Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1958, Qupperneq 21

Jökull - 01.12.1958, Qupperneq 21
HÁLFDÁN BJÖRNSSON, KVÍSKERJUM: Gróður og dýralíf í Káraskeri í Iváraskeri er kominn allmikill gróður, sér- staklega í norður- og suðurhluta skersins, en minna um miðju þess, enda var jökull þar yfir fram að 1947. Eru þar fremur strjálir toppar af ýmsum plöntutegundum. I norður- og suður- hluta skersins er víða orðnir samfelldir toppar af grastegundum og blómplöntum, sérstaklega í lægðum og lækjadrögum. Óvíða sjást þroska- legri plöntur af þeim tegundum en þar, enda eru skilyrði mjög hagstæð fyrir plöntur, sem á annað borð una sér í leirkenndum jarðvegi, eins og er ofan á skerinu, og jarðraki er þar nógur, því að vatn vætlar hér og þar austur af skerinu vegna jökulbráðnunar. Af plöntum höfum við fundið 33 tegundir í Káraskeri, og eru sumar orðnar furðu útbreidd- ar um skerið á þessum 20—30 árum, sem liðin eru, síðan jökull tók að hverfa af því. Aftur virðast sumar tegundirnar vera nýkomnar og ekki nema eitt eða örfá eintök til af þeim enn í Káraskeri: Tegundalisti úr Káraskeri: 1. Fjallafoxgras (Phleum commutatum). Nokk- uð algengt. 2. Fjallapuntur (Deschampsia alpina). Sáum 10—15 plöntur. 3. Lógresi (Trisetum spicatum). Var nokkuð algengt. 4. Blásveifgras (Poa glauca). Var nokkuð al- gengt. 5. Lotsveifgras (Poa laxa *flexuosa). Var mjög algengt. 6. Fjallasveifgras (Poa alpina). Var livarvetna um skerið og algengasta grastegundin. 7. Sauðvingull (Festuca ovina). Sáum eina þúfu af honum. 8. Blávingull (Festuca vivipara). Sáum 20—30 plöntur. 9. Axhæra (Luzula spicata). Sáum þrjár plönt- ur. 10. Ólafssúra (Oxyria digyna). Algeng. 11. Lækjafræhyrna (Cerastium cerastoides). Mjög mikið og algengasta plantan. 12. Músareyra (Cerastium alpinum). Mjög al geng. 13. Snækrækill (Sagina intermedia),fjórarplönt- ur. 14. Lambagras (Siléne acaulis), ein planta. 15. Jöklasóley (Ranunculus glacialis), þrjár plöntur. 16. Túnvorblóm (Draba rupestris), fjórar plönt- ur. 17. Skriðnablóm (Arabis alpina). Nokkuð al- geng. 18. Melskriðnablóm (Cardatninopsis petraea), 4—5 plöntur. 19. Flagahnoðri (Sedum villosum), ein planta. 20. Burn (Sedum roseum), ein planta. 21. Þúfusteinbrjótur (Saxifraga caespitosa). Var nokkuð algengur. 22. Laukasteinbrjótur (Saxifraga cernua), 1—2 plöntur. 23. Lækjasteinbrjótur (Saxifraga rivularis) ca. 10 plöntur. 24. Vetrarblóm (Saxifraga oppositifolia), ca. 10 plöntur. 25. Snæsteinbrjótur (Saxifraga nivalis), 20—25 plöntur. 26. Ljósadúnurt (Epilobium lactiflorum), 15— 20 plöntur. 27. Geldingahnappur (Armeria vulgaris), tvær plöntur. 28. Blóðberg (Thymus arcticus), ein planta. 29. Fjalladepla (Veronica alpina), 8—10 plönt- ur. 30. Steindepla (Veronica fruticans), ein planta, 31. Hvítmaðra (Galium pumilum), þrjár plönt- ur. Enn fremur fundum við um 20—25 plöntur af dúnurt, sem mér virðist vera fjalladúnurt (Epilobium anagallidifolium), en getur verið að það sé hciðadúnurt (Epilobium Horne- manni). Einnig fundum við eitt eintak af fífli (Taraxacum). Flagahnoðrann (S. villosum) og fífilinn fund- um við í fyrri ferðinni (1. sept. 1957), en ekki í síðari ferðinni (17. ágúst 1958). Allar plöntutegundirnar hafa fundizt í Esju- fjöllum og algengustu tegundirnar eru einnig í Mávabyggðum. Er sennilegt, að fræ af þeim flestum eða öllum hafi borizt frá þeim fjöllum. Þrjár tegundir af mosum voru í Káraskeri, en þeir voru á fáum stöðum og lítið áberandi. Lækjaslý var þar í smálæk. 19

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.