Jökull


Jökull - 01.12.1958, Side 3

Jökull - 01.12.1958, Side 3
JÖKULL Á R S R I T JÖKLARANNSÓKNAFÉLAGS ÍSLANDS 8. ÁR REYKJAVÍK 1958 SIGURÐUR ÞÓRARI NSSON: Vatnajökulsferðir Jöklarannsóknafélagsins 1958 (With English summary) VORFERÐIN Könnunarflug. — Vorið 1958 elndi Jöklarann- sóknafélag íslands til ferðar á Vatnajökul, svo sem venja hefur v'erið nokkur undanfarin ár. Að þessu sinni var eitt af aðalverkefnunum að koma upp birgðaskemmu i Jökulheimum, en auk þess skyldi haldið til Grimsvatna og eitt- livað víðar um jökulinn, ef veður leyfði. Var ætlunin í fyrstu að leggja af stað laugardaginn fyrir hvitasunnu, þ. e. 24. maí, en vegna lang- varandi kulda í maí þótti sýnt, að eigi væri þá orðið fært inn í Jökulheima, og var förinni því slegið á frest. Þ. 23. maí flugu þeir Jón Eyþórs- son og Sigurður Þórarinsson með Sigurði Jóns- syni, skrifstofustjóra, í flugvél flugstjórnarinn- ar inn yfir Jökulheima til að kanna leiðina. Virtist sem ófært myndi bílum, er kæmi inn fyrir Vatnaöldur, og var ákveðið að fresta brott- för leiðangursins til föstudags 6. júní. Um flug- ferðina er það enn fremur að segja, að flogið var það hátt yfir Jökulheimum, að vel sá til Svíahnúka, og var engin missmíði að sjá á jökl- inum inn af Tungnárbotnum, en jökuljaðar sleiktur og þunnur að sjá langt austur fyrir Langasjó. Heim var flogið yfir Eldgjá, Kötlu og Eyjafjallajökul í óvenju góðu skyggni. Sást greinilega úr flugvélinni, að syðsta gígaröð Eldgjár gengur eitthvað inn undir Mýrdals- jökul, því það hattar fyrir a. m. k. einum all- stórum gíg undir jökuljaðrinum. Enn sást votta fyrir Kötlusigunum frá 1955,. en mjög voru þau grunn orðin. Vélin lenti í Reykjavík kl. 17,38 eftir nær 214 tíma flug. Ferð til Jökulheima. Skemmugrunnur steypt- ur. — Föstudagskvöldið 6. júní kl. 23 lagði 27 manna hópur af stað til Jökulheima. Þar af ætluðu 20 á Vatnajökul, en auk þeirra voru með í för Jón Eyþórsson, Skúli Skúlason, rit- stjóri, Þórhildur Þorleifsdóttir (13 ára) og bíl- stjórarnir Gunnlaugur Jónsson, Halldór Eyjólfs- son, Haukur Hallgrímsson og Þórir Sveinbjörns- son. Bílar voru fimm, auk snjóbílanna þriggja, Gusa, Jökuls I og Grendils. Ferðin inneftir gekk að óskum. Veður var stillt og bjart. 'Tungnaá góð yfirferðar og snjór ekki til verulegs trafala, þótt krækja yrði fram- hjá nokkrum sköflum milli Ljósufjalla og Jökul- heima. Komið var að skálanum kl. 16,50 þ. 7. júni og var þegar að kvöldi þess dags byrjað að grafa fyrir grunni skemmunnar, en henni var valinn staður á malarflötinni við hraun- jaðarinn skammt vestan við veginn upp að hús- inu. Skemman var teiknuð af Stefáni Bjarna- 1 LANDSOÓKASAFN 22217o ÍSLAIIDS

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.