Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1958, Qupperneq 37

Jökull - 01.12.1958, Qupperneq 37
SIGURÐUR ÞÓRARI NSSON: Urðarhólarnir í Staðardal í nokkrum ritgerðum, er tjalla um breyting- ar á skriðjöklum í Austur-Skaftai'ellssýslu, hef ég minnzt á jökulgarða í Staðardal í Suðursveit (Sbr. Jökull, 6. ár, bls. 2 og 13). Þessir urðar- garðar, eða öllu heldur hólar, liggja nær þvert yfir dalinn. Eru þaðan um 4 km inn í dalbotn, en röskir 5 km inn að neðstu totu Sultartungu- jökuls, en sá skriðjökull hefur nú hopað algjör- lega úr gljúfri því, sem hann fyllti að nokkru Úr botni Staðardals. Séð til austurs. Sumarið 1936 náði Sultartungujökull niður undir botn gljúfursins, sem sést á myndinni. — From Sladnr- dalur. In 1936 the glacier Sultartungujökull partly jilled. the canyon visible in the back- ground. — Ljósm. S. Gíslason, 16. ágúst 1949. fram yfir miðjan fjórða tug þessarar aldar. Rætur urðarhólanna eru 25—30 m yfir sjávar- máli og ekki hefur sjór leikið um þá síðan þeir mynduðust. Innan við þá virðist hafa myndazt uppistöðulón, en síðar hefur Staðaráin grafið sig fram vestan með þeim, og lónið tæmzt. Þegar ég fór þarna um í fyrsta skipti, í júní 1936, benti Skarphéðinn Gíslason á Vagnsstöð- um mér á, að ljóst eldfjallaöskulag væri að finna í jarðvegi innan við hólana. Dr. E. M. Todtman, sem fór þarna urn sumarið 1934, getur þess í ritgerð, að hún hafi þá veitt þessu ljósa öskulagi athygli. (Im Gletscherruckzugs- gebiet des Vatnajökull auf Island 1951. Neues Jb. Min. Geol. Palaont. Monatsh. 1952. bls. 406). Þegar ég var þarna á ferð í fyrsta sinni vissi ég ekki enn neitt með vissu um aldur öskulags- ins ljósa í Staðardal. Það var ekki fyrr en sum- arið 1945, sem mér tókst að færa fyrir því óyggjandi sannanir, að það væri frá Öræfajök- ulsgosinu 1362, því gosi, er eyddi Litlahérað. Þar með var sannað, að urðarhólarnir í Staðar- dal voru eldri en 1362 og gátu því a. m. k. ekki hafa myndazt við framskrið jökla á síðari öld- um. En rannsóknir Jóns Eyþórssonar, Ilans Ahl- manns og mínar á árunum 1931—38 höfðu leitt í ljós, að flestir skriðjöklar á Islandi höfðu skriðið lengra fram á næstliðnum 3 öldum en nokkru sinni áður eftir að póstglasíala hlýviðris- skeiðið gekk í garð. I áður nefndri ritgerð, sem ég birti í 6. árg. Jökuls, um breytingar á Svínafellsjökli, Skaftár- jökli og Kvíárjökli í Öræfum, reyndi ég að færa sönnur á, að þessir jöklar hefðu náð öllu meiri útbreiðslu en á síðustu öldum á því kalda tímabili, sem gekk í garð með uppliafi nor- rænnar járnaldar um 600 f. Kr., því tímabili, sem talið er að liggja kunni að baki frásögnum um fimbulvetur í norrænum goðsögnum. Sú spurning vaknaði þá, hvort urðarhólarnir í Staðardal gætu hugsanlega verið frá þessum köldu öldum. Þeirri spurningu svaraði ég neit- andi í áðurnefndri grein, en ekki var sú stað- hæfing annað en ágizkun ein, og lék mér því hugur á að kanna þetta nánar við tækifæri. Það tækifæri gafst þ. 13. júní 1957, er ég var á ferð þarna um slóðir. Eg mældi þá nokkur jarðvegssnið í Staðardal. Hér er ekki ástæða til að birta þessi snið. Nægir að nefna, að í einu þessarra sniða, í mýrarjarðvegi austan Staðarár, um 500 m innan við urðarhólana, var öskulagið Ijósa á 33 cm dýpi og 6 cm þykkt, en undir því 35

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.