Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1958, Qupperneq 24

Jökull - 01.12.1958, Qupperneq 24
þreytt og göngumóð, þegar loksins Reyðarbungu ber upp yfir jökulbreiðuna. Þar sem við komum að Reyðarbungu að vest- an, er hæðin 765 m, en hábrúnin 783 m. Hlóð- um þar smávörðu, en héldum síðan (kl. 20,35) til Hljóðabungu og erum komin eftir röskan hálftíma að urðarrima suðaustan við tindinn. Þar var hlaðin varða við snjóbrún til saman- burðar síðar. Hæðin við vörðu er 799 m, en urðarhóll þar rétt hjá 800.5 m. Síðan göngum við á tindinn. Hæðarmælir sýnir 2700 fet = 823 m, en kortið segir 825 m, svo sæmilega ber saman. Þar sem hæst var frá snjó upp á hátind að norðan mældust tæpir 150 m. Á Hljóðabungu er stór varða. Þar finnum við brotna flösku með miða og getum lesið nöfn þeirra Jens Guðmundssonar og Engilberts, bróð- ur hans, á Lónseyri og dagsetningu í ágúst 1936. Við setjum miðann í heila flösku og auk þess miða frá okkur með beiðni um að athuga alla afstöðu þarna, taka myndir og láta allar slíkar athuganir af hendi við Jöklarannsóknafélag Is- lands. — Svo fylgdu nöfn okkar og þessi staka: Islenzk þjóð er yndisgjörn, af því ferðast viða. — Hér kom Magnús, Hanna og Orn og horfðu á landið fríða. Héðan að sjá í átt til Jökulbungu eru þrjú niðurföll. Raunar ber þau í lægðina milli Jökul- bungu og 845 m bungunnar litlu norðar. Onn- ur tvö niðurföll eru ca. 500 og 800 m út og vestur af Hljóðabungu. Þetta eru allt djúp ker. Við höldum vestur á Jökulbungu og komum þangað á miðnætti. Sólin er enn á lofti, yfir ins. Jökulfirðir blasa við, og loftnet ratsjár- Hornbjargi, nemur næstum við Kálfatind, og sindrar í lágu geislabroti ískristalla jökulhjarns- stöðvar á Straumnesfjalli sést greinilega í sjón- auka. Þetta er lokatakmark okkar í dag, og þetta verður ógleymanlegur dagur. Hæðarmælir sýnir 3000 fet =; 915 m, en kort- ið segir 925 m. Virðist Jökulbunga því hafa lækkað 8—10 m síðan 1913. Við héldum heimleiðis kl. 01 og komum að jökulrönd kl. 02,30, en heim í tjald kl. 03,30. Þreytt og ánægð leggjumst við til hvíldar. — Sunnudag 13. júli. Við gengum á Háafell í dag í ljómandi veðri. Settum flösku í vörðuna með tilmælum til ferðamanna að taka myndir af jöklinum og senda Jöklarannsóknafélaginu. Frá félaginu Aðalfundur Aðalfundur var haldinn í Tjarnarkaffi þriðjudaginn 29. apríl 1958 og var fjölsóttur. Fundarstjóri var Jón Kjartansson, sýslumaður. Þetta gerðist: 1. Formaður flutti skýrslu um störf félagsins á liðnu starfsári. 2. Formaður afhenti hjónunum Árna Kjart- anssyni og Huldu Filippusdóttur málverk eftir Guðmund Einarsson sem gjöf frá fé- laginu. 3. Gjaldkeri lagði fram endurskoðaða reikn- inga. Eignir félagsins í árslok voru metnar á kr. 113 698,27. Félagsmenn voru 273. 4. I stjórn voru endurkjörnir Árni Stefánsson, Sigurður Þórarinsson, Sigurjón Rist og Trausti Einarsson. Jón Eyþórsson er for- maður til aðalfundar 1960. I varastjórn voru endurkjörnir Einar Magnússon, Guð- mundur Kjartansson og Þorbjörn Sigur- jónsson og endurskoðendur voru endur- kjörnir Páll Sigurðsson, Rögnvaldur Þor- láksson og Gunnar Böðvarsson. 5. I fundarlok voru sýndar litskuggamyndir og kvikmynd frá Vatnajökli. ☆ Úr skýrslu formanns: Á aðalfundi J. í. 1957 var sú djarflega liug- mynd borin fram, að félagið reisti skála á Grímsfjalli í Vatnajökli. Þessari hugmynd var svo vel tekið af fundarmönnum, að þegar á fundinum söfnuðust um 8000 kr. Skálinn var síðan reistur i júnímánuði í sjálfboðavinnu. Efni og annar kostnaður reyndist 20 þús. kr. Nokkrir vinir félagsins hlupu þar undir bagga. Lagði Guðmundur Jónasson fram 4000 kr. í flutningum, en 5000 kr. gáfu þeir í sameiningu Olafur Þorsteinsson, Axel Kristjánsson, Egill Thorarensen, Gunnar Guðjónsson og Pétur Olafsson. Alls námu gjafir til þessa skála kr. 18141,13. Flugbjörgunarsveit íslands lánaði bíla til flutnings á efnivið og fólki bæði upp í Jökulheima og á sjálfan jökulinn. Öllum þeim, sem stuðlað hafa að því að koma upp skálanum á Grímsfjalli, flytur félagsstjórnin beztu þakkir. ☆ 22

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.