Jökull


Jökull - 01.12.1958, Page 27

Jökull - 01.12.1958, Page 27
Með þessu var brotið blað í ferðamennsku íslendinga um öræfi og hájökla landsins. Sumarið 1953 fór Guðmundur fyrstu ferð sína á Vatnajökul vestan frá, upp Tungnár- jökul til Grímsvatna og þaðan í Kverkfjöll og á Bárðarbungu i bakaleið. Níu menn voru í þeirri för, fararstjórar Árni Kjartansson og Sig- urður Þórarinsson. Síðan hafa verið gerðir á vori hverju leið- angrar á Vatnajökul bæði til gagns og skemmt- unar, og hefur um þá verið hin fyllsta sam- vinna milli Jöklarannsóknafélagsins og Guð- mundar. Haustferðir hafa verið farnar til Gríms- vatna 1957 og 1958. Haustið 1955 fór Guð- mundur einnig víða um Vatnajökul til jress að setja upp landmælingamerki, og vorið eftir fór hann aðra landmælingaferð á sömu slóðir. Öll árin frá 1954 hefur þannig staðið á ferð- um, að Guðmundur Jónasson hefur átt afmælis- dag sinn, 11. júní, tippi á Vatnajökli. Vorið 1954 var þess minnzt með notalegu samsæti í Tjaldskarði á Öræfajökli og 1955 var stórveizla á Pálsfjalli sjálfu í Vatnajökli. Og nú, þegar þetta er ritað, nálægt 50 ára afmælisdegi Guðmundar, er hann enn staddur á Vatnajökli í annarri hópferð af þremur. Um 60 manns taka þátt í þessum þremur liópferð- um og liefur aldrei slíkur mannfjöldi sótt til Vatnajökuls í einum og sama mánuði. Samskipti félags vors og Guðmundar Jónas- sonar eru orðin alllöng og margþætt. Ég minn- ist þeirra með mikilli ánægju, og hið sama þori ég að mæla fyrir munn annarra samferðamanna. Guðmundur Jónasson hefur flesta þá kosti, sem góðan ferðamann mega prýða. Ivappsamur er hann og óragur, án fress að vera fífldjarfur. Hann er flestum ratvísari. Sjón hefur hann skarpa með afbrigðum, og óglögg má sú bílslóð vera, að Guðmundur Jónasson geti ekki fylgt henni. Forsjálni Guðmundar á ferðalögum er með eindæmum. Á langri leið verður ekki umflúið, að eitthvað bili í bíl eða öðrum fargögnum. En oftast dregur þá G. J. varahlut upp úr pússi sínum eða hann tekur lóðbolta og gerir við, því smiður er hann ágætur. Meðan flest stórvötn voru óbrúuð og hestur- inn var eina farartækið, þótti það mikið lofs- yrði að vera góður vatnamaður og kunna að velja vöð. Nú þarf sjaklan að velja hestum vöð, en hitt er orðið engu síður vandaverk, að velja bílum vöð yfir stórvötnin í óbyggðum landsins. í því hefur Guðmundur reynzt stórsnjall, og kemur Jjar allt til í senn, þekking hans á straumvötnum, áræði og ósérhlífni. Hann fer aldrei yfir Tungná í fyrstu ferð á vorin án þess að vaða hana fyrst og kanna dýpi og botn- lag. Þeir einir, sem séð hafa Tungná í vorflóði, geta fyllilega skilið, hvað hér er um að ræða. Nú, þegar Guðmundur Jónasson hefur runn- ið hálfrar aldar skeið á lífsleið sinni, færi ég honum beztu þakkir f. h. Jöklarannsóknafélags íslands fyrir mikið og ósérhlífið starf í þágu þess. Sjálfur vil ég þakka honum fararheill hans og trygga vináttu. Óska ég svo Guðmundi og fjölskyldu hans heilla og liamingju á ókomnum árum. Jón Eyþórsson. Flatarmál nokkurra íslenzkra jökla samkvæmt herforingjaráðskortunum. Area of ihe Biggest Glaciers in Iceland acc. to the Geodatic Institute Maps. Að tilmælum Menntamálaráðs voru fyrir nokkrum árum gerðar nákvæmar flatarmæling- ar á íslenzkum jöklum eins og þeir eru upp- mældir á herforingjaráðskortunum. Það skal tekið fram, að þótt flatarmælingin sem slík sé nákvæm er ekki þar með gefið, að flatarmál jöklanna sé rétt. Meðal annars stafar þetta af því, að mæling sumra jöklanna, svo sem Vatna- jökuls, nær yfir áratugi, þannig að kortin sýna alls ekki stærð jökulsins í heild eins og hún er eitthvert ákveðið ár. Hér er birt flatarmál stærstu jöklanna samkvæmt ofangreindum mæl- ingum. Vatnajökull ......... 8538 km2 (Þar af jökulvana svæði 63 km2). Langjökull............. 1022 km2 Hofsjökull ............. 996 — Mýrdalsjökull .......... 701 — Drangajökull ............ 199 — Eyjafjallajökull ....... 107 — Tungnafellsjökull ... 50 — Þórisjökull ............. 33 — Þrándarjökull ........... 27 — Tindfjallajökull ........ 27 — Eiríksjökull ............ 23 — Snæfellsjökull ........... 22 — Torfajökull .......... 21 S.Þ. 25

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.