Valur og Halldór Olafsson sendir á skíðum í slóðina til að leita kauða. Þeir fundu þá von bráðar. Reyndust þetta vera þrír Bretar, sem höfðu lagt á jökulinn frá Sandfelli eftir að hafa gefizt upp við að ganga á hann frá Fagur- hólsmýri. Ætluðu þeir sér þvert yfir Vatnajökul, norður í land. Þegar Valur og Halldór komu að þeim, höfðu þeir slegið upp tjaldi sínu, klárir á því, að þeir voru komnir úr réttri leið, og hugðust bíða betra veðurs. Eftir fjögurra tíma dvöl norðan Tjaldskarðs þótti sýnt, að eigi myndi gefa á Hvannadals- hnúk að þessu sinni og var því snúið heim- leiðis. Við komum við lijá Bretunum og var þeim ráðlagt, að hætta við sína fyrirætlan að fara norður af jöklinum, en fara í staðinn á slóð okkar til Grímsvatna og þaðan til Jökul- heima og halda svo til byggða sunnan Tungn- 3

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.