Jökull


Jökull - 01.12.1958, Blaðsíða 17

Jökull - 01.12.1958, Blaðsíða 17
SIGURÐUR BJORNSSON KVISKERJUM: Könnunarferð í Kárasker Það mun hafa verið nokkru eftir 1940, að við Kvískerjabræður veittum því athygli, er við vorum staddir við Breiðamerkurós, að dálítið sker sást upp úr jöklinum nokkuð austur-suð- austur af Mávabyggðum. Því miður skrifuðum við ekki hjá okkur, hvenær þetta var, enda skiptir það ekki miklu máli, því skerið hefur verið komið fyrr úr jökli, en hæð framan við það skyggt á. í september 1946 var tekin mynd úr lofti af þessu svæði, og var skerið þá orðið um einn km að lengd, en þó að mestu eða alveg ísi hulið um miðbikið. Það eru því engin gögn fyrir liendi um það, hvenær þessi klettur kom undan jökli, en fyrir 1930 getur það tæplega hafa verið og eigi síðar en 1940, en líklegast er, að það hafi verið fáum árum fyrir 1940, enda þynntist jökullinn mjög ört á þeim árum, eins og hann hefur raunar síðan gert (Sbr. teikningar Þorsteins Guðmunds- sonar í Arbók Ferðaféldgsins 1937 og í Jökli 1958). Fyrsta ferðin í þetta sker var farin 1. sept. 1957. Ekki var þó hægt að gjöra ýtarlegar at- huganir á því, aðeins gengið um það, en sú athugun sýndi þó, að þarna var furðumikill og fjölbreyttur gróður, þó hann væri að vísu ekki mikið áberandi til að sjá. Þátttakendur í þessari ferð voru bræðurnir Flosi, Helgi og Hálfdán Björnssynir og þrjú börn, sem voru hér til sumardvalar. Flinn 17. ágúst 1958 fór Hálfdán svo aftur ásamt undirrituðum til að athuga skerið betur. Við fórum af stað snemma morguns og lögð- um á jökulinn litlu eftir birtingu. Veður var mjög gott, en ekki sterkt sólskin. Við héldum upp með Mávabyggðarönd og sóttist ferðin vel, því að þarna er ágætur vegur, eins og oftast er fram með aurröndum frá fjöll- um, séu ekki klettar undir þeim. Ekki hafði rignt í langan tíma, og mátti sjá þess glögg merki víða á jöklinum. Sums staðar eru nærri metra háar hrúgur úr tómum sandi, sem mundu hrynja niður í fyrstu rigningu. Víða eru líka háar sandstrýtur, sumar jafnvel tvær mannhæðir, en þær eru að mestu úr jökulís og eiga fyrir sér að lækka með haustinu og skila af sér sandinum í næstu lægð, en þar mun svo myndast strýta næsta sumar. Einkennilegri eru strýtu- og ölduraðir af alveg hreinum og hvítum jökli, sem mynda garða samhliða röndinni. Eru sumir þessara garða nokkuð á annan metra að hæð. Oldur þær, sem eru lengra frá röndinni, hafa allt aðra lögun. Þær eru allar mjög brattar að sunnanverðu en aflíðandi að norðan. Þegar kemur nokkuð upp á jökulinn, blasir skerið við. Lítill vafi er á, að það hefur áður legið undir jörðina Breiðci| og þykir okkur því vel við eiga að kenna það við frægasta bónd- ann, sem þar hefur búið, og nefna það Kára- sker. Nokkra km suður af skerinu, vestan við Máva- byggðarönd, kemur mjög þykk grjótrönd upp úr jöklinum, en hún er ekki nema nokkur hundmð metrar að lengd. Vestur af Káraskeri, í um það bil 1000 m fjarlægð, er mikil kvos 1 jöklinum. Var hún okkar fyrsta rannsóknarefni í ferðinni. Til að sjá virðist þarna vera um sigdæld að ræða, en við nánari athugun virðist hæð, sem er ofan við kvosina, að nokkru skipta jökulstraumnum (sem er hægur þarna), svo að afhóp (= bolli) myndast neðan við hæðina. Þegar komið er að þessari kvos eða öllu held- ur jökuldal, virðist sem botninum halli norður, en við að athuga vatnsrennsli sést þó, að sá litli halli, sem á dalbotninum er, er í sömu átt og meginhalli jökulsins. Sennilega verðu ekki langt þangað til að grisjar í klett framan í hæðinni við dalbotninn. Þegar við höfðum litazt þarna um, var stefn- 15

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.