Jökull


Jökull - 01.12.1958, Side 23

Jökull - 01.12.1958, Side 23
2. Af norðurbrún Háa- fells. DrangajöR-ull og Kaldalón. A vievj from Háafell to Drangajökull and the Kaldalón valley. Ljósm. M. Jóhannsson. Kl. 10 erum við ferðbúin og höldum inn að jökli. Nokkur hundruð metra frá jökuljaðri er grjóthóll mikill og uppi á honum járnstöng. Frá þessari stöng er mæld fjarlægðin að jökli á hverju hausti, og kemur þá í ljós, hvort hann hefur stytzt eða gengið fram. Hæð hólsins er um 50 m yfir sjó. Jökullinn er ekki úfinn. Hann liggur kyrfilega fram í smáhólótta jökul- urð og virðist engin hreyfing, enginn „gangur" vera í honum. Breiddin milli hlíðarótanna, Einangshlíðar að norðan, Votubjarga að sunn- an, er nálægt 200 metrum. Við útfall Mórillu er hæðin um 40 m. Það er rétt norðan við rniðj- an jökulsporðinn. Norðan megin við jökulsporðinn er sérstakur bergkollur, sléttur að ofan og jökulsorfinn að utan, nýkominn undan jökli. Rétt innan við hann er slétt og fáguð klöpp, eilítið hærri. í skriðunum ofan við þessar klappir hafa fundizt steingerðir trjábútar. Þar fundurn við Ijósleitt berglag í 110 m hæð allt að 5 m að jrykkt. Virðist þetta vera setlag úr fornum vatnsbotni. Efnið er ljósleitt og molnar, þegar það þornar, en er grænleitt og nokkuð þétt, þar sem það er blautt, gengur þó sæmilega undan ísöxi. Neðan til í þessu lagi fann ég á einum stað stóran, heillegan trjábol standa tit úr berginu. Með lagi tókst að ná honum eða vænum bút af honurn til athugunar. Fyrir ofan þetta setlag er rautt berglag upp í 120 m hæð. Þó er það sums staðar með berglagi í miðju. Ofan við þetta rauða berglag, sem ekki er alls staðar í sömu hæð (frá 120—130 m), er þunnt surtarbrands- eða kolalag, þó slitið, en líkt því sem er í setlaginu. # Svo leggjum við af stað á jökulinn kl. 14,45. Eftir 15 mín. erum við komin þar, sem jökull- inn leggst að hamrabeltinu, í 140 m hæð, norð- an megin. Þrír sprunguhryggir eða belti liggja frá og meðfram norðurhömrunum. Þar fellur foss fram af klettabrún inn undir jökufinn. Það er hægur halli upp í 350—400 m hæð. Færi er dágott, sekkur aðeins í vetrarsnjó, en hjarn frá fyrra ári stendur upp úr á stöku stað. Kl. 18,30 erum við í 650 m hæð og erum orðin 3. Hljóðabunga. Varða við snjórönd ll/r 1958. Thc nunatak Hljódabunga. Ljósm. M- Jóhannsson.

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.