Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1958, Qupperneq 35

Jökull - 01.12.1958, Qupperneq 35
því, að upptakakvísl þessi geti horfið með öllu, ef jökullinn heldur áfram að þynnast og lækka á bak við Hnútuna. Mundi það að sjálfsögðu draga verulega úr vatnsmagni árinnar, en þar á að reisa raforkustöð á næstunni. Sem hliðstætt dæmi má nefna Núpsá, sem átti upptök í Grænalóni frá fornu fari. Nú hefur lækkað svo mjög í lóninu, að enginn dropi .rennur þaðan í farveg Núpsár. Hoffellsjökull. Fremsti sporður Hoffellsjök- ids, milli Geitafells og Svínafells, virðist mjög þunn íshella, sem er á floti. „I sept. í sumar mun hafa komið hlaup úr Gjávatninu, svo nú má heita það sé þurrt beggja megin við Gjánúpstangann, bara örlítið lón vestan við hann. Eru því líkur til, að jökul- hlaup í Austurfljótunum séu úr sögunni, ef jöklar halda áfram að minnka.“ (Ur bréfi frá Leifi Guðnrundssyni, Hoffelli, 31. des. 1958.) Fellsjökull. I sambandi við hann ritar Þor- steinn Guðmundsson, Reynivöllum, á þessa leið 7. nóvember 1958: „Dalurinn sem kominn er undan Fellsárjökli, er allstór og mjög snotur, þó enn sé hann gróð- urlitill. Hann er um það kringlóttur og mjög hallalítill. Yfir honum að austan og norðan gnæfir hin volduga Þverártindsegg, að vestan Hvítingsdalstindur eða Hvítingur (1112 m) og að suðvestan Fellsfjall. Lítið op er til suðurs, en sér þó ekki út til hafs, af því að dalurinn liggur svo lágt. Mér finnst ekki hægt að una þvx, að þessi dalur sé nafnlaus. Af bergtegund- um er gabbró svo yfirgnæfandi, að mér finnst vcl til fundið að kalla hann Gabbródal.“ Breiðamerkurjökull. I sambandi við mæling- una haustið 1959 segir Flosi Björnsson á Kví- skerjunr svo: „Það er óvíst, hvort hægt verður að mæla öllu lengur við vestustu rönd (Breiða- merkurjökuls). Líkur eru til, að jökullinn muni verða á floti, a. m. k. að nokkru leyti, ef fram- hald verður á stækkun lónsins. Þó liygg ég, að svo sé ekki enir. í sept. varð mikill vöxtur í ám, og gróf þá Breiðá farveginn vestur uin öld- urnar allmikið niður. Mun Breiðárlón hafa lœkkað talsvert á annan metra. Býst við, að kekkun lónsins nemi nú um 5 m alls frá 1954. En það sést glögglega, að jiikultungan hefur ekki lækkað um leið. F.n til vona og vara setti ég (nýtt) merki austan við lónið, skammt vestan við Mávabyggðarönd eða upp af Breiðárskála. Merkin eru: L Varða á steini nálægt öldubrún, alllangt norðvestur af Hálfdanaröldu. 2. Varða á öldu, 394 m ofar. 3. Varða á steini, 182 m ofar. Frá þeirri vörðu að jökli 88 m.“ Safnmælir í Jökulheimum og vetrarsnjór á Vatnajökli 16. sept. 1957 - 14. sept. 1958 Tlie totalisator at Jökulheimar and the ivinter snow on Vatnajökull í síðasta hefti Jökuls (bls. 59) var gerð grein fyrir úrkomumælingum í Jökulheimum og á Vatnajökli 1956—1957. FI. 16. sept. 1957, þegar gengið var frá mæl- inum, áttu að vera í honum 45 1 af vatni og 17.6 kg hreint CaCl^ eða sem næst 390 gr í lítra. Hæð frá mælisbarmi að yfirborði pækils var 112.8 cm. H. 8. júní 1958 var tilsvarandi hæð 106.7 cm, en 14. sept. var hún 104.3 cm. Samkvæmt þessu hefur úrkoma orðið: Frá 16. sept. 1957—8. júní 1958 .... 864 mm, frá 8. júní 1957—14. sept. 1958 .... 340 — Samtals 1204 mm. í sýnishorni pækils, sem tekið var úr mælin- um 14. sept. 1958, mældist 276 gr/1 samkvæmt efnagreiningu í Atvinnudeild Háskólans. Sam- kværnt því reiknast ársúrkoman aðeins 940 mrn, og verður að rengja þá útkomu, m. a. af því að ekki var nákvæmlega vitað, hversu mikið vatn væri bundið í kalsíum-klórídinu. H. 19. okt. 1958 hefur Sigurjón Rist vatna- mælingamaður ritað eftirfarandi skýrslu um Ilegnmœli í Jökulheimum T-10, 660 m. y. s. Hæð í mæli (frá yfirborði upp á barm) 103.2 cm. Dælt var úr mælinum í almínpott, senr tók 9801 ± 10 ml, mælt með mæliglasi. Pottur- inn fylltur þrisvar sinnum eða alls tekið úr mælinum 29403 ± 30 ml. Við það lækkaði í mælinum 10.8 cm, þ. e.: Flatarmál safnara 2719.7 til 2725.2 cm2. 33

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.