Jökull


Jökull - 01.12.1958, Page 25

Jökull - 01.12.1958, Page 25
NÝIR FÉLAGAR: „Skálinn í Jökulheimum hefur reynzt mjög vel, enda vel um genginn og vel hirtur. Veggir voru smurðir úr karbólíni í fyrrasumar og þakið málað í fyrrahaust. Ekki hefur verið tækifæri til þess að ganga frá skálanum í Esjufjöllum enn þá. En ég von- ast eftir að það reynist einnig kleift innan tíðar. Mér er annt urn þann skála, því að það var ævintýri næst að geta reist fyrirvaralaust að kalla skála á Jjeim stað, sem varla hafði nokkur maður augum litið. Það eru eitthvað 30 ár síðan maður einn í Suðursveit safnaðist til feðra sinna, en hann hældi sér af því að hafa komið í Esjufjöll á yngri árum sínum og barizt þar við útilegumenn. Vitanlega hafði honum veitt betur. — En Esjufjöll eru í senn ferlegur og unaðslegur staður eins og segja má að visu um marga íleiri staði í óbyggðum og byggðum þessa lands.“ # Lokaorð skýrslunnar: „Nú ætla ég aðeins að minnast á þau ágætu lrjón, Arna Kjartansson og Huldu Filippusdótt- ur, sem mér hefur lengi fundizt að ættu sér- staka hönk upp í bakið á okkur í þessu félagi. Árni hefur farið í Vatnajökulsferðir á hverju sumri síðan 1953, er hann var fararstjóri ásamt Sigurði Þórarinssyni. Síðan hefur hann jafnan verið bryti og lagt á sig mikla vinnu og fyrir- höfn í því efni. Sumarið 1954 voru Jökulheimar byggðir og þá heyrðist orðið ráðskona nefnt í fyrsta skiptið í mín eyru svo hátt yfir sjó. Þá komu þær Hulda og Steina til sögunnar. Þær brutu ísinn fyrir kvenþjóðina þar efra. — Svo segir fátt af þessu fyrr en 25. maí 1956, að þau Arni og Hulda gengu í heilagt hjónaband og héldu svo daginn eftir í brúðkaupsför á Vatna- jökul. Hygg ég það einsdæmi á allri heims- byggðinni. Það sýnir, hvílíku ástfóstri þau ungu hjón höfðu tekið við hinar hreinu og köldu tröllabyggðir þar efra. - Það hefur alltaf staðið til að færa þeim Árna og Huldu einhvern minjagrip frá félaginu fyrir þetta. Það hefur lent í undandrætti mest fyrir þá sök, að við höfum átt erfitt með að finna verðuga gjöf. En hvað um það. Hér er nú kominn þessi minja- gripur, sem ég vil hér með leyfa mér að af- henda með þakklæti og virðingu og hamingju- óskum Jöklarannsóknafélagsins: Málverk úr Tungnárbotnum, þar sem sést til jökulsins og Iverlinga, en eitt sinn kom það til orða að skíra þessar kerlingar Huldu og Steinu." Skúli Skúlason, redaktör, Nesbyen, Hallingdal, Norge. Ólafur Einarsson, stud. jur., Hjarðarhaga 27, R. Jón Jónsson, bifreiðastjóri, Bergstaðastræti 62, R. Páll Pálsson, húsasmíðam., Hraunteig 17, R. Oskar Kristjánsson, húsasmiður, Breiðagerði 10, R. Gisli Magnússon, múrari, Hæðargarði 40, R. Soffía Zóphóniasdóttir, fóstra, Sólvallagötu 56, R. Sjöfn Zóphóníasdóttir, fóstra, Sólvallagötu 56, R. Ólafía Jónsdóttir, fóstra, Sólvallagötu 56, R. Ingibjörg Ólafsdóttir, verzlunarmær, Hverfisgötu 91, R. Eggert Ásgeirsson, eftirlitsmaður, Bergstaðastræti 69, R. Sverrir Sæmundsson, Iívisthaga 23, R. Ingibjörg Iiristjánsdóttir, fóstra, Öldugötu 42, R. Haraldur Sigurðsson, stud. art., Flókagötu 39, R. Þórður Kárason, lögregluþjónn, Sundlaugavegi 28, R. Grímur Þ. Sveinsson, póstafgr.m., Fjölnisvegi 13, R. Grétar Zóphóníasson, rafmagnsverkfr., Lyons, Frakklandi. Sigurgeir Geirsson, bílstjóri, Hamrahlíð 31, R. ÁSKRIFENDUR AÐ JÖKLI: Bókasafn Vestmannaeyja, Vestmannaeyjum. Náttúrugripasaf nið, Laugavegi 105, R. 23

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.